Fréttablaðið - 11.12.2003, Side 6

Fréttablaðið - 11.12.2003, Side 6
6 11. desember 2003 FIMMTUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 73,37 0,04% Sterlingspund 127,96 0,19% Dönsk króna 12,05 -0,27% Evra 89,66 -0,29% Gengisvísitala krónu 124,86 -0,14% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 335 Velta 4.815 milljónir ICEX-15 2.081 -0,92% Mestu viðskiptin Kaldbakur hf. 762.631.119 Kaupþing Búnaðarbanki hf. 327.941.174 Pharmaco hf. 292.222.787 Mesta hækkun Flugleiðir hf. 1.68% Kögun hf. 1.01% Sölum.Hraðfrystihúsanna hf. 0.88% Mesta lækkun Nýherji hf. -5.56% Landsbanki Íslands hf. -2.48% Fjárfestingarfélagið Atorka hf. -2.30% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 9.949,0 0,3% Nasdaq* 1.909,8 0,1% FTSE 4.335,4 -1,0% DAX 3.820,9 -0,7% NK50 1.261,3 -0,2% S&P* 1.059,7 -0,1% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Hvað heitir friðarverðlaunahafiNóbels? 2Á hvaða reikistjörnu telja bandarískirvísindamenn að menn geti lifað? 3Hvaða enska stórliði hefur verið boðiðað leika gegn KR á næsta ári? Svörin eru á bls. 54 Samgönguráðherra um millilandaflug: Verður ekki ríkisstyrkt ALÞINGI „Millilandaflug verður ekki stundað nema fyrir því séu rekstr- arlegar forsendur. Stjórnvöld hafa ekki í hyggju að beita beinum styrkjum eða sértækum aðgerðum til að millilandaflug verði stundað frá Akureyri,“ sagði Sturla Böðv- arsson samgönguráðherra á Al- þingi í gær þegar hann var spurður að því í fyrirspurnartíma hvort stjórnvöld ætluðu að kanna leiðir til að stuðla að beinu millilandaflugi frá Akureyri í ljósi ákvörðunar Grænlandsflugs að hætta að bjóða upp á slíkt. Sturla sagði að teldu flugfélög markaðslegar forsendur fyrir slíku fögnuðu stjórnvöld því og greiddu götu þess félags eins og mögulegt væri, eins og með fyrirgreiðslu Air Greenland þegar það félag fékk öll leyfi og undanþágur. Hann sagði að vissulega væru það vonbrigði að ekki væru lengur markaðslegar for- sendur fyrir fluginu. „Ríkisstyrkt millilandaflug þekkist ekki á Evrópska efnahags- svæðinu mér vitanlega og er í grundvallaratriðum óheimilt. Ég treysti hins vegar því að þeir sem á þessum markaði starfa komi fram með lausnir sem geri millilandaflug frá öðrum stöðum en Keflavík fýsi- legt, eins og flug LTU til Egilsstaða tvö undanfarin sumur. Ég vara ein- dregið við því að sveitarfélög taki að sér að greiða halla á millilanda- flugi til landsins,“ sagði Sturla. ■ KJARASAMNINGAR „Það er nokkuð sérstakt að sá fjármálaráðherra, sem fjórum sinnum hefur neyðst til þess að setja lög á kjaradeilur sjómanna og útvegsmanna, skuli nú koma með þetta innlegg í upphafi kjara- viðræðna þess- ara aðila,“ segir Sævar Gunnars- son, formaður Sjómannasam- bands Íslands. Hann vísar þar til áforma Geirs H. Haarde fjármálaráðherra um afnám sjó- mannaafsláttarins. Samkvæmt frumvarpi sem lagt var fram á Al- þingi í gærkvöld verður afsláttur- inn felldur niður í jöfnum áföng- um á tímabilinu frá 1. janúar 2005 til 1. janúar 2008. Sjómanna- afslátturinn lækkar um 25% á hverju ári frá 2005 og fellur alveg niður árið 2008. Upphaf sjómannaafsláttar má rekja allt aftur til ársins 1954 þeg- ar lögfestur var annars vegar svo- nefndur hlífðarfatafrádráttur og hins vegar fæðisfrádráttur. Af- slátturinn hefur minnkað að raun- gildi undanfarin ár vegna fækk- unar sjómanna og er áætlað að hann nemi um 1.100 milljónum króna á næsta ári. „Þetta er hluti af okkar kjörum og verður ekki tekið af bótalaust,“ segir Sævar Gunnarsson og bætir við að áformin geti torveldað kjaraviðræður sem eru að skríða af stað mili sjómanna og útvegs- manna. Í greinargerð með frumvarp- inu segir að sjómannaafslátturinn þyki ekki í takt við tímann eða ríkjandi viðhorf í skattamálum. Eðlilegt sé að um kjör sjómanna sé samið í frjálsum samningum milli þeirra og viðsemjenda þeirra. Þá þyki ríkisstjórninni rétt að af hennar hálfu liggi fyrir á Al- þingi mörkuð stefna varðandi af- nám sjómannaafsláttarins, þannig að samningsaðilar geti haft hana til hliðsjónar í viðræðum sínum. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, hefur lýst því yfir hér í Fréttablaðinu að ekki komi til greina að útgerðin bæti sjómönnum afsláttinn. the@frettabladid.is ZHÍRINOVSKÍ Zhírinovskí ávarpar fréttamenn í Moskvu. Vladimir Zhírinovskí: Tilkynnir framboð MOSKVA, AP „Ég vonast til þess að ná að minnsta kosti öðru sæti,“ sagði rússneski þjóðernissinninn Vladi- mír Zhírinovskí þegar hann lýsti því yfir að hann ætlaði að bjóða sig fram til forseta Rússlands í kosn- ingunum á næsta ári. Þjóðernis- öfgaflokkur Zhírinovskís, sem reyndar nefnist Frjálslyndir demókratar, lenti í þriðja sæti, með 11,6% atkvæða, í nýafstöðnum þingkosningum. Fyrir skemmstu kynnti flokkur Zhírinovskís sex ára áætlun um að koma á fót breyttu stjórnkerfi í Rússlandi. Breytingarnar fela í sér aukin völd til handa forseta landsins og afnám efri deildar þingsins. Zhírinovskí bauð sig fram til forseta í kosningunum 1996 og 2000. ■ Pakkar til Bandaríkjanna: Tilkynni um mat SENDINGAR Einstaklingar og fyrir- tæki sem ætla að senda matvæli til Bandaríkjanna þurfa að tilkynna sendinguna til Matvæla- og lyfja- eftirlits Bandaríkjanna áður en sendingin fer úr landi. Gildir þá engu hvort um stórar sendingar eða litlar er að ræða. Tilkynna á um sendinguna gegnum vef Matvæla- og lyfjaeft- irlitsins, www.fda.gov. Egg og flestar tegundir kjöts eru undanþegin reglugerðunum. ■ Samráðsskýrslan: Olíufélögin skoða málin SAMKEPPNISMÁL Þó ekkert olíufélag- anna hafi enn farið fram á viðbótar- frest til að skila athugasemdum sín- um við seinni hluta frumskýrslu Samkeppnisstofnunar um meint ólöglegt samráð þykir ljóst að þau muni fara fram á slíkan frest, verði ekki samið um lausn mála áður. „Við erum að melta þetta,“ sagði Kristinn Hallgrímsson, lögmaður Esso, en vildi að öðru leyti lítið tjá sig um skýrslu Samkeppnisstofnun- ar og ekkert efnislega. Á honum var helst að skilja að ekki hefðu verið teknar ákvarðanir um næstu skref í málinu. ■ M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 1 2 0 3 STURLA BÖÐVARSSON Ráðherra sagði að stjórnvöld hefðu ekki í hyggju að beita beinum styrkjum til að millilandaflug yrði stundað frá Akureyri. ■ Bandaríkin ÁKÆRUR VEGNA ELDSVOÐA Í NÆTURKLÚBBI Eigendur nætur- klúbbs í Rhode Island, þar sem eitt hundrað manns brunnu inni í eldsvoða í febrúar, hafa verið ákærðir fyrir manndráp af gá- leysi. Eldurinn kviknaði út frá sviðsbúnaði rokkhljómsveitarinn- ar Great White. Skipuleggjandi tónleikaferðalags hljómsveit- arinnar var einnig kærður. TRÉ FÉLL Á HLAUPARA Ung kona varð fyrir tólf metra háu tré þeg- ar hún var úti að skokka í bænum Titusville í Flórída. Konan lést þegar tréð féll á hana og lá lík hennar fast undir trjábolnum. Eiginmaðurinn lýsti eftir konunni þegar hún skilaði sér ekki heim en líkið fannst þó ekki fyrr en daginn eftir. SJÓMANNAAFSLÁTTURINN FYRIR BÍ Frumvarp fjármálaráðherra, sem lagt var fram á Alþingi í gærkvöld, gerir ráð fyrir að sjómannaafslátturinn, sem verið hefur við lýði í hálfa öld, falli út í áföngum á árunum 2005 til 2008. „Þetta er hluti af okkar kjörum og verður ekki tekið af bóta- laust. Afslátturinn felldur niður í áföngum Frumvarp um afnám sjómannaafsláttar var lagt fram á Alþingi í gær- kvöld. Samkvæmt því skerðist afslátturinn um fjórðung á ári og kemur fyrsta skerðing til árið 2005. Getur torveldað kjaraviðræður.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.