Fréttablaðið - 23.11.2003, Side 4

Fréttablaðið - 23.11.2003, Side 4
4 23. nóvember 2003 SUNNUDAGUR Ertu byrjaður/byrjuð að undirbúa jólin? Spurning dagsins í dag: Var rétt hjá stjórnendum Kaupþings Búnaðarbanka að afsala sér rétti til hlutabréfakaupa í bankanum? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 64% 36% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Flugskeyti skotið á flutningavél í Bagdad: Fjórtán fórust í sjálfsmorðsárásum ÍRAK, AP Að minnsta kosti fjórtán manns fórust og tuttugu særðust þegar bílum hlöðnum sprengiefni var ekið á lögreglustöðvar í tveimur þorpum í útjaðri Bagdad í gær. Flugskeyti var skotið á flutningavél belgísku póstþjónustunnar DHL skömmu eftir flugtak í Bagdad. Í þorpinu Khan Bani Saad fórust sex íraskir lögreglumenn og þrír óbreyttir borgarar auk ökumanns bifreiðarinnar. Á meðal fórnar- lambanna var fimm ára gömul stúl- ka. Að sögn talsmanns bandaríska hernámsliðsins reyndi lögreglu- maður að stöðva bílstjórann með því að skjóta á bifreiðina. Í þorpinu Baqouba létu þrír lögreglumenn líf- ið auk bílstjórans og á annan tug óbreyttra borgara særðist. Flutningavél á vegum DHL varð að nauðlenda á alþjóðlega flugvell- inum í Bagdad þegar eldur kviknaði í öðrum vængnum. Ónafngreindur heimildarmaður innan bandaríska hersins sagði að flugvélin hefði orð- ið fyrir flugskeyti íraskra uppreisn- armanna. Fáeinum klukkustundum eftir að tilkynnt var um atvikið ákvað Royal Jordanian, sem er eina almenna flugfélagið sem flýgur til Bagdad, að aflýsa öllu flugi til borgarinnar næstu þrjá daga. ■ BANKARNIR Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings Búnaðarbanka, segir að aðgerðir ýmissa ráðamanna séu áhyggju- efni og segir að þeir hafi „beinlín- is reynt að eyðileggja fyrir bank- anum“ og hluthöfum hans. „Okkur finnst það frekar slæmt mál,“ seg- ir Sigurður. Hann gengst við því að gerð hafi verið mistök í tengslum við samninga hans og Hreiðars Más Sigurðssonar forstjóra við stjórn félagsins. „Auðvitað finnst okkur þessi umræða algjörlega afleit og okkar hlutverk á næstu dögum og vikum verður auðvitað að vinda ofan af þeirri umræðu sem verið hefur. Við erum ekki að gera lítið úr því að það sé ljóst að þetta séu mistök sem við gerðum,“ segir Sigurður. Hann segir þó að ákvörðun stjórn- ar bankans hafi verið tekin með hagsmuni bankans að leiðarljósi. Að sögn Sigurðar fjölgaði við- skiptavinum bankans á föstudag- inn. Hann segir að forsvarsmenn félagsins sjái eftir þeim sem hættu í viðskiptum en að á þess- um tiltekna degi hefðu fleiri geng- ið í viðskipti við bankann heldur en úr þeim. Sigurður segir þetta sýna styrk Kaupþings Búnaðar- banka og undirstrika góða ímynd fyrirtækisins. Valgerður Sverrisdóttir við- skiptaráðherra telur að það sé markaðarins og viðskiptavina að svara því hvort tveir æðstu stjórnendur Kaupþings Búnaðar- banka njóti sama trausts og áður. „Það mikilvægasta sem fjár- málafyrirtæki þarf að hafa til staðar er traustið. Þess vegna er mikilvægt að misstíga sig ekki, þannig að trúverðugleikinn sé til staðar,“ segir hún. Spurð hvort hún sæi umrædda stjórnendur sitja áfram í stólum sínum eftir undangengna atburðarrás svarar hún: „Já, ég reikna ekki með því að þeir muni hætta. Þeir hafa dregið til baka ákvörðunina um að nota þennan rétt sinn. Ég býst við að þar við sitji fyrst um sinn. Svo verður að koma í ljós hvað þjóð- arsálin hefur að segja.“ Ráðherra segir mjög mikil- vægt að farið yrði vandlega yfir það með hvaða hætti ákvarðanir um launakjör æðstu stjórnenda fyrirtækja sem væru skráð á markaði væru teknar. Farið yrði vandlega yfir það í ráðuneytinu. Spurð álits á því orðfæri sem forsætisráðherra hefði notað und- anfarna daga, svo sem „þýfi,“ kveðst Valgerður ekki vilja tjá sig um það, né heldur hvort hún myndi hafa haft slík orð sjálf sem talsmaður þeirrar ríkisstjórnar sem hún situr í. Sigurður Einarsson vill ekki heldur tjá sig sérstaklega um þessi ummæli Davíðs Oddssonar. Reynt var að ná í Davíð Odds- son forsætisráðherra vegna máls- ins en hann svaraði ekki skilaboð- um. jss@frettabladid.is thkjart@frettabladid.is Ungir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins: Ríkið á ekki að reka fjölmiðil RÍKISÚTVARPIÐ „Innan Sjálfstæðis- flokksins hafa verið skiptar skoð- anir um framtíð RÚV eins og kunnugt er. Ég er í hópi þeirra sem hafa efasemdir um að ríkið eigi að keppa við einka- aðila á fjölmiðla- markaði,“ segir Birgir Ármanns- son, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins. Hann telur eðlilegra að ríkis- valdið skipi mál- um á fjölmiðla- markaði með al- mennum lögum um fjölmiðlastarf- semi heldur en með því að reka fyrirtæki á því sviði. Davíð Oddsson forsætisráð- herra hefur lýst þeirri skoðun sinni mjög af- dráttarlaust að hann telji ekki rétt að einkavæða R í k i s ú t v a r p i ð . Þessi orð lét hann falla þegar hann g a g n r ý n d i samþjöppun á fjölmiðlamarkaði. „Ef ég væri sammála þá væri ég ekki meðflutn- ingsmaður að frumvarpi sem gerir ráð fyrir því að ríkið hætti rekstri fjölmiðla,“ segir Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður sjálfstæðismanna, þegar hann var spurður, hvort hann væri sammála formanni flokksins um að halda rekstri Rík- isútvarpsins óbreyttum. ■ Allt um Hringadróttinssögu: Ævintýrið, Sauron, Gandalfur, álfarnir, Hringurinn, Fróði, Gollrir, Mordor, - hið illa og hið góða Á meðan þú bíður ... Búðu þig undir lokaátökin ... Formaður efnahags- og viðskiptanefndar um launakjör stjórnenda fyrirtækja: Vill upplýsingar á Netið BANKAMÁL Pétur Blöndal, for- maður efnahags- og viðskipta- nefndar, telur að Kauphöllin eigi að setja skýrar reglur um það að upplýsingar um launakjör stjór- na og stjórnenda fyrirtækja liggi kristaltærar fyrir. „Upplýsingar um lífeyrisrétt- indi og kaupréttindi og önnur launakjör finnst mér að eigi að vera á Netinu,“ segir Pétur. „Slíkar upplýsingar eiga að raunar að liggja víðar fyrir til dæmis varðandi laun stjórnar og stjórnenda lífeyrissjóða, sparisjóða og annarra sjálfs- eignastofnana, sem og hjá emb- ættismönnum ríkisins.“ Hann segir það hafa verið mistök hjá hlutahafafundi Kaupþings Búnaðarbanka að veita stjórninni opna heimild til að semja við stjórnarformann og stjórnendur. „Hluthafafundur á að ákvarða laun stjórnar og það á þá að liggja nákvæmlega fyrir um hvað er að ræða. Ekki bara óútfylltur tékki.“ ■ KAUPHÖLL ÍSLANDS Pétur telur að Kauphöllin eigi að setja reglur um það að upplýsingar um launakjör stjórna og stjórnenda fyrirtækja liggi kristaltærar fyrir. BÍLASPRENGJA Bandarískir hermenn kanna aðstæður fyrir utan lögreglustöðina í Baqouba. BIRGIR ÁRMANNSSON Birgir telur eðli- legra að ríkisvald- ið skipi málum á fjölmiðlamarkaði með almennum lögum. SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON Sigurður Kári er meðflutnings- maður að frum- varpi sem að gerir ráð fyrir því að ríkið hætti rekstri fjölmiðla. VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR „Það mikilvægasta sem fjármálafyrirtæki þarf að hafa til staðar er traustið.“ SIGURÐUR EINARSSON Stjórnarformaður Kaupþings Búnaðarbanka gengst við því að gerð hafi verið mistök í tengslum við samninga hans og Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra, við stjórn félagsins. Reynt að eyðileggja fyrir bankanum Stjórnarformaður Kaupþings Búnaðarbanka viðurkennir mistök. Hann segir viðskiptavinum hafi fjölgað á föstudaginn. Viðskiptaráðherra skoðar reglur um starfskjör æðstu stjórnenda fyrirtækja. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.