Fréttablaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 42
■ ■ LEIKLIST  14.00 Ævintýrið um Augastein, nýtt barnaleikrit eftir Felix Bergsson, verður sýnt í Tjarnarbíói.  14.00 Lína Langsokkur e. Astrid Lindgren á stóra sviði Borgarleikhússins.  14.00 Dýrin í Hálsaskógi á stóra sviði Þjóðleikhússins.  17.00 Lína Langsokkur e. Astrid Lindgren á stóra sviði Borgarleikhússins.  17.00 Dýrin í Hálsaskógi á stóra sviði Þjóðleikhússins.  20.00 Græna landið eftir Ólaf Hauk Símonarson í sal Frumleikhússins í Keflavík.  20.00 Kvetch e. Steven Berkoff á nýja sviði Borgarleikhússins í samstarfi við leikhópinn Á senunni.  20.00 Veislan á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins. ■ ■ ÚTIVIST  11.00 Ferðafélag Íslands efnir til þriggja tíma göngu um Búrfellsgjá og Kaldársel. Áætlaður göngutími eru þrjár klukkustundir. Fararstjóri Eiríkur Þor- móðsson. Verð kr. 2000 fyrir félags- menn og 2.300 fyrir aðra. Brottför frá BSÍ með viðkomu í Mörkinni 6. ■ ■ SAMKOMUR  15.00 Fimmtíu ára afmælis Kín- versk-íslenska menningarfélagsins verður minnst með hátíðarfundi í Nor- ræna húsinu. Á dagskránni verður tón- list í flutningi kínverskra listamanna, Baldvin Halldórsson les ljóðaþýðingar eftir Helga Hálfdanarson, Matthías Jo- hannesen og Vilhjálm Gíslason og flutt verða stutt ávörp. ■ ■ SÍÐUSTU FORVÖÐ  Sýningu Gústavs Geirs Bollasonar, „að sjá nálgast það sem kemur”, lýkur í dag á gallerí Hlemmi.  Á Kjarvalsstöðum lýkur í dag sýn- ingu á myndum eftir Ingunni Birtu Hin- riksdóttur, Inga Hrafn Stefánsson, Elisabet Yuka Takefusa og Hlyn Stein- arsson en öll eru þau nemendur í Listasmiðju Lóu. Þetta er fimmta og næstsíðasta sýningin í röð myndlistar- sýninga listahátíðarinnar List án lan- damæra á Kjarvalsstöðum. ■ ■ TÓNLEIKAR  14.00 Harmonikutónleikar nem- enda Almenna Músíkskólans verða í Ráðhúsi Reykjavíkur. Tónleikarnir enda með leik Skæruliðanna sem er um 30 manna harmonikusveit skólans. 42 23. nóvember 2003 SUNNUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 20 21 22 23 24 25 26 NÓVEMBER Sunnudagur Þetta er alveg yndisleg músík,algert eyrnakonfekt,“ segir Þóra Einarsdóttir sópran um Ítölsku ljóðabókina, sönglaga- flokk eftir Hugo Wolf, sem hún ætlar að flytja í Langholtskirkju í dag ásamt eiginmanni sínum, Birni Jónssyni tenór og Kristni Erni Kristinssyni píanóleikara. Tónskáldið samdi þessi sönglög við ljóð eftir þýska ljóð- skáldið Paul Heyse. Hann sótti innblástur í ítalskar tækifæris- vísur og þjóðvísur, sem hann umorti með ljóðrænum tilþrif- um á þýsku. „Þetta eru allt ástarljóð, til- finningaþrungin eins og maður getur ímyndað sér fyrstu ung- lingaástina. Það er bara annað- hvort eða: Ef ég fæ ekki ástina mína þá bara græt ég allt lífið eða tek hnífinn og bora honum í gegnum brjóst mér. Svona eru þessir textar.“ Í dag gefst tækifæri til að hlýða á þessi lög í Langholts- kirkju í flutningi Þóru og eigin- manns hennar, Björns Jónsson- ar tenórsöngvara. „Þegar við Bjössi byrjuðum í söngnámi hjá Ólöfu Kolbrúnu fyrir fimmtán árum, þá byrjaði hún að tala um að við ættum að gera þetta. Við náðum okkur í nótur og byrjuðum að kíkja á þetta, en það hefur ekkert orðið af þessu fyrr en loksins núna.“ Í ár er hundrað ára dánar- afmæli Hugo Wolfs og þau ákváðu því að slá til. „Það er óskaplega gaman að fá loksins tækifæri til að flytja þetta.“ Ítalska ljóðabókin hefur einu sinni áður verið flutt í heild hér á landi. Það var árið 1982 þegar Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Garðar Cortes fluttu bálkinn ásamt píanóleikaranum Erik Werba. Þau Þóra og Björn eru bæði búsett í Wiesbaden í Þýskalandi, þar sem Björn er í lausa- mennsku en Þóra er fastráðin við óperuhúsið Hessische Staatsoper. „Núna um þessar mundir er ég að syngja þar Pamínu í Töfraflaut- unni, Súsönnu í Brúðkaupi Fígarós og Woglinde í Rínargullinu. Svo er ég að fara að syngja Adele í Leður- blökunni.“ ■ ■ TÓNLEIKAR Tilfinninga- þrungin ástarljóð Hárgreining Lágmúla mánudaginn 24. nóvember kl. 15-18 Smáratorgi þriðjudaginn 25. nóvember kl. 15-18 Garðatorgi miðvikudaginn 26. nóvember kl. 15-18 Spönginni fimmtudaginn 27. nóvember kl. 15-18 Keflavík föstudaginn 28. nóvember kl. 15-18 Kynningar í verslunum Lyfju: Komið í hárgreiningu og fáið ráðleggingar um val á PTP hársnyrtivörum sem henta þínu hári ÞÓRA EINARSDÓTTIR OG BJÖRN JÓNSSON Flytja Ítölsku ljóðabókina eftir Hugo Wolf í Langholtskirkju í dag. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LO A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.