Fréttablaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 8. nóvember 2003 ■ ■ LEIKIR  13.30 Þróttur N. og Þróttur R. keppa í Neskaupstað í 1. deild kvenna í blaki.  14.00 Valur mætir Fram í Vals- heimilinu í RE/MAX deild kvenna í handbolta.  16.00 KR og ÍR leika í DHL-höllinni í 1. deild kvenna í körfubolta.  16.30 Víkingur fær Fram í heim- sókn í norðurriðli RE/MAX-deildar karla í handbolta.  16.45 KA/Þór leikur gegn Víkingi í KA-heimilinu í RE/MAX-deild kvenna í handbolta.  17.15 UMFG keppir við Keflavík í Grindavík í 1. deild kvenna í körfubolta. ■ ■ SJÓNVARP  12.15 Enski boltinn á Sýn. Bein út- sending frá leik Wolverhampton Wand- erers og Birmingham City.  14.20 Alltaf í boltanum á Sýn.  14.20 Football Week UK (Vikan í enska boltanum) á Stöð 2.  14.25 Þýski fótboltinn á RÚV. Bein útsending frá leik Eintracht Frankfurt og VfB Stuttgart.  14.45 Enski boltinn á Stöð 2. Bein útsending frá leik Arsenal og Totten- ham Hotspur.  14.50 Trans World Sport (Íþróttir um allan heim) á Sýn.  15.50 Fastrax 2002 (Vélasport) á Sýn. Hraðskreiður þáttur þar sem öku- tæki af öllum stærðum og gerðum koma við sögu.  16.20 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  16.20 Íslandsmótið í handbolta á RÚV. Bein útsending frá leik Víkings og Fram.  16.50 Spænsku mörkin á Sýn.  17.50 Þáttur um golfarann Jose Maria Olazabal á Sýn.  18.20 Spænski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Athletic Bilbao og Espanyol.  20.30 Bein útsending á Sýn frá Ís- landsmótinu í Galaxy Fitness 2003, hreysti, sem haldið er í Smáralind.  00.30 Hnefaleikar á Sýn. Útsend- ing frá bardögum Roy Jones Jr.  02.00 Hnefaleikar á Sýn. Bein út- sending frá hnefaleikakeppni í Las Veg- as. Á meðal þeirra sem mætast eru Roy Jones Jr. og Antonio Tarver. hvað?hvar?hvenær? 5 6 7 8 9 10 11 NÓVEMBER Laugardagur HANDBOLTI Alfreð Gíslason og læri- sveinar hans í Magdeburg mæta í dag Barcelona í Meistaradeild Evrópu í handbolta. „Leikurinn leggst ágætlega í mig. Barcelona er heimsklassalið og hefur meiri breidd en við. Á bekknum hjá okkur eru allir 22 ára eða yngri,“ sagði Alfreð í sam- tali við Fréttablaðið. „En við erum með gott lið og ætlum okkur að vinna.“ Magdeburg hefur gengið vel á leiktíðinni og er í þriðja sæti eftir tíu leiki. Liðið vann meðal annars topplið Flensburg og Lemgo á úti- velli. Alfreð segir árangurinn framar vonum þar sem tveir lykil- leikmenn eru meiddir og hafa ekkert leikið á leiktíðinni. „Við erum með yngsta mann- skapinn í deildinni en okkur vant- ar talsvert meiri breidd,“ segir Alfreð og bætir við að vissulega sakni hans Ólafs Stefánssonar sem fór til Ciudad Real fyrir leik- tíðina. „Það var mikill missir að Ólafi og við vissum að það væri enginn hjá okkur sem gæti komið í hans stað. Aðrir leikmenn þurftu því að taka á sig meiri ábyrgð og sem betur fer hefur það tekist. Það eru margir búnir að bæta sig og fyrir vikið erum við óútreiknanlegri.“ Magdeburg er búið að tryggja sér vinstri handarskyttuna Vugr- enec frá Slóveníu. „Hann er ekki ósvipuð týpa og Óli. Heilsteyptur leikmaður, bæði í sókn og vörn, en er ekki alveg jafn mikill skytta,“ segir Alfreð Gíslason. ■ Alfreð Gíslason: Ætlum okkur að vinna MAGDEBURG Magdeburg mætir Barcelona í dag. Alfreð Gíslason framlengdi fyrir skömmu samn- inginn við Magdeburg til ársins 2007.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.