Fréttablaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 46
Morgunstund 46 23. nóvember 2003 SUNNUDAGUR Sjónvarpsmaðurinn Jón Ársæller nýkominn úr eftirminnilegri för til London „Ég var með Jóni Ólafssyni síðustu dagana sem hann var búsettur hér heima og flaug svo með honum í einkaþotu, sem Jón Ásgeir keypti undir hann, til Lundúna. Þar dvaldi ég með honum fram í vikuna og fylgdist með honum í leik og starfi,“ segir Jón Ársæll. Jóni Ólafssyni var í þeirri viku boðið á frumsýningu kvikmyndar- innar Master and Commander sem skartar Russell Crowe í aðal- hlutverki. „Twentieth Century Fox kvikmyndaverið bauð Jóni og Helgu konu hans á frumsýning- una en Karl Bretaprins sat í röð- inni fyrir framan okkur. Þegar ég var að ræða við Jón á rauða dregl- inum fyrir framan Odeon kvik- myndahúsið þá slóst Russell Crowe í hópinn og við tókum stutt viðtal við hann,“ segir Jón Ársæll sáttur við ferðina. „Það var einkar gaman að fá tækifæri að fylgja Jóni í þeim darraðardansi þegar hann seldi á einu bretti allar eigur sínar hér á landi og flutti til Lundúna. Þar býr hann ásamt þremur börnum sín- um í húsi sem hann keypti af söngkonunni Chrissie Hynde í Pretenders. Hún er ein af þekkt- ustu rokksöngkonum Breta og mikil gyðja. Þetta er mjög fallegt hús í Hamsted-hverfinu en þar reka hjónin Helga og Jón nokkur fyrirtæki,“ segir Jón Ársæll að vonum ánægður með efni þáttar- ins í kvöld. „Það eykur enn á spennuna að skattarannsókn Jóns er lokið og hann bíður nú milli vonar og ótta eftir því að sjá hvað gerist næst.“ ■ Sjónvarp JÓN ÁRSÆLL ÞÓRÐARSON ■ Jón Ólafsson er aðalviðmælandi Jóns Ársæls í kvöld en í þættinum er fylgst með þeim darraðardans þegar Jón selur allar eigur sínar á Íslandi og flyst til Lundúna. „Yfirleitt er ég bara upp í rúmi eins lengi og mig langar til á sunnudagsmorgnum,“ segir Hera Hjartardóttir söngkona. „Sér- staklega þegar ég hef ekkert að gera. Ef ég þarf að gera eitthvað þá dríf ég mig upp úr. Annars horfi ég bara á vídeó eða fæ mér morgunmat í rúminu.“ Rabbaði við Russell Crowe Þingstörf og sauma- klúbbur Ég byrjaði á að sitja málræktar-þing af tilefni íslenskrar tungu en hlustaði síðan á Vox Femen sem voru með yndislega útgáfutónleika. Eftir þá skellti ég mér á sýningu í Perlunni um ís- lenska hönnun,“ segir Dagný Jónsdóttir alþingismaður sem biðu annasamir dagar á þingi. „Daginn eftir flaug ég reyndar austur á Hérað þar sem við þing- menn vorum með fund. Þegar heim kom beið mín þingflokks- fundur sem var fram á kvöld en þá átti ég eftir að fara fund í Listaháskólanum.“ Á þriðjudag voru venjubundin þingstörf og á miðvikudegi gat Dagný loks slakað á eftir langan vinnudag með vinkonum úr ís- lenskunni. „Það var ógurlega gaman að hitta stelpurnar og við ræddum allt nema um pólitík. Reyndar erum við svo nördalegar að við ræðum stundum um mál- far,“ segir Dagný. Í vikunni lét Dagný loks verða að því að skella sér í leikfimi eftir mánaðar hvíld. Dagný á einnig heimili á Eskifirði og á föstudags- kvöldið flaug hún þangað til að slaka á um helgina. „Þar get ég verið ein með sjálfri mér í ró og næði. Lesið, gengið og hitt fólk; allt eftir því hvernig liggur á mér hverju sinni.“ ■ Jólalög? Gunnar Bogason Það er búið að eyðileggja jólin meðþví að setja skrautið og jólalögin strax í gang. Látum vera að jólavörurnar séu komnar í búðir. Það er allt í lagi en ég vil ekki heyra jólalög- in fyrr en viku fyrir Þorláksmessu. Þá verður hátíðin skemmtilegri og gefur meiri fyllingu í það sem hún á að þjóna.“ Theodór Kristjánsson þjónn á Kaffi París og Valdimar Jóhannsson sjómaður Það ætti í fyrsta lagi að byrja að spilajólalögin 1. desember. Það eyði- leggur alveg sjarmann á lögunum að spila þau svona lengi. Maður fær bara leið á jólalögunum.“ Þórdís Björnsdóttir nemi í bók- menntafræði Mér finnst frekar leið-inlegt að það sé byrjað að spila lögin. Maður vill fá að komast í jólaskapið þegar mað- ur er búinn í prófunum. Reyndar er ég til í að hlusta á jólalög með Hauki Morthens frá 1. desember. DAGNÝ JÓNSDÓTTIR Dagarnir eru annasamir hjá Dagnýju Jóns- dóttur þingmanni Framsóknarflokksins í Norð-Austurkjördæmi. Sunnudagssteik á mánudagskvöldi Nú nálgast jólin óðfluga og jóla-drottningin sjálf, Helga Möll- er, á því án efa eftir að hljóma oft í eyrum landsmanna. Helga býr ásamt sambýlismanni sínum Sig- urði Hafsteinssyni á Rauðalækn- um og eru sunnudagskvöldin þar afar mismunandi. „Það eru reyndar aldrei neinar fastar hefðir þannig á mínu heim- ili. Sunnudagssteikin er stundum bara á mánudags- eða þriðjudags- kvöldi,“ útskýrir Helga. „En þeg- ar hún er þá finnst okkur voðalega gaman af fá til okkar fólk til þess að borða með okkur. Hvort sem það eru vinir eða krakkarnir sem eru farnir að heiman. Þá er oftast borðað þetta hefðbundna, lamba- læri, svínasteik eða lambafilet.“ Þetta er mjög ólíkt því sem tíðkaðist þegar Helga var að al- ast upp. „Þá var sunnudagssteik á hverjum einasta sunnudegi í hádeginu. Þá var annaðhvort hryggur eða læri og spariborðið var dekkað upp. Það var ofsa- lega skemmtileg stemning. Mér þykir voðalega vænt um þessa hefð og ég myndi gjarnan vilja hafa hana sjálf. Ég held að mál- ið sé að mamma mín var heima- vinnandi húsmóðir en ég er það ekki. Ég vinn mjög óreglulega. Er flugfreyja á sumrin og þá er ég stundum ekki einu sinni heima á sunnudagskvöldum. Þess vegna eru sunnudags- kvöldin bara færð yfir mánudag eða þriðjudag.“ Þegar kemur að því að elda sunnudagssteikina er það yfir- leitt Sigurður sem sér um það, hann fær bestu meðmæli frá Helgu sem kokkur. „Hann eldar nú yfirleitt fínni matinn. Hann er mjög góður kokkur. Hann rekur mig meira að segja stundum út úr eldhúsinu og biður mig um að skipta mér ekki af. Ég fæ þá kannski að sjá um salatið, ég má það,“ segir hún og hlær dátt að lokum. ■ HELGA MÖLLER Í ELDHÚSINU Segir sambýlismann sinn betri en hún í eldhúsinu. Sunnudagssteikin HELGA MÖLLER ■ söngkona, vinnur á það óreglulegum vinnutímum að stundum gefst ekki tími fyrir sunnudagssteikina fyrr en á mánu- eða þriðjudagskvöldum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M GENGU RAUÐA DREGILINN Í fyrstu vikunni í London var Jóni boðið á frumsýningu kvikmyndarinnar Master and Commander. Jón Ársæll notaði tækifærið og spjallaði við leikarann Russell Crowe. ■ Á götunni Lítilla engla minnst Litlir englar er heitið á samtökumfyrir þá sem hafa misst börn í móðurkviði, við fæðingu eða fljót- lega eftir fæðingu,“ segir Hildur Jakobína Gísladóttir, stofnandi sam- takanna. „Í vikunni undirbý ég minningarathöfn sem samtökin halda í Fossvogskirkju á fimmtu- daginn til að minnast lítilla engla,“ segir Hildur. „Við ætlum að eiga notalega stund í bænarhúsinu. Þetta er í ann- að sinn sem minningarathöfn af þessu tagi er haldin og í fyrra kom Bubbi og söng lagið Kveðja.“ Samtökin voru stofnuð árið 2001: „Það bætist alltaf jafnt og þétt í hópinn og nú erum um 70 manns skráðir í samtökin. Ákveðinn hópur hittist reglulega í vetur og þar deildum við sam- eiginlegri reynslu og ræddum um sorgarferlið.“ Hildur telur að brýn þörf hafi verið á samtökum sem þessum: „Fólk er farið að tjá sig meir um tilfinningaleg málefni en það er nýtilkomið að fólk ræði um þessi mál. Það hefur komið í ljós að þær konur sem urðu fyrir þess- ari reynslu fyrir 20-30 árum og báru sorg sína í hljóði eiga margar enn eftir að vinna úr sorginni.“ Að lokinni minningarstund í bænarhúsinu, sem hefst klukkan 16, verður gengið upp að minn- ingarvarða sem reistur hefur verið hjá Fossvogskirkju um litla engla og kveikt á kertum. ■ HILDUR JAKOBÍNA GÍSLADÓTTIR Formaður samtakanna Lítilla engla skipu- leggur í næstu viku minningarathöfn sem verður haldin í Fossvogskirkju á fimmtu- daginn. Vikan sem verður HILDUR J. GÍSLADÓTTIR ■ Er stofnandi samtakanna Litlir englar en það eru samtök fyrir fólk og aðstand- endur þeirra sem hafa misst börn á meðan þau voru í móðurkviði, við eða fljótlega eftir fæðingu FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Phil Spector Esso Mystic River

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.