Fréttablaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 14
Toshiki Toma, prestur innflytj-enda, er 45 ára í dag. Hann ætl-
ar að halda upp á daginn með því að
elda góðan mat fyrir vini sína og
halda þeim dálítið teiti heima hjá
sér. „Ég hef gaman af að elda mat
og ég býst við að ég eldi sambland
af kínverskum og japönskum mat
og bjóði gestum mínum,“ segir
hann.
Toshiki er japanskur en hefur
búið á Íslandi meira en tíu ár. Hann
talar íslenskuna mjög vel og hefur
vakið athygli fyrir skeleggan mál-
flutning. „Mér finnst ég nú ekki
tala nógu vel en hef gaman af að
skrifa, finnst það alls ekki erfitt,“
segir hann.
Hann segir að í Japan haldi fólk
ekki almennt upp á afmælisdaga
sína; það séu aðeins börn og gamal-
menni sem það geri. „Í Japan þótti
það hár aldur að ná því að verða
sextugur og ástæða til að halda veg-
lega upp á það. Einstaka sinnum
halda menn upp á afmæli sem ber
upp á tug en mér líkar ágætlega sá
siður að menn haldi upp á afmæli
sitt,“ segir hann.
Toshiki er fráskilinn og á tvö
börn sem oft koma til hans. Þess á
milli yrkir hann ljóð og hefur gam-
an af því að leika sér með orð. „Það
er aldrei að vita nema það komi út
ljóðabók en ég birti ljóð mín á
www.ljod.is og eru þar nokkur ljóða
minna og fleiri skálda,“ segir hann.
Veðrið á Íslandi er Toshiki að
skapi og finnst honum aldrei vera
hér slæmt veður. „Mér líka allar
tegundir af veðri og það hefur
aldrei nein neikvæð áhrif á mig.“
segir Toshiki Toma, prestur inn-
flytjenda, sem semur svona ljóð í
frístundum:
Örsmár geimur í blómvendi.
Fegurð fullkomnast í andartaki
og birtir svip eilífðar
í höndum mínum ...fyrir þig. ■
14 8. nóvember 2003 LAUGARDAGUR
■ Jarðarfarir
Adolf Hitler gerði fyrstu til-raun sína til þess að ná völd-
um í Þýskalandi að kvöldi 8. nóv-
ember árið 1923. Hann réðst
ásamt þrjótum sínum í Nasista-
flokknum á bjórhöllina í
München. Allt fór það þó út um
þúfur.
Hugmyndin var sú að byrja á
landstjórninni í Bæjaralandi, sem
þá var einmitt saman komin þar í
bjórhöllinni á fundi með við-
skiptajöfrum.
Í framhaldinu átti að leggja til
atlögu við sjálfa ríkisstjórnina í
Berlín, þegar þýski herinn væri
genginn til liðs við nasistana.
Hermann Göring umkringdi
bjórhöllina ásamt hópi manna.
Hitler réðst síðan til inngöngu
ásamt félögum sínum, skaut upp í
loftið og lýsti því yfir að „bylting
þjóðarinnar“ væri hafin.
Ráðamennirnir á staðnum féll-
ust nauðugir á að afhenda Hitler
völdin, en strax morguninn eftir
skipuðu þeir hersveitum sínum að
ráða niðurlögum nasistanna.
Þremur dögum síðar var Hitler
handtekinn og dæmdur í fimm ára
fangelsi.
Áratug síðar var nasistaforing-
inn hins vegar orðinn allsráðandi í
Þýskalandi. ■
Afmæli
TOSHIKI TOMA
■ Prestur innflytjenda er 45 ára í dag.
Hann yrkir í frístundum og ferst það
býsna vel úr hendi.
BRAM STOKER
Höfundur skáldsögunnar um Drakúla
fæddist 1847 í Dyflinni á Írlandi.
8. nóvember
■ Þetta gerðist
1793 Louvre-safnið í París er opnað al-
menningi.
1880 Franska leikkonan Sarah Bern-
hardt kemur fyrst fram á sviði í
New York.
1887 Doc Holliday, byssubófi og fjár-
hættuspilari í Villta Vestrinu, deyr
úr berklum.
1907 Leikkonan Katherine Hepburn
fæðist.
1960 John F. Kennedy er kosinn forseti
Bandaríkjanna.
1966 Ronald Reagan er kosinn ríkis-
stjóri í Kaliforníu.
1994 Repúblikanar ná meirihluta í
báðum deildum Bandaríkjaþings
í fyrsta sinn í 40 ár.
HITLER Í FANGELSI
Hitler var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir
valdaránstilraunina í München. Hann not-
aði tímann í fangelsinu til að skrifa ævi-
sögu sína og stefnuskrá ásamt því að æfa
sig í ræðuhöldum.
ÁRÁS NASISTA Á
BJÓRHÖLLINA Í MÜNCHEN
■ Hitler, Göring og fleiri nasistar ráðast
inn á veitingastað í München,
þar sem landstjórn Bæjarlands var á
samkomu.
8. nóvember
1923
Eldar mat
fyrir vini í kvöld
Fyrsta valdaránstilraun Hitlers
TOSHIKI TOMA, PRESTUR
INNFLYTJENDA
Veðrið á Íslandi hefur aldrei haft slæm
áhrif á hann og kann hann rigningunni
jafn vel og hverju öðru.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
■ Andlát
Karl Árnason, Kambi, Reykhólasveit,
lést miðvikudaginn 5. nóvember.
Sigurjóna Jóhannsdóttir lést miðviku-
daginn 5. nóvember.
Gunnhildur Sesselja Jónsdóttir frá Ás-
garði, Miðneshreppi, lést miðvikudaginn
5. nóvember.
Sveinsína Jónsdóttir Brekkugötu 7,
Ólafsfirði, lést fimmtudaginn 6. nóvem-
ber.
Rósa Valtýsdóttir, síðast til heimilis í
Hátúni 10a, lést fimmtudaginn 6. nóv-
ember.
11.00 Guðmundur G. Bachmann Dval-
arheimili aldraðra, Borgarnesi,
verður jarðsunginn frá Borgarnes-
kirkju.
13.30 Friðrika Kristjánsdóttir frá
Fremstafelli verður jarðsungin frá
Þorgeirskirkju, Ljósavatni.
14.00 Sigurður A. Þorsteinsson, Borg-
arbraut 65a, verður jarðsunginn
frá Borgarneskirkju.
14.00 Katrín Lilliendahl Lárusdóttir
verður jarðsungin frá Grindavíkur-
kirkju.
ARTIC TRUCKS er endursöluaðili PIAA
PIAA LJÓSKASTARAR FYRIR ALLAR GERÐIR BIFREIÐA
LAUSNIN ER LJÓS
REIÐSKÓLINN ÞYRILL
Reiðnámskeið
hefst 11/11
Byrjenda- og framhaldsnámskeið
fyrir börn og fullorðna
Innritun
í síma
899 4600 Bjarni
588 7887 Freydís
Höfum opnað glæsilega
Fótaaðgerðarstofu
í Spönginni 37, 2 h. - Gott aðgengi fyrir alla
Hildur Jakobsdóttir og Ólöf Högnadóttir,
löggildir fótaaðgerðarfræðingar
Fótaaðgerðarstofa Grafarvogs Spönginni 37,
Sími 577-1088