Fréttablaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 11
11SUNNUDAGUR 23. nóvember 2003
FÉLAGSMÁL Stjórnsýslukæra stúd-
entaráðs Háskóla Íslands er í
vinnslu hjá fjármálaráðuneytinu.
Í kærunni er farið er fram á að
hnekkt verði þeirri ákvörðun rík-
isskattstjóra að úthluta frjálsum
félagasamtökum ekki kennitöl-
um.
Að sögn Maríönnu Jónasdóttur,
skrifstofustjóra á tekju- og laga-
skrifstofu ráðuneytisins, er verið
að skoða mál stúdentaráðs með
það fyrir augum að lausn á því
máli skapi ákveðinn farveg fyrir
önnur slík mál sem upp kunna að
koma.
Stúdentaráð sendi kæruna fyr-
ir hönd tveggja nemendafélaga
sem ekki höfðu fengið úthlutað
kennitölum hjá embætti ríkis-
skattstjóra en það embætti tók við
hlutverki Hagstofu Íslands í sum-
ar.
Ýmis frjáls félagasamtök hafa
lent í erfiðleikum vegna þröngrar
lögskýringar skattstjóra, en án
kennitölu geta félög t.d. ekki
stofnað bankareikninga.
Davíð Gunnarsson, formaður
SHÍ, er orðinn langeygur eftir
niðurstöðu í málinu.
Hann segist þó vera ánægður
ef málshöfðun Stúdentaráðs verð-
ur til þess að frjáls félagasamtök
fái loksins niðurstöðu í þetta
mál. ■
Kennitölur fyrir félög:
Málið í skoðun í ráðuneyti
Skýrsla UNIFEM:
Þriðju hverri
konu mis-
þyrmt
SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR, AP Þriðju
hverri konu í heiminum er mis-
þyrmt einhvern tíma á lífsleiðinni
og þjóðir heimsins hafa ekki stað-
ið sig nægilega vel í að standa
vörð um rétt kvenna, segir í nýrri
skýrslu UNIFEM, þróunarsjóðs
Sameinuðu þjóðanna fyrir konur.
Í skýrslunni kemur fram að of-
beldi í garð kvenna sé útbreidd-
asti glæpur í heimi og mikill mis-
brestur sé á því að misindismenn-
irnir séu látnir svara til saka.
Bent er á að fyrir aðeins tíu árum
gátu nauðgarar í Perú og Costa
Rica sloppið við málsókn ef þeir
buðust til að giftast fórnarlamb-
inu og í Afríkuríkjum er lögum
sem banna misþyrmingar á borð
við umskurð kvenna sjaldnast
framfylgt. ■
RJÚPNAVEIÐI
Ef veiðibanninu verður ekki aflétt og Hlað
neyðist til að hætta starfsemi telur Jónas
Þór það verða mikinn skaða bæði fyrir ís-
lenska skotveiðimenn og íslenskan iðnað.
Húsavík:
Skotfæra-
framleiðsla í
uppnámi
VERSLUN Viðskipti hjá fyrirtækinu
Hlaði á Húsavík hafa dregist sam-
an um 60-70% vegna rjúpnaveiði-
banns.
Fyrirtækið er það eina sinnar
tegundar á landinu sem sérhæfir
sig í framleiðslu á haglaskotum.
Jónas Þór Hallgrímsson hjá Hlaði
segir að framtíð fyrirtækisins sé í
mikilli óvissu ef þriggja ára
rjúpnaveiðibann stendur óhaggað.
„Við ætlum að reyna að þrauka
en ef banninu verður ekki aflétt á
næsta ári sé ég ekki annað en að
þessu sé sjálfhætt,“ segir hann.
Fyrirtækið var búið að fram-
leiða 150 þúsund haglaskot sér-
staklega ætluð fyrir rjúpnaveiðar
þegar bannið var skyndilega sett
á í sumar. Jónas Þór sér fram á að
sitja uppi með þær birgðir næstu
árin að óbreyttu.
Ef veiðibanninu verður ekki
aflétt og Hlað neyðist til að hætta
starfsemi telur Jónas Þór það
verða mikinn skaða bæði fyrir ís-
lenska skotveiðimenn og íslensk-
an iðnað.
„Við erum búnir að vera einir í
þessari framleiðslu hérlendis í
tæp tuttugu ár og ég sé ekki að
nokkur taki upp merkið ef við
neyðumst til að hætta,“ segir
Jónas Þór. ■
Landspítali Háskólasjúkrahús:
Niðurstöður rannsókna
notaðar til úrbóta
HEILBRIGÐISMÁL Starfshópur á veg-
um skrifstofu starfsmannamála
Landspítala Háskólasjúkrahúss
vinnur nú að því að taka saman
aðalatriði nokkurra skýrslna sem
gerðar hafa verið undanfarin
misseri um aðstöðu og viðhorf
starfsmanna sjúkrahússins. Er
þetta gert að beiðni Magnúsar
Péturssonar forstjóra.
Í nýlegri rannsókn Vinnueftir-
litsins kemur m.a. fram að um 65
prósent lækna segjast óánægðir
með stjórn spítalans. Jafnframt
að rúmlega helmingur læknanna
hafi hugleitt að einhverju marki
að hætta störfum á LSH vegna ó-
ánægju. Einhverjir höfðu þegar
gert upp hug sinn í þeim efnum og
ákveðið að láta af störfum.
Magnús sagði að niðurstöður
þessarar samantektar yrðu lagðar
fyrir stjórnarnefnd og væri þeim
ætlað að leiða til úrbóta. Magnús
kvaðst ennfremur hafa tekið þá
ákvörðun í september sl. að niður-
stöður fyrirliggjandi skýrslna
yrðu dregnar saman. Síðan hefði
hann óskað eftir því að starfinu
yrði hraðað til þess að hægt væri
að nota niðurstöðurnar í vinnu til
úrbóta sem allra fyrst. ■
MAGNÚS PÉTURSSON
Lætur hraða vinnu við samantekt aðal-
atriða rannsókna.