Fréttablaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 14
14 11. desember 2003 FIMMTUDAGUR KOSNINGAR Í PEKING Í morgun hófust kosningar til héraðsþings í Peking , þær fyrstu í meira en tuttugu ár þar sem óháðir frambjóðendur bjóða sig fram. DÓMSMÁL Tuttugu og fimm ára gam- all Reykvíkingur hefur verið dæmdur í 14 mánaða fangelsi fyrir þjófnað, hylmingarbrot, umferðar- lagabrot og fíkniefnalagabrot. Maðurinn, sem á nær samfelldan sakaferil frá árinu 1995, játaði brot sín. Frá því hann var 18 ára hefur hann hlotið fimm dóma og með brot- um sínum á þessu ári rauf hann skil- orð dóms frá því í janúar. Á viku- tímabili í október stal maðurinn veski við leikskólann Grænuborg og braust inn í þrjá bíla, þar sem hann stal meðal annars DVD-skjá og geislaspilara. Á rúmlega tveggja mánaða tímabili síðastliðið vor var hann tekinn þrisvar fyrir ölvun- arakstur þar sem hann ók meðal annars á grindverk, kyrrstæða bif- reið og lögreglubifreið sem lagt hafði verið fyrir aftan hann. Í lok mars á þessu ári lagði lögreglan hald á tæp 15 grömm af hassi sem voru í eigu mannsins. Í dómnum segir að manninum hafi áður verið gefinn kostur á að bæta ráð sitt með skilorðsbundnum refsingum, en hann hafi ekki nýtt þau tækifæri og „haldið brotastarf- semi sinni ótrauður áfram“. Maðurinn hefur nú sótt um með- ferð í Hlaðgerðarkoti en þrátt fyrir að hafa lýst því yfir að hann vildi bæta ráð sitt nú fékk hann ekki skil- orðsbundinn dóm og þarf því að sitja 14 mánuði í fangelsi. Til frá- dráttar dómnum kemur gæsluvarð- hald frá 16. október. Maðurinn var einnig sviptur ökuréttindum í þrjú og hálft ár. ■ Skortir skilning og vilja Tæplega 90 geðfatlaðir einstaklingar eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði. Þriðjungurinn er á Norðurlandi eystra. Formaður Geðhjálpar segir stjórnvöld skorta skilning á stöðu þeirra. GEÐFATLAÐIR „Það eru að jafnaði 80 til 120 geðfatlaðir einstaklingar sem búa í óviðunandi húsnæði eða eru hreinlega á vergangi. Þetta sveiflast svolítið til eftir árstíma,“ segir Sigursteinn Másson, for- maður Geðhjálpar. Nú eru tæplega 90 geðfatlaðir einstaklingar á biðlista eftir fé- lagslegu húsnæði, þar af þriðj- ungurinn á Vesturlandi og þriðj- ungurinn á Norðurlandi eystra. Stærstur hlutinn býr í heimahús- um. Samtals bíður 21 eftir að kom- ast á sambýli, 33 óska eftir íbúð og 34 vilja komast í íbúð með sam- eiginlegri aðstöðu. Þetta kemur meðal annars fram í svari heil- brigðisráðherra við fyrirspurn Ástu Möller, varaþingmanns S j á l f s t æ ð i s - flokksins. F o r m a ð u r Geðhjálpar seg- ir stjórnvöld skorta skilning á stöðu þessa fólks. „Ég held að það sé aðalatriðið, það skortir skilning og kannski vilja líka. Stjórnmálamenn hefðu mjög gott af því að kynnast þessu fólki og aðstæðum þess af eigin raun. Þá held ég að kæmi annað hljóð í strokkinn,“ segir Sigursteinn. Hann segir að stór hluti þessa fólks teppi dýr pláss á geðdeildum en nú er tæpur þriðjungur geð- fatlaðra sem bíða eftir viðeigandi húsnæði vistaður á geðdeild. Sigursteinn brýnir sveitar- félög til samvinnu í málefnum geðfatlaðra, einkum á höfuðborg- arsvæðinu. Kostnaðurinn við að leysa vanda geðfatlaðra sem bíða eftir húsnæði er langt í frá óyfirstígan- legur að mati Sigursteins. „Það kostar ekki meira en sem nemur malbikuðum vegspotta að tæma biðlistana og koma fólkinu fyrir á viðeigandi stað. Það ætti auðveldlega að vera hægt með einföldum hætti á skömmum tíma,“ segir Sigursteinn Másson. the@frettabladid.is „Stjórn- málamenn hefðu mjög gott af því að kynnast þessu fólki og að- stæðum þess af eigin raun. s í m i 5 5 3 8 0 5 0 • w w w . e c c o . c o m Þ Ú Á T T Þ A Ð S K I L I Ð ! Business Square 34044-101 Business Square 34024-101 HASS Konan hafði límt hassið á innanverð læri og bak. Upplýstu hasssmygl: Reyndi að smygla hassi SMYGL 24 ára kona var tekin með 1.200 grömm af hassi í Leifsstöð við komu frá Kaupmannahöfn á sunnudag. Hassið fannst við reglubundið eftirlit tollgæslunnar en konan hafði límt hassið á bak og innan- verð læri. Að sögn Jóhanns R. Benediktssonar, sýslumanns á Keflavíkurflugvelli, var konan úrskurðuð í gæsluvarðhald til dagsins í dag en sleppt á þriðju- dag í kjölfar handtöku tveggja manna sem komu frá Kaup- mannahöfn á mánudag. Þeir ját- uðu aðild að máli konunnar og telst málið upplýst. AFGANISTAN Sex afgönsk börn létu lífið í loftárás bandaríska hersins á húsaþyrpingu skammt frá bænum Gardez í austanverðu Afganistan. Atvikið átti sér stað síðastliðinn föstudag en ekki var greint frá því fyrr en í gær, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Bandaríski herinn fann lík barn- anna sex og tveggja fullorðinna ein- staklinga síðastliðinn laugardag eft- ir að gerð hafði verið loftárás á húsaþyrpingu skammt frá bænum Gardez. Að sögn talsmanns hersins lágu líkin undir húsvegg sem hafði hrunið niður í árásinni. Talið var að herskár talíbani, Mullah Jilani, héldi til á svæðinu. Hermönnunum tókst ekki að hafa hendur í hári Jil- ani en handtóku níu aðra. Um 2.000 bandarískir hermenn taka þátt í herferð gegn talíbönum og liðsmönnum al-Kaída sem haf- ast við í fjallahéruðum í suðaustur- hluta Afganistan. Síðustu helgi fór- ust níu afgönsk börn í loftárás Bandaríkjamanna á afskekkt þorp í Ghazni-héraði. Yfirmenn banda- ríska herliðsins í Afganistan viður- kenndu að um mistök hefði verið að ræða og sögðu að árásinni hefði verið beint gegn Mullah Wazir, fyrrum leiðtoga íslamskra harð- línusamtaka. Að sögn hersins fórst Wazir í árásinni. ■ BÖRNIN SYRGÐ Skór og húfur lágu á víð og dreif eftir að sprengju var varpað á íbúðarhús í afskekktu þorpi í Afganistan síðustu helgi. Níu börn fórust í árásinni. Bandaríski herinn ræðst gegn vígamönnum í Afganistan: Sex börn fórust í loftárás ÞRIÐJUNGURINN Á GEÐDEILD Tæplega 90 geðfatlaðir einstaklingar bíða nú eftir viðeigandi húsnæði. Tæpur þriðjungur þeirra er vistaður á geðdeild. GEÐFATLAÐIR Á BIÐLISTA EFTIR VIÐEIGANDI HÚSNÆÐI Reykjavík 21 Reykjanes 29 Vesturland 2 Vestfirðir 0 Norðurland vestra 0 Norðurland eystra 29 Austurland 1 Suðurland 6 Samtals 88 NÚVERANDI BÚSETA Í heimahúsi 53 Á sjúkrastofnun 26 Óstaðsettur í hús 6 Skammtímavistun 3 ÓK Á LÖGREGLUBÍL Maðurinn var tekinn þrisvar fyrir ölvunar- akstur á rúmum tveimur mánuðum. Hann ók meðal annars á lögreglubíl fullur. Myndin tengist ekki málinu. Tekinn með hass, stal veski, braust inn í bíla og ók fullur á lögreglubíl: Dæmdur í 14 mánaða fangelsi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.