Fréttablaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftaklíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 42 Leikhús 42 Myndlist 42 Íþróttir 40 Sjónvarp 44 SUNNUDAGUR ÍR SÆKIR FH HEIM Þrír leikir fara fram í Remax-deild karla í handbolta í dag. HK tekur á móti ÍBV klukkan 16 í Digranesi. Þór sækir Gróttu KR heim klukkan 17 og FH mætir ÍR í Kaplakrika klukkan 19.15. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG ÚRKOMA OG VINDUR Á LEIÐ- INNI Vindurinn verður mestur síðdegis. Allhvasst verður sunnan og vestan til en skaplegra annars staðar. Talsverð úrkoma í borginni. Síða 6 23. nóvember 2003 – 291. tölublað – 3. árgangur GAGNRÝNIR RÁÐAMENN Stjórnarformaður Kaupþings Búnaðarbanka segir að aðgerðir ýmissa ráðamanna séu áhyggjuefni og segir að þeir hafi „beinlínis reynt að eyðileggja fyrir bankanum“ og hluthöfum hans. Síða 4 SJÁLFSMORÐSÁRÁSIR Í BAGDAD Að minnsta kosti fjórtán manns fórust og tuttugu særðust þegar bílum hlöðnum sprengiefni var ekið á lögreglustöðvar í tveimur þorpum í útjaðri Bagdad í gær. Síða 4 UPPREISN Í GEORGÍU Stjórnar- kreppa og ringulreið ríkir í Georgíu. Stjórn- arandstæðingar hafa náð löggjafarþinginu á sitt vald en forsetinn Eduard Shevardna- dze neitar að segja af sér. Síða 6 FÍKNIEFNAMÁL Í GRUNNSKÓL- UM Þrjú fíkniefnamál bárust skólaráðgjafa grunnskólanna í Reykjavík á síðasta ári. Alls bárust 180 mál til ráðgjafans eða tæplega 60 fleiri en árið 2001. Síða 10 VIÐ INNSIGLINGUNA Unnið er að dýpkun innsiglingarinnar í Reykjavíkurhöfn um þessar mundir. Við vitann á Ingólfsgarði stóð maður og fylgdist náið með framkvæmdum sem hafa verið töluverðar undanfarin ár. Frá árinu 1915 hefur athafnasvæði gömlu hafnarinnar vaxið úr sjö hekturum í 55. Stjórnarliðar ósammála Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis er hlynntur aðskilnaði viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi. Viðskiptaráðherra er á annarri skoðun. BANKAMÁL Efnahags- og viðskipta- nefnd Alþingis er nú með til skoð- unar frumvarp til laga um breyt- ingu á lögum um fjármálafyrir- tæki þar sem kveðið er á um aðskilnað milli viðskiptabanka- og fjárfestingar- bankastarfsemi. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins og formaður nefnd- arinnar, segir rétt að skoða hvort setja þurfi einhverjar takmarkanir við það að banki geti bæði verið í við- skiptabankastarfsemi og fjárfest- ingarbankastarfsemi. Hann segir slíkan aðskilnað tíðkast í sumum löndum í kringum okkur og telur lík- legt að ríkisstjórnin muni skoða þetta mál sérstaklega á næstunni. Valgerður Sverrisdóttir við- skiptaráðherra segir málið ekki hafa verið rætt í ríkisstjórninni. „Þetta er mitt mál og ég hef ekki uppi áform um að leggja til breytingar hvað þetta varðar,“ sagði hún. „Við erum búin að fara yfir hvernig þessu er háttað hjá öðrum þjóðum. Bandaríkjamenn voru með þetta fyrirkomulag um tíma, en eru búnir að taka það aft- ur upp að heimilt er að vera með hvorutveggja. Ég tel mjög mikil- vægt að við séum með sambæri- legt umhverfi fyrir fjármálafyrir- tæki að starfa í. Við erum á þess- um opna markaði og við leggjum mikla áherslu á að íslensku fyrir- tækin séu íslensk áfram.“ Hreiðar Már Sigurðsson, for- stjóri Kaupþings Búnaðarbanka, segir lagasetningu um aðskilnað á starfseminni ekki muni hafa áhrif á rekstur fyrirtækisins þeir myndu einfaldlega flytja fjárfestingar- bankastarfsemina til útlanda. Sjá nánar bls. 2 FOREST WHITAKER Verður í aðalhlutverki í mynd Baltasar. Baltasar Kormákur: Leikstýrir Whitaker KVIKMYNDIR „Já, Forest Whitaker hefur fallist á að taka að sér aðal- hlutverkið,“ segir Baltasar Kor- mákur sem leikstýrir Little Trip to Heaven, kvikmynd sem fer í tökur fljótlega eftir áramót. For- est Whitaker er vel þekktur kvik- myndaleikari sem hefur komið víða við. Hann hóf feril sinn upp- úr 1980 og hefur leikið í myndum á borð við Platoon, Good Morning, Vietnam, The Color of Money, The Crying Game og í mynd Clints Eastwood, Bird, en fyrir titilhlut- verkið í þeirri mynd (Charlie Parker) hlaut hann Gullpálmann á Cannes-kvikmyndahátíðinni. „Við höfum hist og fór vel á með okkur enda er þetta afskaplega ljúfur náungi,“ segir Baltasar. Sjá viðtal á síðum 22 og 23. Maðurinn sem missti húðina Bandaríkjamaðurinn Eli Roth dvaldist á sveitabæ við Selfoss sem unglingur. Þar missti hann hluta af húð sinni vegna sýkingar í heyi. Atburðarásin er núna orðin að hryllingsmynd í Bandaríkjunum, sem hryllings- myndaaðdáendur binda miklar vonir við. SÍÐA 28–29 ▲ Ný ævintýri Unnar Unnur Jökulsdóttir, sem sigldi um heimsins höf á Kríunni um fimm ára skeið, er komin á fast land. Nýju ævintýrin eru nýútkomin barnabók og barnið hennar, Alda, kemur frá Kína. SÍÐA 18 Átök í kring- um Kaupþing Átök stjórnenda Kaupþings Búnaðarbanka við forsætis- ráðherra í vikunni eiga sér langan aðdraganda. ▲SÍÐA 26 ▲ „Þetta er mitt mál FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.