Fréttablaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 18
18 8. nóvember 2003 LAUGARDAGUR
Áhorfendur vita ekki hvort þeireru staddir í sálfræðimeðferð
eða á skemmtun. Ég spyr áhorf-
endur mína jafnan eftir sýningar
og svörin skiptast jafnt,“ segir
austurríski sálfræðingurinn og
kynlífsráðgjafinn Bernard Lud-
wig.
Ja ja ja
Ludwig er höfundur sýningar-
innar 100% hitt og var staddur
hér á landi um síðustu helgi til að
sjá hina íslensku útgáfu á þessari
mjög svo sérstæðu sýningu sem
ákaflega erfitt reynist að skil-
greina hvers eðlis er. Leiksýning?
Kabarett? Fyrirlestur? Uppi-
stand? Leikkonan Helga Braga
„fer með“ sýninguna, sem nú
gengur hér fyrir fullu húsi. Höf-
undurinn steig sjálfur á svið
ásamt Helgu Brögu og tók eitt at-
riði við mikinn fögnuð leikhús-
gesta.
„Þetta er algjör snillingur, ljúf-
ur karl og ferlega fyndinn. Talar
með sterkum þýskum framburði.
Ja ja ja,“ segir Helga Braga.
Margir hafa orðið til að benda á að
Helga Braga sé fædd til að flytja
100% hitt og hún telur það hreint
ekki úr vegi. „Svona getur Guð
verið góður. Ég hef fengist við
þetta allt með einum eða öðrum
hætti, sem þarna liggur til grund-
vallar. Þetta kynlífsstöff er reynd-
ar svoldið nýtt fyrir mér... það er
að segja fræðilegi þátturinn.“
Helga Braga segir sýninguna sí-
breytilega og þá breytilega í al-
vörunni. Ekki líkt því sem talað er
um í leikhúsinu þegar kannski
smáatriðum er hnikað.
Markaður fyrir hendi
Það er fyrirtækið Kvikmynda-
mógúll, systurfyrirtæki Mógúls-
ins sem stendur fyrir uppfærslu
íslenska leikritsins Sellófon eftir
Björk Jakobsdóttur, sem er fram-
leiðandi 100% hitt. Framkvæmda-
stjórar eru systurnar Sygin og
Signý Eiríksdætur. Þær hafa
tryggt sér sýningarrétt á verkinu
um heim allan ef undan eru skilin
þýskumælandi lönd – en þar kýs
höfundurinn sjálfur að halda um
taumana. Fréttablaðið náði tali af
Bernard Ludwig þegar hann var
nýlega lentur og búinn að bóka sig
inn á hótel.
Ákaflega erfitt er að skilgreina
100% hitt. Ludwig skilgreinir
sjálfan sig sem sálfræðing, ekki
sem leikara eða leikskáld. „Ég hef
unnið við sálfræðilega kynlífs-
meðferð hjartasjúklinga í yfir tíu
ár og haldið fjölmarga fyrirlestra
um þetta efni. Fyrirlestrar mínir
þróuðust smátt og smátt út í að
þykja fyndnir. Og fyndnari og
fyndnari. Það var alls ekki ráð-
gert en þetta virkar mjög vel,“
segir Ludwig. Hann bendir jafn-
framt á að þarna hafi greinilega
verið markaður fyrir hendi sem
hann fylli í án þess að það hafi
nokkru sinni verið hugsað eftir
þeim leiðum né stefnt að því
markvisst.
Hafa ber kynlíf í flimtingum
Ludwig segir sálfræðimeðferð
án hláturs auma sálfræðimeðferð.
„Ef ekki er hlegið í meðferðinni
fyllist ég grunsemdum. Með öðr-
um orðum, ég met ekki árangur
sálfræðimeðferðar út frá því
hversu margir vasaklútar blotna í
henni heldur þvert á móti. Betri
aðferð er að nálgast vanda með
hlátri.“
En er kynlíf eitthvað til að hafa
í flimtingum og hlæja að?
„Já,“ svarar Ludwig að bragði.
„Gott samband byggist á hlátri og
húmor. Það er algerlega nauðsyn-
legur þáttur og grundvöllur góðra
sambanda.“
Sjálfur býr Ludwig með konu
sinni í Austurríki en þaðan gerir
hann út, fer um hin þýskumæl-
andi lönd og flytur fyrir-
lestra/grínsýningar sínar. Hann
stefnir að því að fara víðar en seg-
ir ensku sína ekki nægjanlega
góða enn sem komið er, en það
standi til bóta.
jakob@frettabladid.is
BERNARD LUDWIG
Segir sig nánast fyrir slysni hafa dottið í tómarúm á markaðnum með fyrirlestrum sínum
sem smám saman þróuðust út í eins konar uppistandssýningu.
Höfundur 100% Hitt, Austurríkismaðurinn Bernard Ludwig, var staddur hér á landi nýlega. Ludwig er sál-
fræðingur og sýningin var upphaflega fyrirlestrar um kynlíf, sem urðu fyndnari og fyndnari, enda segir Lud-
wig hláturinn nauðsynlegan í sálfræðimeðferðum.
Árangur ekki mældur
í blautum vasaklútum
Ég er aldrei kallaður annað enKiddi Bigfoot. Stundum Kiddi
B. Og ef þú hringir í 118 getur þú
fengið númerið hjá Kidda Big-
foot,“ segir yfirmaður útvarps-
sviðs Norðurljósa um nafn sitt.
Nafnið mitt er með sérkennilegra
móti þessa vikuna og vandséð að
prestur hefði samþykkt að ausa
ungbarn vatni með nafnið Bigfoot
á vörum. Tímarnir breytast og
mennirnir með.
En hvernig í ósköpunum er
þetta til komið?
„Þegar ég var ell-
efu ára var ég
kominn í númer
45,“ segir Kiddi,
„og þá byrjaði
grínið: ‘Kiddi,
það er verið að
sekta skóna þína
hér fyrir utan!’
Eða: ‘Það er verið
að draga skóna
þína í burtu!’
Jafnvel kennar-
inn tók þátt í
þessu og sagði
eitt sinn: ‘Það
vantar Sigurð í
bekkinn. Fór
hann nokkuð í
skóna þína,
Kiddi?’“ Kiddi lét
sér vel líka og
segir að sem bet-
ur fer hafi hann
vaxið upp í það að
samsvara sér
ágætlega. Hann
slagar nú hátt í
tvo metra og not-
ar skó númer 47.
Kiddi Bigfoot
reyndi fyrir
margt löngu að fá
sig skráðan sem
Kidda Bigfoot í
þjóðskrá en það
gekk ekki. Hann
bindur þó vonir
við að reglurnar
séu að rýmkast
líkt og með síma-
skrána. „Þeir
harðneituðu að skrá mig undir
þessu nafni í símaskrána á sínum
tíma. Það var ekki fyrr en Tal kom
til tals, þegar samkeppnin kom, að
þeir urðu mýkri á reglunum.“
En hvað var drengurinn látinn
heita á sínum tíma? Jú, Kristján
Þór Jónsson er nafnið sem aldrei
er í notkun. Kristján er í höfuðið á
hrossakóngi móðurafa Kidda,
Kristjáni Vigfússyni og Þór er í
höfuðið á föður hans, Jóni Þór
Friðsteinssyni. ■
■ Nafnið mitt
Í stórum skóm
KIDDI BIGFOOT
Er aldrei kallaður annað og talar um Bigfoot sem sitt nafn.
„Þegar ég var 11 ára var ég kominn í skó númer 45 og
þá byrjaði grínið.“
HELGA BRAGA OG BERNARD
LUDWIG
Austurríski höfundur kynlífsfræðslusál-
fræðikabarettsins 100% hitt var staddur á
Íslandi um síðustu helgi til að sjá og taka
þátt í sýningunni. Helga Braga segir Lud-
wig snilling, ljúfan og fyndinn. Ludwig
hoppaði upp á svið í einu atriðinu og vakti
mikla lukku.
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/VILH
ELM
Tækifæri sem býðst bara einu sinni og
Aldrei aftur!
HEILDSÖLUVERÐ
á veiðivörum
• Abu kasthjól frá 3.200
• Abu Ambassadeur frá 6.900
• Abu fluguhjól frá 4.500
• Abu veiðistangir frá 2.990
• Red Wolf veiðistangir frá 1.995
• Fenwick flugustangir frá 9.990
• Mitchell hjól frá 1.595
• Abu spúnar 350
• 20 stk Francesflugur í boxi 3.000
• Einnig töskur, vöðlur, vesti o.m.fl. í jólaveiðipakkann
Opið alla helgina
Síðumúla 8 – sími 568 8410
Galopnum lagerinn okkar í Síðumúla 8
Og seljum úrval af veiðivörum
á hlægilegu verði
Rétti tíminn til jólagjafakaupa
Opið:
Laugardag 10 – 16
Sunnudag 12 – 16
Virka daga 10 – 18
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T