Fréttablaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 10
10 23. nóvember 2003 SUNNUDAGUR
Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli sendi uppsagnarbréf:
Sagði upp 102 mönnum
VARNARLIÐIÐ Flotastöð varnarliðs-
ins á Keflavíkurflugvelli hefur
komist að þeirri niðurstöðu að
segja þurfi upp 102 íslenskum
starfsmönnum stöðvarinnar frá
og með næstu mánaðamótum.
Flestir hafa þriggja mánaða upp-
sagnarfrest og eru starfsmenn
undanþegnir vinnuskyldu síðasta
mánuðinn. Að höfðu samráði við
stéttarfélögin hyggst flotastöð
varnarliðsins veita þeim sem sagt
verður upp störfum aðstoð við að-
lögun og atvinnuleit. Þrír sam-
ráðsfundir voru haldnir með stétt-
arfélögum starfsmanna sem í hlut
eiga.
Í tilkynningu varnarliðsins
segir að uppsagnir starfsmanna
séu óhjákvæmilegar til þess að
flotastöð varnarliðsins geti sinnt
grundvallarskyldum sínum vegna
reksturs Keflavíkurflugvallar og
vegna öryggis landsins. Tekið er
fram að launagreiðslur nemi 74%
af rekstrarfé stöðvarinnar.
Þá segir að niðurskurður í rek-
stri flotastöðvarinnar snerti
hvorki varnarsamning Íslands og
Bandaríkjanna né umræður um
framtíð varnarliðsins eða endur-
skoðun á viðbúnaði Bandaríkja-
hers á heimsvísu sem nú er til at-
hugunar. Eingöngu sé um að ræða
viðbrögð við lækkun fjárframlaga
til reksturs stöðvarinnar, sem
kynnt hafi verið íslenskum stjórn-
völdum, stéttarfélögum og trún-
aðarmönnum starfsmanna. ■
Þrjú fíkniefnamál
bárust skólaráðgjafa
Mál 180 einstaklinga bárust inn á borð ráðgjafa um samstarf foreldra og
skóla í Reykjavík á síðasta ári. Það eru helmingi fleiri tilfelli en árið
áður. Fjöldi tilvika hefur verið misjafn milli ára.
SKÓLAMÁL Alls bárust 180 einstak-
lingsmál til ráðgjafa um samstarf
foreldra og skóla í Reykjavík á
síðasta ári eða tæplega 60 fleiri en
árið 2001. Þrjú málanna voru
vegna ávana- og fíkniefnaneyslu
er varðaði skólabörn.
Þessar upplýs-
ingar koma fram í
á r s s k ý r s l u
fræðslumála í
Reykjavík fyrir
árið 2002. Þar kem-
ur fram að fjöldi
mála sem borist
hafa til ráðgjafa um samstarf for-
eldra og skóla hefur verið nokkuð
misjafn á árabilinu 1997–2002.,
frá 103 málum á fyrstnefnda ár-
inu til 180 mála í fyrra.
Langflest málanna, eða 49, bár-
ust frá foreldrum vegna óánægju
með skóla. Skólayfirvöld sendu
ráðgjafanum 27 mál sem tengdust
fjarvistum eða lélegri skólasókn
nemenda. Alls voru 21 mál vegna
agavandamála og bárust þau öll
frá skólayfirvöldum.
Tuttugu mál bárust til ráð-
gjafans vegna eineltis og voru
nítján þeirra frá foreldrum.
Hlutverk ráðgjafa um sam-
starf foreldra og skóla felst eink-
um í að leysa málefni einstakra
barna, sem til hans er vísað bæði
frá foreldrum og skólum, sem
ekki hefur tekist að leiða til lykta
á vettvangi skólans. Meirihluti
málanna varðaði unglinga. Auk
þessa leitar fjöldi foreldra til ráð-
gjafans með fyrirspurnir sem
varða nemendur og kennslu al-
mennt.
Fjöldi tilvísana til sálfræði-
deildar var 554 á tímabilinu
2001–2002 og var það nokkru
minna heldur en árið áður. Áber-
andi var hversu miklu fleiri
drengjum en stúlkum var vísað
þangað. Þetta á við á öllu aldurs-
bilinu frá 6–15 ára. Hlutfall
drengja var 68 prósent á móti 32
prósentum af stúlkna. Algeng-
ustu ástæður tilvísana til sál-
fræðings voru vegna náms, eða
um tuttugu prósent af heildar-
fjöldanum. Um nítján prósent-
um var vísað til deildarinnar
vegna hegðunarvandamála.
jss@frettabladid.is
Krónprins Spánar:
Konunglegt
brúðkaup
MADRÍD Felipe krónprins Spánar ætl-
ar að ganga að eiga unnustu sína Let-
izia Ortiz 22. maí á næsta ári. At-
höfnin fer fram á hádegi í Almu-
dena-dómkirkjunni í Madríd.
Felipe og Ortiz tilkynntu um trú-
lofun sína 1. nóvember sl. en þau
urðu að velja sér brúðkaupsdag með
tilliti til dagskrár fyrirmanna, spæn-
skra og erlendra. Ortiz er 31 árs
gömul og á eitt hjónaband að baki.
Hún hefur starfað sem fréttakona
hjá spænsku sjónvarpsstöðinni TVE.
Skoðanakannanir benda til þess að
spænsku þjóðinni lítist vel á Ortiz
sem verður fyrsta drottning Spánar
sem ekki er af aðalsættum. ■
FAGNAÐARFUNDIR
Bróðir Barrys Laughman og mágkona hans
tóku á móti honum þegar honum var
sleppt lausum úr Adams County fangels-
inu í Gettysburg.
Ný sönnunargögn:
Laus eftir
sextán ár
PENNSILVANÍA, AP Bandarískur karl-
maður sem hafði setið í fangelsi í
sextán ár fyrir nauðgun og morð
var látinn laus gegn tryggingu
þegar í ljós kom að lífsýni sem
fundust á vettvangi voru ekki úr
honum.
„Sannleikurinn er að koma upp
á yfirborðið. Nú verð ég að fara að
lifa lífinu,“ sagði Barry Laug-
hman þegar hann gekk út úr fang-
elsinu í Gettysburg. Laughman
var dæmdur í lífstíðarfangelsi
fyrir að nauðga 85 ára gamalli ná-
grannakonu sinni og drepa hana.
Lögreglan fullyrti að hann hefði
játað glæpinn en fyrir rétti neit-
aði hann sök. Ný DNA-rannsókn
sýndi að sæði sem fannst hjá lík-
inu var ekki úr Laughman og hafa
verjendur hans nú krafist nýrra
réttarhalda. ■
Formaður Vélastjórafélagsins og Samgönguráðherra:
Elda enn grátt silfur saman
VÉLSTJÓRAR Formaður Vélstjóra-
félags Íslands gagnrýnir Sturlu
Böðvarsson samgönguráðherra
harðlega í pistli á heimasíðu Vél-
stjórafélagsins. Þeir hafa lengi
tekist á og skotið föstum skotum
opinberlega hvor á annan.
Nú veldur frumvarp til laga
um atvinnuréttindi vélstjóra og
vélfræðinga krytum þeirra í milli.
„Þegar frumvarpið barst mér í
hendur þá hélt ég að búið væri að
lagfæra þau atriði sem mestar
deilurnar hafa staðið um. Svo var
ekki. Enn er frumvarpið nánast
óbreytt þrátt fyrir yfirlestur í
Siglingastofnum Íslands, að
ónefndum öllum þeim fjölmörgu
sérfræðingum á þessu sviði sem
starfa hjá hinu rómaða samgöngu-
ráðuneyti. Það verður að segjast
eins og er að maður spyr sig
stundum þegar átt er í samskipt-
um við þetta einstaka ráðuneyti.
Til hvers er maður yfir höfuð að
leggja mikla vinnu í greinargerðir
til stuðnings okkar málstað þar
sem ekkert bendir til að á efni
þeirra sé litið, hvað þá að eitthvað
sé með það gert. Lái mér hver
sem vill þótt ég sé orðinn afar
þreyttur á framkomu ráðherrans
sem þar ríkir nú um stundir,“ seg-
ir Helgi Laxdal í dagbók sinni. ■
VARNARLIÐIÐ
Yfir eitt hundrað íslenskum starfsmönnum
hefur verið sagt upp.
■
Langflest mál-
anna, eða 49,
bárust frá for-
eldrum vegna
óánægju með
skóla.
KALT STRÍÐ
Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélagsins, skýtur enn og aftur föstum skotum á Sturlu
Böðvarsson samgönguráðherra. Skrif þeirra á Netinu að undanförnu bera vitni um ískalt
stríð milli þeirra.
CESAERA PREVITI
Bandamaður Berlusconis var fundinn sek-
ur um spillingu en sýknaður af ákærum
um að hafa mútað dómurum.
Bandamaður Berlusconis:
Dæmdur fyr-
ir spillingu
ÍTALÍA, AP Dómstólar í Mílanó á
Ítalíu hafa dæmt náinn samstarfs-
mann forsætisráðherrans, Silvio
Berlusconi, í fimm ára fangelsi
fyrir spillingu.
Þingmaðurinn Cesare Previti,
sem var varnarmálaráðherra í
ríkisstjórn Berlusconis árið 1994,
var sýknaður af ákærum um að
hafa mútað dómurum til að koma
í veg fyrir að matvælafyrirtæki í
eigu ríkisins yrði selt keppinauti
forsætisráðherrans. Berlusconi
hafði einnig verið dreginn fyrir
rétt en máli hans var vísað frá í
sumar þegar ítalska þingið sam-
þykkti lög um friðhelgi æðstu
leiðtoga landsins.
Previti var í vor dæmdur í
ellefu ára fangelsi fyrir aðild sína
að öðru mútumáli. ■
1997 1998 1999 2000 2001 2002
103 103
132 130
122
180
SKRÁÐ MÁL HJÁ RÁÐGJAFA
Um samstarf foreldra og skóla 1997-2002.
15 ára 14 ára 13 ára 12 ára 11 ára 10 ára 9 ára 8 ára 7 ára 6 ára
Drengir
Stúlkur
20
12
30
24
33
15
36
18
35
17
55
24
48
19
45
21
40
21
33
8
TILVÍSANIR TIL SÁLFRÆÐIDEILDAR FRÆÐSLUMIÐSTÖÐVAR REYKJAVÍKUR
Skólaárið 2001-2002, kyn og aldur eftir fæðingarári.
HÆSTI RISNUKOSTNAÐUR 2002
Utanríkisráðuneyti * 23.520.054
Utanríkisr. ýmis verkefni 21.110.212
Alþingi 20.825.684
Forsætisráðuneyti * 15.025.287
Háskóli Íslands 10.686.442
* Aðalskrifstofa
Heimild: Fjármálaráðuneytið
Svonaerum við