Fréttablaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 19
SUNNUDAGUR 23. nóvember 2003 kvæmt heimildum voru krísufundir í bankanum á föstu- daginn. Þrýstingur var um að bakka með samninginn, en margir ráðgjafar stjórnendanna voru á því að þeir ættu að halda fast við ákvörðunina. Þau atriði sem urðu þess valdandi að lætin urðu svo mikil vegna kaupanna eru í fyrsta lagi hversu há upphæðin var. Í öðru lagi var þegar orðinn til gengis- hagnaður af kaupunum. Sumir segja að Sigurður og Hreiðar hafi verið svo seinheppnir að bankinn gekk svona vel síðustu mánuði. Í þriðja lagi lagði for- sætisráðherra afl sitt í umræð- una. Þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við eru ekki í vafa um að forsætisráðherra hefði tjáð sig um þessi kjör stjórnenda hvaða banka sem er. Hins vegar hefur forsætisráðherra haft horn í síðu Kaupþingsmanna um langt skeið. „Hann hefur lagt okkur í einelti,“ sagði Sigurður Einars- son í samtali við Fréttablaðið. Rætur þess liggja í aðkomu Kaupþings að Orca-hópnum svo- kallaða þegar Fjárfestingar- banki atvinnulífisins var seldur. Davíð og ríkisstjórnin stefndu að því að FBA yrði í dreifðri eign. Aðkoma, Jóns Ólafssonar, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Eyjólfs Sveinssonar og Þor- steins Más Baldvinssonar sem hóps í FBA vöktu reiði ráðherr- ans. Altalað er innan viðskipta- heimsins að Davíð hafi aldrei litið þessa aðila réttu augu síð- an, hafi hann þá nokkurn tímann gert það. Arkitekt þessa hóps var Kaupþing. Þeir Sigurður og Hreiðar Már hafa ekkert sérstaklega verið tipla á tánum í kringum forsæt- isráðherra. Flestir sem rætt hefur verið við undanfarna daga telja að forsætisráðherra hafi mislíkað þegar Landsbankinn seldi Frétt ehf. DV. Steininn hafi þó tekið úr þegar ljóst varð að Jón Ásgeir Jóhannesson hefði keypt allar eigur Jóns Ólafsson- ar. Þar með talið 63% hlut Jóns í Norðurljósum. Davíð hefur tek- ið svo til orða að þau viðskipti líkist því að menn hafi verið að skipta á þýfi. Það mun hins veg- ar ekki óalgengt að gengið sé frá flóknum viðskiptum utan hefð- bundins dagvinnutíma. Bak við tjöldin hefur allan tímann verið unnið að því að koma saman hópi um fjölmiðla- rekstur Norðurljósa sem ætlað var að mynda pólitískt jafnvægi um fjölmiðilinn. Sú ákvörðun er grundvölluð á ótta manna um að Davíð muni að öðrum kosti beita sér fyrir því að setja lög um eignarhald á fjölmiðlum. Þá er vaxandi ótti meðal bankamanna um að lög verði sett um aðskiln- að viðskiptabanka- og fjárfest- ingarbankastarfsemi. Óljóst er nú hvaða áhrif lætin í kringum stjórnendur Kaupþings Búnað- arbanka hafa á hvaða hópur mun kaupa Norðurljós. Fram- hald þess máls er í höndum Kaupþings og Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar, forsætisráðherra til lítillar gleði. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.