Fréttablaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 14
14 23. nóvember 2003 SUNNUDAGUR ■ Afmæli Hinn heimsfrægi „Billy the Kid“eða Billi barnungi eins og hann var kallaður fæddist þennan dag árið 1859. Billi ólst upp í fátækrahverfi í New York og drap 27 manns í villta vestrinu. Árið 1876 réð Billi sig í vinnu á búgarð og drap sinn fyrsta mann. Billi starfaði um tíma sem lífvörður fyrir John Tunstall og blandaðist inn í Lincoln-sýslustríðið svokallaða eftir víg hans. Billi stjórnaði gengi harð- skeyttra glæpamanna sem fengnir voru til að handtaka morðingja Tun- stall. Engar handtökur voru fram- kvæmdar en gengi Billa skaut tvo af morðingjunum til bana. Þeir myrtu einnig lögregluforingjann Bill Brady sem hafði farið með rann- sókn á morði Tunstall. Fyrir vikið voru Billi og gengi hans eftirlýst. Árið 1878 umkringdu hermenn hús- ið sem gengið hélt sig til í en eftir fimm daga umsátur komust Billi og félagar burt úr húsinu. Eftir tvö ár á flótta var Billi handtekinn af lögregluforingjanum Pat Garrett. Billi var dæmdur til hengingar en í fangelsinu komst hann yfir skambyssu og drap tvo lögreglumenn. Flótti Billa hófst á ný. Garrett komst á slóð hans og kom Billa að óvörum kvöld eitt í júli 1881. Garrett skaut glæpamanninn til bana. Billi var þá 21 árs. ■ Hlín Agnarsdóttir er fimmtug ídag, en tekur daginn rólega því hún hélt upp á afmælið með stæl í gær. Þá hóaði hún vinum og vandamönnum í veislu og fór með útvalinn hóp á hverfiskrána sína, sem er Þrír Frakkar. Aldurinn leggst vel í Hlín sem fagnar því að eldast og þroskast. „Þetta verður bara betra og betra. Nú er maður loksins orðinn full- orðinn,“ segir hún með áherslu. „Það er svo gaman að geta tekist á við hlutina af einhverri alvöru.“ Hún hefur alltaf haft gaman af að halda upp á afmælin sín, en þó ekki gert það í áratug. „Mér finnst rosalega gaman að veita fólki. Þegar ég var sex ára fékk ég t.d. 50-kall í afmælisgjöf frá einhverjum, sem voru miklir peningar árið 1959. Ég tók alla krakkana í boðinu á Þórsbar á Baldursgötunni og bauð upp á kókósbollur. Þegar ég ætlaði að fara að borga leist afgreiðslufólk- inu ekki á blikuna og hringdu í for- eldra mína sem komu og sóttu okk- ur. Ég var ægilega sár að fá ekki að spandera þessum fimmtíu krónum í kókósbollur handa liðinu.“ ■ Afmæli HLÍN AGNARSDÓTTIR ■ er 50 ára í dag. Hún tók forskot á sæl- una í gær og hélt vinum sínum veglega veislu. Vildi splæsa kókósbollum á línuna TÓNLIST Íslenskar djassplötur ná fæstar þeim árangri að selja yfir 1000 eintök. Það hlýtur því að telj- ast til tíðinda að djasstríóið Guitar Islancio fékk afhenda gullplötu á fimmtudag fyrir fyrstu breið- skífu sína, sem hét nafni sveitar- innar, og kom út árið 1999. Gling- Gló plata Bjarkar Guðmundsdótt- ur og Tríós Guðmundar Ingólfs- sonar var fram að því líklega eina íslenska djassplatan sem hafði náð þeim árangri. Björn Thoroddsen, Gunnar Þórðarson og Jón Rafnsson bassa- leikari eru líklegast mjög stoltir af barninu sínu, sem er nýorðið fimm ára og reynist svo eftir allt saman hafa verið hálfgert slysa- barn. „Við reiknuðum raunverulega ekkert með því að þetta yrði lang- líf sveit,“ segir Björn Thorodd- sen. „Þetta átti fyrst bara að vera svona smá gítarklúbbur hjá okkur Gunna. Það var eiginlega ég sem átti hugmyndina að þessu. Ég gekk alltaf með það í maganum að stofna gítarhljómsveit sem léki órafmagnað. Þá kallaði ég í Gunna og svo vildum við hafa bassa með og þá var Jón nýfluttur í bæinn frá Akureyri, svo við buðum hon- um með þar sem við könnuðumst við hann. Við Gunni höfðum áður spilað saman. Ég var t.d. í hljóm- sveitinni hans í gamla daga þegar hann var með sýningarnar upp á Broadway. Síðar lékum við heil- mikið saman í Ríó Tríó.“ Æfingar voru haldnar á morgn- ana á heimili Björns, sem bjó þá í Bessastaðahrepp, og fyrst var stefnan sett á að spila gítartónlist 20. aldarinnar. Fljótlega færðust félagarnir yfir í þjóðlögin, leikin að hætti Django Reinhard, og ákveðið var að kýla á plötu. Mót- tökurnar væru frábærar og sveit- in hefur verið eftirsótt síðan. Hún hefur einnig gefið út tvær aðrar plötur af svipuðum toga. „Gunni kann ótrúlega mikið af lögum,“ segir Björn um vin sinn. „Hann er mjög flinkur hljóma- maður og það liggur mjög vel fyr- ir honum að búa til hljómaganga. Í alla staði er hann mjög slyngur gítarleikari, ég kann ekkert út á hann að setja.“ Næsta stórverkefni Guitar Islancio eru jólatónleikar sem haldnir verða í Bústaðakirkju dagana 20. og 21. desember. Þar verða leikin jólalög og ætlar Kristján Jóhannsson að syngja auk kórs Bústaðakirkju. ■ Tímamót GUITAR ISLANCIO ■ Djasstríóið þjóðlega Guitar Islancio fékk á fimmtudag afhenda gullplötu. Þeir félagar hafa svo betri ástæðu til þess að fagna því sveitin fagnar fimm ára starfsafmæli sínu þessar mundir BORIS KARLOFF Hryllingsmyndaleikstjórinn er fæddur þennan dag 1887. 23. nóvember ■ Þetta gerðist 1889 Fyrsti glymskrattinn spreytir sig í San Francisco í Palais Royal saln- um. 1890 Vilhelmína prinsessa verður drottning Hollands tíu ára gömul. Hún tók við krúnunni af Vilhjálmi III föður sínum. 1971 Alþýðulýðveldið Kína fær sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. 1980 Um 4.800 manns létust á suður- hluta Ítalíu í hörðum jarðskjálft- um. 1988 Wayne Gretzky skorar sitt 600. mark í NHL-deildinni í íshokkí. 1990 MTV bannar myndbandið við lag- ið „Justify My Love“ með Madonnu. BILLI BARNUNGI EÐA BILLY THE KID ■ fæddist þennan dag. Hann var einn versti byssubófi villta vestursins. 23. nóvember 1859 ÓDÝRT Stálhillur í fyrirtæki og heimili Stálhillur Stærð: D: 40 cm B: 100 cm H: 200 cm 5 hillur kr. 8.765,- Næsta bil kr. 6.125,- HÖFÐABAKKI 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335 en gott Við bjóðum 14 34 / T A K TÍ K n r. 4 0 A BILLY THE KID Drap 27 manns á þeim stutta tíma sem hann lifði. Afmælisdagur Billa barnunga Svanhildur Jakobsdóttir söngkona, 63 ára. Ása Finnsdóttir, fyrrverandi sjónvarps- þula, 59 ára. Sr. Örn Bárður Jónsson, 54 ára. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, 58 ára. Gull í fimm ára afmælisgjöf GUITAR ISLANCIO Plötur Guitar Islancio seljast endalaust vel. Þær hafa nefnilega ekki bara verið eftirlæti heimamanna heldur einnig ferðamanna sem vilja eiga íslensk þjóðlög í góðum djössuðum búning. HLÍN AGNARSDÓTTIR Er farin að læra á píanó og ætlaði að halda konsert fyrir afmælisgestina. Foreldrar Stöndum saman Styðjum börnin okkar í að afþakka áfengi og önnur vímuefni M YN D /H AL LG RÍ M U R IN D R IÐ AS O N FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI 13.30 Þorbjörn Árnason, Kársnesbraut 111, Kópavogi, verður jarðsung- inn frá Dómkirkjunni í Reykjavík. 13.30 Minningarathöfn um Kjartan Halldór Rafnsson í Bústaðakirkju. 14.00 Steingrímur Björnsson, frá Ytri Tungu á Tjörnesi, Litla Hvammi 8b, Húsavík, verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju. 15.00 Anna S. Björnsdóttir Yrsufell 13, verður jarðsungin frá Fossvog- skapellu. ■ Jarðarfarir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.