Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.11.2003, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 23.11.2003, Qupperneq 18
18 23. nóvember 2003 SUNNUDAGUR ■ Viðskipti VIÐSKIPTI Sprengja vikunnar í viðskiptalífinu byrjaði með lít- illi tilkynningu á Kauphöll Ís- lands um að 62 starfsmenn Kaupþings Búnaðarbanka hefðu keypt bréf í bankanum. Bankinn tryggði starfsmönnunum sölu- rétt á hlutabréfunum, þannig að tryggt er að þeir geta ekki tapað á þeim. Hagnaður þeirra helst í hendur við gengi bankans á markaði. Söluréttarsamningur- inn er í gildi fimm ár fram í tím- ann starfsmönnum er ekki heimilt að selja bréf sín fyrr. Þá missa þeir réttindi sín brjóti þeir af sér í starfi eða segja upp fyrir þann tíma. Hugsunin á bak við slíka samninga er að tvinna saman hagsmuni hluthafa al- mennt og stjórnenda og lykil- starfsmanna bankans. Gagnrýn- in á slíka samninga er sú að stjórnendur geti ekki tapað neinu og taki því meiri áhættu fyrir vikið sem venjulegir hlut- hafa geti tapað á. Stjórnendur Kaupþings hafa fram til þessa verið taldir áhættusæknir, en árangur bankans og útrás hefur vakið athygli. Tveir á toppnum Nafnvirði þess sem starfs- mennirnir keyptu bréf sín á var á bilinu 75 til 750 þúsund eftir goggunarröðinni innan bankans. Gengið var 210 sem er meðal- gengi síðustu viðskipta daga. Upphæðirnar eru því frá fimmt- án milljónum upp í 150 milljónir að markaðsvirði. Fjórtán starfsmenn teljast til innherja og voru viðskipti þeir- ra tilkynnt í Kauphöllinni í sam- ræmi við reglur hennar. Stjórn- arformaður bankans Sigurður Einarsson og annar bankastjór- anna Hreiðar Már Sigurðsson skáru sig úr þessum hópi. Sölu- réttur þeirra var að nafnvirði rúmlega sex milljónir króna á gengi bankans 30. júní sem var 156. Upphæðin sem þeir keyptu fyrir var 950 milljónir og vegna góðs gengis bankans var sú upp- hæð komin í 1,3 milljarða króna. Pappírshagnaður þeirra var um 350 milljónir króna. Slíkar upphæðir eiga sér enga samsvörun í íslensku við- skiptalífi. Viðbrögðin létu held- ur ekki á sér standa. Víða um samfélagið gagnrýndu menn þessa ráðstöfun harðlega. Opin- bera gagnrýnin kom frá stjórn- málamönnum, aðilum vinnu- markaðar og meðal almennings. Í viðskiptalífinu kom fram mikil gagnrýni á þess ráðstöfun, þó ekki kæmi hún jafn skýrt fram opinberlega. Heimildir eru líka fyrir því að engin sérstök gleði hafi verið innan Kaupþings Bún- aðarbanka með samning topp- anna. Forsætisráðherra tók út pen- ingana sína í bankanum og skil- ja mátti að hann hvetti aðra til að gera slíkt hið sama. Fáheyrt er að forsætisráðherra beiti sér af slíku afli gegn einkafyrir- tæki. Úr viðskiptalífinu má heyra margar raddir sem ekki eru síður undrandi yfir fram- göngu forsætisráðherra en ráð- stöfun stjórnar Kaupþings Bún- aðarbanka. Sumir telja að slík framganga sé óhugsandi í nokkru öðru vestrænu ríki. Gamlir óvinir Sigurður Einarsson og Hreið- ar Már létu undan þrýstingi og afturkölluðu samning sinn. Sam- BÖKKUÐU Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson ásamt Hjörleifi Jakobssyni, bankaráðsmanni Kaupþings Búnaðarbanka. Þeir hættu við að kaupa bréf í Kaupþingi Búnaðarbanka sem gáfu þeim möguleika á miklum kaupauka. Forsætisráðherra hefur lengi haft horn í síðu þeir- ra og gagnrýndi þá af fullum þunga. Geymdu það ekki til morguns sem við getum gert í dag. Eins og skot Sími: 505 0400 Fax: 505 0630 www.icelandaircargo.is Ný sending! 100 ferðir á viku til 13 áfangastaða í USA og Evrópu tryggja þér stysta mögulega flutningstíma með hagkvæmasta hætti sem völ er á. Hér fyrir neðan sérðu dæmi um verð frá USA og Evrópu og upptalningu á þeirri þjónustu sem innifalin er í verðinu. Við veitum þér alhliða þjónustu í öllum þáttum, s.s. gerð tollskjala og við færum þér vöruna beint upp að dyrum. Geymdu það ekki til morguns sem við getum gert í dag. Verðdæmi Minneapolis 17.000 kr./100 kg m.v. flug frá Minneapolis til Keflavíkur. Afgreiðslugjald á báðum flugvöllum innifalið. Tökum einnig að okkur tollskýrslugerð og heimakstur gegn vægu gjaldi. CARGO ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I FR 2 20 67 11 /2 00 3 HAGFRÆÐI Gylfi Zoega hagfræðing- ur er nýskipaður prófessor við viðskiptadeild- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Hann lauk dokt- orsprófi frá Columbiaháskóla árið 1993. Sérfræði svið Gylfa er vinnumarkaðshagfræði og þjóð- hagfræði; einkum það sem snertir framboðshlið hagkerfisins þar sem atvinnustig, laun og fram- leiðsla ákvarðast þegar til lengri tíma er litið. Í hádeginu næstkom- andi þriðjudag heldur hann inn- setningarfyrirlestur í Odda, þar sem hann leitast við að svara ýms- um spurningum um orsakir lang- tímasveiflna atvinnustigs og framleiðslu. „Ég ætla að leitast við að svara spurningum um ástæður þess að atvinnuleysi er jafn hátt og raun ber vitni í Evr- ópu og hvers vegna hátt at- vinnustig í Bandaríkjunum hefur ekki valdið vaxandi verðbólgu. Ég ætla að fjalla um hvers konar stofnanaumhverfi sé líklegast til þess að örva atvinnu og hagvöxt til lengri tíma litið.“ Gylfi leiðir að því rök að tengsl séu á milli markaðsvirðis fyrir- tækja og þess atvinnuleysis sem samrýmist stöðugri verðbólgu. Þegar væntingar stjórnenda og fjármagnsmarkaðar á framtíð- ararðsemi batna þá hækkar verð- mæti hlutabréfa en jafnframt verðmæti hvers þjálfaðs starfs- manns. Vel þjálfað og hæft starfs- fólk í fyrirtækjum er oft mikil- vægasta eign þeirra. Aukið mark- aðsvirði fyrirtækis segir þá stjórnendum að starfsfólkið sé meira virði en áður. Þeir bregðast við einkum með tvennum hætti. Í fyrsta lagi hækkar kaupmáttur launa vegna þess að stjórnendur vilja halda sem lengst í starfsfólk- ið og eru því örlátari þegar að launaákvörðunum kemur. Í öðru lagi eykst tíðni nýráðninga. Af- leiðingin verður þá sú að atvinnu- leysi dregst saman. „Mikilvæg- asta spurningin nú er hvað unnt sé að gera til þess að auka líkurnar á uppsveiflu í efnahagslífinu, svip- aðri þeirri sem varð í Bandaríkj- unum á árunum 1994 til 2000,“ segir Gylfi. Hann segir að virkur hlutabréfamarkaður virðist vel til þess fallinn að auka nýsköpun í at- vinnulífinu, auk þess sem miklu máli skipti að vinnumarkaður sé sveigjanlegur. „Í stuttu máli virð- ist skipta höfuð máli að markaður sé sem mest án íhlutunar stjórn- valda og stjórnendur séu sem minnst undir stjórnvaldsákvarð- anir komnir og geti jafnframt sótt sér fé á hlutabréfamarkað.“ ■ NÝR PRÓFESSOR Gylfi Zoega, doktor í hagfræði, flytur fyrir- lestur þar sem hann leiðir líkur að því að virkur hlutabréfamarkaður og sveigjanlegur vinnumarkaður séu líklegustu forsendur hagsældar til langs tíma. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Stormur í kringum Kaupþing Búnaðarbanka DAVÍÐ ODDSSON Innan viðskiptalífsins eru ýmsir sem efast um að forsætisráðherra nokkurs annars vest- ræns ríkis myndi beita sér með þeim hætti sem Davíð gerði gegn Kaupþingi Búnaðar- banka FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Langtímahagsældin líklegust án íhlutunar

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.