Fréttablaðið - 11.12.2003, Side 1

Fréttablaðið - 11.12.2003, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 50 Leikhús 50 Myndlist 50 Íþróttir 46 Sjónvarp 52 FIMMTUDAGUR ERINDI UM TEIKNIMYNDIR Kyle Balda heldur fyrirlestur um hreyfimynda- gerð, kvikmyndagerð og tölvuvinnslu á Hót- el Nordica klukkan 16. Balda er mjög reyndur á sínu sviði og vann meðal annars við myndir eins og Toy Story 2, Monsters Inc., A Bug’s Life og Hringadróttinssögu. Fyrirlesturinn er öllum opinn. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 11. desember 2003 – 309. tölublað – 3. árgangur jólagreinar ● jólagjafaþjónusta Anna Guðný Guðmundsdóttir: ▲ SÍÐUR 32 til 37 Skötustappa af ýmsum styrkleika FELLDUR NIÐUR Í ÁFÖNGUM Frum- varp um afnám sjómannaafsláttar var lagt fram á Alþingi í gærkvöld. Samkvæmt því skerðist afslátturinn um fjórðung á ári og kemur fyrsta skerðing til árið 2005. Sjá síðu 6 ÓVIÐUNANDI ÁSTAND Ný mál hafa hrannast inn hjá Geðhjálp. Starfsfólk samtak- anna hefur ekki undan og er að bugast und- an álaginu en 67 ný mál hafa komið inn á borð samtakanna að undanförnu. Sjá síðu 2 TILLÖGUR KYNNTAR Stjórnendur Land- spítalans kynntu í gær stjórnarnefnd spítalans tillögur að rekstrarniðurskurði fyrir næstu ár. Samþykkt var að kynna heilbrigðisráðherra til- lögurnar á fundi í dag. Sjá síðu 2 ALÞINGI Þingfararkaup for- manna þeirra þriggja stjórn- málaflokka á Alþingi sem ekki eru ráðherrar mun hækka um 50% samkvæmt nýju frumvarpi sem lagt var fram af fimm þingmönnum úr öllum flokkum á Alþingi seint í gærkvöld. Í greinargerð með frum- varpinu kemur fram að ráð- herrar fái greitt 80% álag á þingfararkaup og forsætis- ráðherra nær tvöfalt þingfarar- kaup. Því þyki þessi breyting hóf- leg. Þær takmarkanir eru settar að aðeins þeir formenn stjórnmála- flokka sem hafa fengið að minnsta kosti þrjá þingmenn kosna á Al- þingi fái 50% álag á þingfarakaup. Samkvæmt því munu þeir Össur Skarphéðinsson, formaður Sam- fylkingarinnar, Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjáls- lynda flokksins, og Stein- grímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, eiga von á þessari launa- hækkun. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Al- þýðusambands Íslands, segir að helstu forystu- menn sambandins hafi rætt saman í gærkvöldi eft- ir að þeir heyrðu af fyrir- huguðum lagabreytingum. Hann segir að forystumenn Al- þýðusambandsins muni koma sam- an í dag til að bera saman bækur sínar og meta hvaða áhrif þetta muni hafa á komandi kjarasamn- inga. ■ MUSE Í HÖLLINNI Matthew Bellamy, söngvari og gítarleikari bresku rokkhljómsveitin Muse, hélt uppi góðri stemmningu á tónleikum sveitarinnar í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Höllin var þéttsetin enda löngu uppselt á tónleikana. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I N G Ó LF U R Bónusránið: Starfsmaður í vitorði LÖGREGLUMÁL Starfsmaður Bónus í Kópavogi hefur játað að hafa tek- ið þátt í skipulagningu vopnaðs ráns í versluninni á mánudags- kvöld. Starfsmaðurinn var við- staddur þegar ránið var framið. Samkvæmt lögreglunni hefur komið í ljós að haglabyssurnar sem notaðar voru í ráninu eru þýfi úr innbroti í Keflavík í síðustu viku. Mennirnir tveir sem hand- samaðir voru á mánudagskvöld hafa verið úrskurðaðir í gæslu- varðhald til 23. desember. Þeir eru nítján ára og voru búnir að saga framan af haglabyssunum sem þeir ógnuðu starfsfólki með. Andlit þeirra sáust ekki, þar sem þeir voru með húfur sem þeir höfðu dregið niður og klippt á göt fyrir augun. ■ jólin koma tímalaus hönnun ● íslenskt skart Kristín Stefánsdóttir: ▲ SÍÐUR 26 til 29 Í miðaldakjól um jólin tíska o.fl. kanaríeyjar ● kaupmannahöfn Flosi Ólafsson: ▲ SÍÐUR 30 og 31 Frábært á Hvammstanga ferðir o.fl. Alþýðusamband Íslands fundar um launahækkun alþingismanna í dag: Þingfararkaup hækkar um 50% Opið til 22.00 fram að jólum FALSANIR Málverkum sem hald var lagt á í málverkafölsunarmálinu verður skilað til eigenda sinna eft- ir að Hæstiréttur hefur fellt dóm í málinu. Ekki er lagastoð til þess að gera verkin upptæk og eyða þeim. Alls er um að ræða 103 lista- verk sem sönnur hafa verið færð- ar á að séu fölsuð og merkt mörg- um helstu meisturum íslenskrar málaralistar. „Það er ekki hægt að gera verkin upptæk. Fólkið á myndirn- ar og fær þær aftur en það er ekki hægt að selja þær aftur þar sem upplýsingar munu liggja fyrir hjá Listasafni Íslands,“ segir Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahags- brotadeildar Ríkislögreglustjóra. Mál þetta veldur miklum áhyggjum innan listaheimsins og þykir ávísun á það að verkin munu ganga kaupum og sölum síðar og skekkja markaðinn. Ólafur Kvar- an, forstöðumaður Listasafns Ís- lands, sagði í samtali við Frétta- blaðið að sú áhætta væri fyrir hendi að verkin færu aftur inn á markaðinn. „Þetta veldur öllum þeim sem láta sig málið varða miklum áhyggjum. Þá er þetta afar sér- kennilegt í ljósi höfundarréttar,“ segir Ólafur. Víða í nágrannalöndum eru lagaákvæði um að eyða skuli föls- unum af þessu tagi. Ólafur segir alvöru málsins vera svo mikla að ástæða sé til þess að Alþingi gefi málinu gaum. „Það er eðlilegt að huga að lagabreytingu til að tryggja að þessi verk fari ekki aftur í dreif- ingu,“ segir Ólafur. rt@frettabladid.is hrs@frettabladid.is Fölsuðu málverkin fara aftur í umferð 103 fölsuð listaverk aftur til eigenda þegar hæstaréttardómur fellur í málverkafölsunarmálinu. Forstöðumaður Listasafns Íslands áhyggjufullur og vill lagabreytingu til að verkin fari ekki á markað. EIGA VON Á LAUNAHÆKKUN Þingfararkaup þeirra Össurar Skarphéðinssonar, Guðjóns Arnars Kristjánssonar og Steingríms J. Sigfússonar mun hækka um 50%. ÓLAFUR KVARAN Hætt við að verkin fari aftur á markað. Þá er þetta afar sérkennilegt í ljósi höfundarréttar. ÍSKALT UM ALLT LAND Éljaloft hér og hvar. Lúmsk hálka. Dúða sig og sína vel. Frostbit í tærnar er mjög vont. Jólagjafainn- kaupin fara fram í kulda en ekki þó trekki. Sjá síðu 6 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.