Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.11.2003, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 23.11.2003, Qupperneq 26
26 23. nóvember 2003 SUNNUDAGUR Unnur Þóra Jökulsdóttir hefur sent frá sér barnabókina Eyjadís en í henni sækir hún mikið í hafið og reynslu sína af því en hún sigldi um heimsins höf í fimm ár á skútunni Kríunni á sínum tíma. Hún er hætt að sigla en gerir ráð fyrir að ferðast mikið með Öldu, litlu dóttur sinni sem hún ættleiddi frá Kína. Ný ævintýri Unnar Jökuls Ævintýrakonan Unnur ÞóraJökulsdóttir sendi frá sér bækurnar Kjölfar Kríunnar árið 1989 og Kría siglir um Suðurhöf árið 1994. Þar greindi hún frá svaðilförum sínum á fimm ára út- hafssiglingum sínum á skútunni Kríunni. Hún hefur haldið sig að mestu á þurru landi síðustu ár og hefur heldur betur skipt um gír. Hún ættleiddi litla stúlku frá Kína í haust og hefur nú sent frá sér barnabókina Eyjadís. Þetta er fyrsta bókin sem Unnur skrifar fyrir börn en hún er enn á ævin- týraslóðum rétt eins og í Kríubók- unum. „Sagan var svolítið til af sjálfu sér. Ég var ekki með neinn fyrir- fram ákveðinn söguþráð í huga mér þegar ég byrjaði og ég varð rosalega undrandi þegar Eyjadís var allt í einu komin af stað í ferðalag. Sagan þróaðist sem sagt út í ferðasögu og hafið og reynsla mín af því, sæljónum og hinu og þessu, kemur mikið við sögu. Ég er að vísu búin að skipta sæljón- unum út fyrir höfrunga í bókinni. Mig langaði svolítið til að gefa börnunum hlutdeild í þessum heimi og þannig kom það til að ég skrifaði barnabók.“ Unnur segir Kríuferðina hafa verið heilmikla ævintýraferð. „Við vorum á siglingu í fimm ár og vorum varla eina einustu nótt í landi. Manni þótti þetta samt ósköp sjálfsagt og hversdagslegt líf á meðan á því stóð. En þegar ég settist niður og fór að skrifa þetta fann ég hversu mikið ævintýri þetta hafði verið.“ Lítill gullmoli frá Kína Unnur eignaðist litla stúlku í haust en þá fór hún til Kína og sneri heim með Öldu, litlu, Unnar- dóttur. „Ég kom heim með hana Öldu frá Kína þann 1. október. Ég þurfti að fljúga í borg í héraði sem liggur við Tíbet til að ná í hana en síðan flugum við frá Bej- ing til Íslands. Þetta var alveg sól- arhrings ferð og hún stóð sig al- veg eins og hetja. Ég held að hún ætli að verða svona lítið sígauna- barn og eigi eftir að geta ferðast mikið með móður sinni. Hún er fullkominn gullmoli og það hefur gengið rosalega vel og hún er ein- faldlega það skemmtilegasta sem hefur hent mig. Það vildi svo skemmtilega til að hún átti af- mæli 15. október en þá kom Eyja- dís einmitt úr prentsmiðjunni.“ Sterkar taugar til Kína „Ættleiðingarferlið í Kína er gríðarlega langt eða það finnst manni í það minnsta á meðan á þ v í stendur. Þetta tók tvö ár hjá mér. Ég ferðaðist til Kína í gamla daga og var þar 1978. Það var bara árið sem Kínverjar voru að opna dyrn- ar fyrir umheiminum og ég þvældist þarna um í sex vikur. Ég týndist meira að segja úr kerfinu þeirra og var þarna á einhverri dularfullri ferð í svörtustu Kína. Mér líkaði rosalega vel við land og þjóð þó að það væri kannski ýmis- legt að gerast bak við tjöldin sem maður skildi ekki þá. Aðdáunin á Maó var mjög mik- il og manni fannst það í raun stór- kostlegt hvernig hann hafði rifið þjóðina upp úr hungri og örbirgð. Þarna sá maður í reynd hvernig hann gat látið þessa billjón fún- kera sem einn mann. Það fóru til dæmis allir út að hlaupa klukkan sex á morgnana. Ég hélt fyrst að það væri komin grenjandi rigning en þegar ég kíkti svo út um glugg- ann sá ég að þetta var bara fólk að hlaupa. Ég býst við að þetta ferða- lag hafi haft sitt að segja um að Kína varð fyr- ir valinu. Ég býst við að upprunaland dóttur minnar verði eins og mitt annað land og ef hana langar að halda tengslum við það þá finnst mér það mjög skemmtilegt að vera með eitthvað land sem ég þekki mig svolítið í.“ Vill halda áfram að skrifa Unnur hefur sinnt ritstörfum frá árinu 2000. „Ég er núna að ljúka við handrit stórrar ljós- myndabókar sem ég hef verið að vinna með Sigurgeiri Sigurjóns- syni ljósmyndara. Bókin er sam- bland af myndum og texta og er um Íslendinga. Hún kemur út í vor og byggist upp á myndum af fólki. Þetta er öðruvísi ferða- mannabók en við erum með mikið af myndum af fólki heima hjá sér og umhverfinu og náttúrunni í kringum það. Við erum svolítið að pæla í því hvort náttúran í kring- um fólkið móti það.“ Unnur segir áhuga sinn á ferðalögum um Ísland fara stig- vaxandi. „Ég hef nú ekkert siglt síðan við seldum Kríuna í Ástralíu en mér finnst alltaf gaman að ferðast og meira og meira gaman að ferð- ast um Ísland. Þetta er alveg heillandi land og það er búið að vera rosalega gaman að vinna ljósmyndabókina en það fól í sér mikið af ferða- lögum um Ísland. Mér finnst bara alltaf gaman að því að ferðast þó það sé ekki endilega á skútu. Þá leitar maður kannski frekar til fjalla eða inn á sléttur eða eitt- hvað svoleiðis.“ Unnur segir það ekki tímabært að fullyrða neitt hvort framhald verði á ævintýr- um Eyjadísar nú þegar vinn- unni við ljósmyndabókina er að ljúka. „Ég á fullt af hugmyndum og langar bara að halda áfram að skrifa.“ thorarinn@frettabladid.is UNNUR ÞÓRA OG ALDA Í KÍNA „Ég býst við að upprunaland dóttur minnar verði eins og mitt annað land og ef hana langar að halda tengslum við það þá finnst mér það mjög skemmtilegt að vera með eitt- hvað land sem ég þekki mig svolítið í.“ KOMIN HEIM „Ég kom heim með hana Öldu frá Kína þann 1. október. Ég þurfti að fljúga í borg í héraði sem liggur við Tíbet til að ná í hana en síðan flugum við frá Bejing til Íslands. „Ég er núna að ljúka við handrit stórrar ljósmyndabókar sem ég hef verið að vinna með Sigur- geiri Sigurjónssyni ljós- myndara. Bókin er sam- bland af myndum og texta og er um Íslendinga. Hún kemur út í vor og byggist upp á myndum af fólki.“ ,,

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.