Fréttablaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 6
6 23. nóvember 2003 SUNNUDAGURVeistusvarið? 1Hvað heitir frægi upptökustjórinn semhefur verið kærður fyrir morð? 2Hvaða bensínfyrirtæki dró í fyrradagtil baka verðhækkun á eldsneyti? 3Hvað heitir nýjasta kvikmynd leik-stjórans Clint Eastwood? Svörin eru á bls. 46 Formaður VR og forstjóri Kaupþings Búnaðarbanka: Hlýt að hugleiða orð forsætisráðherra VIÐSKIPTI Gunnar Páll Pálsson, for- maður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, segist vera feginn að stjórnarformaður og forstjóri Kaupþings Búnaðarbanka hafi fallið frá kauprétti á hlutum í fé- laginu. Hann greiddi ekki atkvæði með þeim samningi sem gerður var við stjórnendur þegar tillaga launanefndar var lögð fyrir stjórn Kaupþings Búnaðarbanka. Davíð Oddsson forsætisráðherra lét þess getið í hádegisfréttum Rík- isútvarpsins í gær að í ljósi þess að viðræður um kjarasamninga séu að hefjast gæti hann ekki séð að for- maður VR gæti setið í stjórn Kaup- þings Búnaðarbanka. „Ég hlýt að hugleiða orð forsæt- isráðherra hvað það varðar,“ segir Gunnar. Varðandi þau ummæli for- sætisráðherra að nýleg viðskipti bankans í tengslum við sölu á hluta- fé í Norðuljósum segir Gunnar Páll: „Hann verður að skýra betur hvað hann á við með því. Þetta eru klár- lega stór orð og ég fæ ekki séð að það sé hlutverk almennings að kveða upp úr með það hverjir séu þjófar og hverjir ekki.“ ■ GEORGÍA Eduard Shevardnadze, forseti Georgíu, lýsti yfir neyðar- ástandi í landinu eftir að stjórnar- andstæðingar náðu löggjafarþing- inu á sitt vald. Forsetinn lagði á flótta en neitaði að beygja sig und- ir vilja tugþúsunda mótmælenda sem kröfðust þess að hann segði af sér. Nino Burdzhanadze, fyrr- um forseti þingsins, hefur verið skipuð forseti uppreisnarmanna fram að kosningum. Shevardnadze var að kalla saman nýkjörið þing í fyrsta sinn þegar þúsundir stjórnarandstæð- inga brutu sér leið inn í þinghúsið í höfuðborginni Tbilisi með Mik- hail Saakashvili í broddi fylking- ar. Borðum og stólum var hrundið um koll og forsetinn rekinn út. Til handalögmála kom þegar þing- mönnum var skipað að yfirgefa húsið. Shevardnadze ók á brott frá þinghúsinu í fylgd vopnaðra varða. Þegar stjórnarandstæðing- ar höfðu náð þinghúsinu á sitt vald fóru þeir inn í stjórnarbygg- ingu þar sem forsetaskrifstofan er og brenndu stól Shevardna- dzes. Hermenn og lögregla drógu sig í hlé og reyndu ekki að hindra för uppreisnarmanna. Að sögn rússneskra fjölmiðla leitaði Shevardnadze skjóls í stjórnarbyggingu í útjaðri Tbilisi. Skömmu síðar kom hann fram í sjónvarpi og sakaði stjórnarand- stæðinga um valdarán. „Ég lýsi hér með yfir neyðarástandi. Ég mun ekki segja af mér,“ sagði Shevardnadze og ítrekaði að hann ætlaði sitja í embætti forseta út kjörtímabilið. Á sjónvarpsstöðinni CNN var það haft eftir Saakashvili að ef Shevardnadze boðaði til kosn- inga þyrfti hann ekki að víkja. Þingkosningar fóru fram í Georgíu í byrjun nóvember og hefur ríkt mikill órói í landinu síð- an. Stuðningsmenn Shevardna- dzes unnu nauman sigur en stjórnarandstæðingar og erlendir eftirlitsmenn hafa sakað yfirvöld um kosningasvindl. Þúsundir mót- mælenda hafa gengið um götur Tbilisi og krafist afsagnar Shevardnadzes. Óvissa ríkir um seinni umferð þingkosninganna sem átti að verða í dag. Íslenska utanríkis- ráðuneytið hefur sent þrjá Íslend- inga til kosningaeftirlits á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. ■ M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 1 1 0 3 GUNNAR PÁLL PÁLSSON Segir forsætisráðherra þurfa að skýra orð sín betur. NEITAR AÐ VÍKJA Eduard Shevardnadze, forseti Georgíu, sak- ar stjórnarandstæðinga um valdarán og neitar að verða við kröfum þeirra um að hann segi af sér. STJÓRNARANDSTÆÐINGAR Mótmælendur á götum Tbilisi halda á fána Georgíu og veggspjaldi með mynd af Mikhail Saakashvili, leiðtoga stjórnarandstæðinga. MINNINGARATHÖFN Aðeins þriðjungur Bandaríkjamanna trúir því að Lee Harvey Oswald hafi verið einn að verki þegar hann skaut John F. Kennedy Bandaríkjaforseta til bana. Morðið á Kennedy: Oswald einn að verki NEW YORK Morðið á John F. Kenn- edy var ekki pólitískt samsæri heldur örvæntingafull tilraun hugsjúks manns til að fá athygli umheimsins, að sögn bróðir Lees Harvey Oswald. Í viðtali við sjónvarpsstöðina NBC sagði Robert Oswald að bróðir sinn hefði átt við þunglyndi að stríða og skort umhyggju. Hann hefði þráð að komast í sviðs- ljósið og fengið þá skyndihug- dettu að myrða Bandaríkjafor- seta. „Það var ekkert samsæri,“ sagði Robert. „Hann tók þessa ákvörðun einn með sjálfum sér.“ Nefnd sem rannsakaði morðið komst að þeirri niðurstöðu að Oswald hefði verið einn að verki þegar hann skaut forsetann til bana í Dallas í Texas árið 1963. ■ ■ Lögreglufréttir BÍLAINNBROT Brotist var inn í tvo bíla í Reykjavík í fyrrinótt og stolið þaðan geislaspilurum og fleiru lauslegu. Lögreglan í Reykjavík hvetur fólk til reyna að fyrirbyggja slík innbrot með því að hafa verðmæti ekki sýni- leg í bílunum. Uppreisn í Georgíu Stjórnarkreppa og ringulreið ríkir í Georgíu. Stjórnarandstæðingar hafa náð löggjafarþinginu á sitt vald en forsetinn Eduard Shevardnadze neitar að segja af sér.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.