Fréttablaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 45
SUNNUDAGUR 23. nóvember 2003 Fréttiraf fólki Gwyneth Paltrow gaf vísbend-ingar um að hana langaði til þess að giftast kærasta sínum Chris Martin úr Coldplay þegar hún kom fram í spjallþætti Park- insons á dögun- um. Þegar spyrillinn spurði hana hvort gifting væri í vændum sagðist hún vona það en að hann þyrfti eiginlega að spyrja hann til þess að fá almennilegt svar. Ætli hún bíði ekki eftir því að hann falli á kné strákurinn? Söngvari Stereophonics, KellyJones, notaði tækifærið á dög- unum þegar hann hitti leikar- ann Sean Penn og rétti honum k v i k m y n d a - handrit sem hann sjálfur hafði skrifað. Penn er aðdá- andi sveitarinnar og fékk að hitta liðsmenn eftir að hann hafði fylgst með tónleikum þeirra. Handritið er skrifað eftir bókinni Hangman’s Tale frá árinu 1950. Jones lærði handritagerð áður en hann sló í gegn með sveit sinni. Leikarinn John Travolta gerðisér lítið fyrir og bjargaði 26 nemendum sem fastir voru í lyftu. Travolta var í heimsókn í skóla í New York þegar hann frétti af því að nem- endurnir hefðu fest í lyftunni. Hann brást skjótt við og kom þeim til bjargar. Á meðan á björg- uninni stóð kallaði hann til þeirra; „Engar áhyggjur krakkar, JT er mættur - allt er í lagi“. Þokkagyðjan Beyoncé Knowlesvann aðalverðlaunin á VH1 Big tónlistarverðlaununum sem haldin voru í Los Angeles á f i m m t u d a g s - kvöldið. Kánt- ríkhnáturnar í Dixie Chicks fengu einnig viðurkenningu fyrir „besta kommentið á sviði“ en þær komu sér í vandræði á heimaslóðum eft- ir að hafa gagnrýnt George W. Bush á tónleikum í London. Söngvarinn Robbie Williamssegist ætla að hætta að reykja. Hann býst við því að draga sig ör- lítið í hlé eftir að tónleikaferð hans um heiminn lýkur í desem- ber. Hann segist vera staðráðinn í því að finna sjálfan sig í fríinu, hætta að reykja og snúa aftur sem betri maður. Þetta ætlar hann allt að gera fyrir þrítugsafmælið á næsta ári.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.