Fréttablaðið - 23.11.2003, Page 33

Fréttablaðið - 23.11.2003, Page 33
33SUNNUDAGUR 23. nóvember 2003 SpánnMADRID Costa Blanca ströndin hefur eitt heilsusamlegasta loftslag veraldar skv. WHO. Mikið úrval af vönduðum húseignum á Costa Blanca ströndinni á mjög hagstæðu verði. Skoðaðu eignir hjá okkur fyrst til að geta borið saman við það besta Velkomin á kynningu sem haldin verður í Ólafsvík á Hótel Ólafsvík, Snæfellsb æ, rá kl. 14-17 Við veitum yður alla nauðsynlega aðstoð í sambandi við fasteignakaup/ búsetu á Spáni. 30 ára reynsla með spánskar húseignir afhentar beint frá byggingaraðila á umsömdum tíma. Sýningarferðir með leiðsögn á íslensku. Nánari upplýsingar í síma 533 1111 www.tmdanmark.dk TM ÍSLAND Laufás, Sóltúni 26 - 105 Reykjavík - Þjónusta og öryggi í 30 laufas@laufas.is - www.laufas.is - Sími 533 1111 - fax 533 1 Íris Hall löggiltur fasteignasali TM er stærsta byggingarfyrirtækið á miðjarðarhafs- ströndinni (16 stærsta byggingarfyrirtækið á Spáni). TM INTERNATIONAL HÚS Á SPÁNI Velkomin á kynningu sem haldin verður á Hótel Loftleiðum - Flugleiðahóteli við Hlíðarfót, Reykjavíkurflugvelli í dag sunnudag 23. nóv. Kl. 11 - 17 Mikið úrv l duðum nýbyg i gum á Cost Blanca ströndinni á mjög hagstæðu verði. Forstjóri byggingardeildar TM á Spáni og markaðs- fulltrúi yfir norðurlöndunum og á Þýskalandi verða á staðnum inu þar sem þetta er ekki stofn- anavistun og er því frekar talið á ábyrgð sveitarfélaganna. En að sama skapi þar sem þetta er með- ferðarúrræði þá varðar þetta rík- ið þannig að við erum á erfiðum stað hvað þetta varðar.“ Rafn Magnús bendir á að víða í Evrópu sé verið að þróa meðferð af þessu tagi, til dæmis á öðrum Norðurlöndum þar sem yfirvöld gera sér grein fyrir því að það hentar ekki öllum að vera vistaðir inni á stofnun. „Við höfum öðlast mikla reynslu og kynnt þetta vel hjá félagsþjónustum og innan skólanna. Það hefur vantað svona meðferðarúrræði að okkar mati, þetta er ódýrara en stofnanavist- un og skilar ekki síðri árangri.“ bryndis@frettabladid.is RAFN MAGNÚS JÓNSSON Vann í einu af gistiskýlunum og var einnig tæknimaður á Ríkisútvarpinu í fimm ár. Hann segir þá reynslu hafa kennt sér mik- ið um mannleg samskipti. Að því loknu ákvað hann að læra sálfræði og skellti sér í skóla til Kaupmannahafnar, en hann vinnur nú að því að ljúka við masters- ritgerð í þeirri grein. Meðferðarúrræði hans fyrir unglinga byggja mikið á listsköpun. Milkman vann með okkur hér síðastliðið sumar. Hugmyndir hans ganga út á að þeir einstak- lingar sem fara í meðferð skapi eitthvað jákvætt og þá til dæmis í tengslum við leiklist, myndlist og tónlist. Þetta snýst um svokallað „natural high“ eða vellíðan án vímuefna, að einstak- lingnum líði vel með hreinni og klárri sköpun.“ ,, Breskir foreldrar taka sig á: Fangelsisdómur dregur úr skrópi Patricia Amos, rúmlega fertugbresk móðir, var dæmd í þriggja mánaða fangelsi í maí á síðasta ári fyrir að hafa ekki kom- ið í veg fyrir að tvær dætur henn- ar á unglingsaldri skrópuðu í skól- anum. Stjórnvöld og skólayfirvöld í Bretlandi fögnuðu hins vegar dóminum og sögðu greinilegt að barátta þeirra gegn skrópi sé byrjuð að hafa áhrif. Tölulegar staðreyndir stað- festa nú að fangelsisdómurinn virðist hafa haft tilætluð áhrif en skólasókn barna á heimaslóðum Patriciu hefur skánað frá því í fyrra en óleyfilegar fjarvistir í Oxfordskíri hafa farið úr 1,4% árið 2001 niður í landsmeðaltalið sem er 1,1%. Patriciu og fjölskyldu hennar þótti refsingin hörð og óréttmæt á sínum tíma en hún var látin sitja 14 daga í fangelsi. Patricia segir nú að dómurinn hafi breytt við- horfum fjölskyldu sinnar til skól- ans: „Ég gerði mér grein fyrir því að ég hafði aldrei tekið ábyrgð á sjálfri mér né börnunum. Það var tími til kominn að ég gerði það.“ Dómurinn virðist einnig hafa hreyft við fleiri foreldrum sem hafa tekið sig á í uppeldinu og sjá frekar til þess að börn sín mæti í skólann. Sagan segir að þegar skólabörn geri sig líklega til að slá slöku við í mætingum höfði for- eldrar þeirra til samviskunnar með spurningunni „viltu að ég fari í fangelsi eins og hin konan?“. Stjórnvöld hafa sett mikla vinnu í að draga úr skrópi en ár- angur þeirrar vinnu skilar sér hægt. Talið er að um 50.000 krakk- ar skrópi í skólann á hverjum degi og ríkisstjórnin stefnir að því að vera búin að lækka þá tölu um 10% í maí árið 2004. Hluti af þessu starfi er sérstök flýtimeðferð í réttarkerfinu en foreldrar þrálátra skrópagemlinga fá 12 vikna frest til þess að koma málum í samt lag áður en þeir eru dregnir fyrir dómara þar sem þeir eiga yfir höfði sér 2.500 punda sekt eða þriggja mánaða fangelsi. ■ SKÓLADAGAR Það er vitaskuld svo gaman í íslenskum skólum að sú hugmynd að hneppa foreldra skrópagemlinga í fangelsi hefur ekki skotið upp kollinum á Íslandi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.