Fréttablaðið - 11.12.2003, Síða 31
31FIMMTUDAGUR 11. desember 2003
Uppáhaldsstaðurinn minn á Ís-landi um þessar mundir er
Hvammstangi,“ segir Flosi Ólafs-
son, leikari og rithöfundur. „Það
er vegna þess að ég er nýbúinn að
stjórna þar jólahlaðborðsveislu og
þeim þótti ég svo skemmtilegur.
Nú er sumsé Hvammstangi minn
uppáhaldsstaður,“ segir Flosi,
sem flutti heimamönnum gaman-
mál og brotabrot úr bókinni sinni
Ósköpin öll.
Hann segist þó ekki endilega
velja sér áfangastaði eftir því
hvernig hann fellur í kramið „Ég
hef ekki tök á því og ég renni yfir-
leitt blint í sjóinn. En mér þótti
ákaflega gaman að gera svona
mikla lukku á Hvamms-
tanga. ■
FLOSI ÓLAFSSON
Segist hlæjandi eiga vini
um land allt sem komi til
af því að hann sé svo
skemmtilegur maður.
12. janúar
– 8 dagar
Við fljúgum til Orlando
þar sem sólin skín og
garðar eða golf stytta þér
stundir. Síðan er siglt í þrjá daga
á Carnival Fantasy frá Port
Canaveral til Bahamas. Lífið um
borð í skipinu er sannkallað kóngalíf
og ekki skemmir fyrir, að í Nassau
er nógu langt stopp til að skoða sig vel
um, versla og spila golf.
Innifalið í verði: Flug, gisting á Holiday Inn og
Adams Mark, flutningur milli flugvallar, hótela
og skips, sigling með fullu fæði (án drykkja) og
skemmtiaðstöðu um borð, þjórfé á skipinu,
hafnargjöld og íslensk fararstjórn í Orlando.
Aukagjald: Flugvallaskattur kr. 6.400.
Verð aðeins kr.
96.100
Ferðaávísun má nýta sem greiðslu
inn á eina pakkaferð (flug og
gisting) hjá söluaðilum ferða í
samstarfi við MasterCard.
Orlando og sigling
til Bahamas
Um 2.500 Íslendingar fara ískipulagðar ferðir til útlanda
um jólin. Auk þess fer alltaf tölu-
verður fjöldi á eigin vegum, til
dæmis að hitta vini og ættingja
sem búa erlendis. Jólaferðir
ferðaskrifstofanna virðast allar
vera uppseldar og virðist sem
ásókn í þær sé að aukast.
„Það hefur sjaldan verið jafn
mikill áhugi á að vera erlendis um
jólin,“ segir Laufey Jóhannsdóttir,
framkvæmdastjóri Plúsferða, en
á þeirra vegum fara um 500
manns til Kanaríeyja og
Benidorm um jólin. Laufey segist
hafa skýringar á þessari auknu
aðsókn. „Það er klárt að þegar
skólafrí barnanna breyttust og
sumarleyfið styttist fór fólk að
nota jólafríið betur. Við fundum
sterkt fyrir þessu í fyrra, allt í
einu seldist ein vikan upp og voru
þá vetrarfrí framundan.“
Um eitt þúsund manns verða
erlendis á vegum Heimsferða um
jólin, en þar eru Kanaríeyjar
langstærsta pakkaferðin. Um átta
hundruð manns fara þangað í fjór-
um vélum og er það fjórðungs-
aukning frá því í fyrra. „Í vetur er
heildaraukning farþega til
Kanaríeyja 50%,“ segir Andri
Már Ingólfsson. Jólaferðirnar hafi
verið uppseldar í október og sí-
fellt fleiri sæki í þær. „Fólk lítur á
þetta sem tækifæri til að komast í
frí með fjölskyldunni. Þetta fer
mikið eftir því hvernig frí raðast
upp og margir vilja komast í frí
eftir föstudaginn 19. desember. Þá
er komið frí í skólum. Svo er helgi
í byrjun janúar þannig að margir
vilja nýta hana og koma heim 6.
janúar. Þannig fær fólk gott frí út
úr ferðinni, næstum eins og sum-
arfrí.“
Um 900 manns fara í skipulagð-
ar ferðir á vegum Úrvals-Útsýnar
um jólin. „En svo gæti verið annað
eins sem fer á eigin vegum,“ segir
Guðrún Sigurgeirsdóttir. „Við för-
um í þrjár ferðir til Kanaríeyja
með 600 farþega. Þá förum við til
Benidorm, en beint leiguflug
þangað er nýjung. Þangað fara um
200 farþegar. Síðan fara um 100
farþegar í skíðaferðir til Ítalíu.“
Hjá Terra Nova - Sól er skipu-
lögð ferð til Kýpur með um sextíu
manns, en þar hefur einnig orðið
aukning frá því í fyrra. ■
Húnaþing vestra:
Hvammstangi
frábær staður
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Utanlandsferðir um jólin:
Sjaldan verið
jafn mikill áhugi
FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR
Farþegum hefur fjölgað um rúmlega 26%
milli nóvembermánaða 2002 og 2003.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar:
Fjölgun farþega
Farþegum um Flugstöð LeifsEiríkssonar fjölgaði um rúm-
lega 26% í nóvembermánuði mið-
að við sama mánuð í fyrra, úr
tæplega 71 þúsund farþegum árið
2002 í rúmlega 89 þúsund farþega
nú. Mest vegur fjölgun farþega til
og frá Íslandi sem er rúmlega
28% milli ára, en farþegum sem
millilenda hér á landi á leið yfir
Norður-Atlantshafið fjölgaði um
15% á sama tíma. Nóvember er sá
mánuður ársins þar sem fjölgun
farþega hefur verið hlutfallslega
mest milli ára.
Alls hefur farþegum um Flug-
stöð Leifs Eiríkssonar fjölgað um
tæplega 12% það sem af er árinu
miðað við sama tíma árið 2002,
eða úr rúmlega 1.157 þúsund far-
þegum í rúmlega 1.291 þúsund
farþega. ■
Ísíðustu viku héldu Landmæl-ingar Íslands ráðstefnu í Bíó-
höllinni á Akranesi undir yfir-
skriftinni „IS 50V – Landupplýs-
ingar fyrir framtíðina“. Þar var
kynnt 1. útgáfa stafræns korta-
grunns af öllu Íslandi í mæli-
kvarðanum 1:50.000 sem nefnist
IS 50V.
Sama dag var opnuð sýningin
„Í rétta átt“ í Safnaskálanum að
Görðum þar sem rakin er saga
landmælinga og kortagerðar á Ís-
landi.
Við opnun sýningarinnar af-
henti Þorkell Helgason, forstjóri
Orkustofnunar, Magnúsi Guð-
mundssyni, forstjóra Landmæl-
inga Íslands, eldri landmælinga-
gögn Orkustofnunar. ■
VIÐ LEIFSSTÖÐ
Upplýsingar
í síma 421 2800
Landmælingar Íslands:
Landupplýsingar til framtíðar
OPNUN SÝNINGAR Í SAFNASKÁLANUM AÐ GÖRÐUM
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra opnar sýninguna. Með henni á myndinni eru
Þorvaldur Bragason, forstöðumaður upplýsingasviðs Landmælinga Íslands, og
Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands.
Niðurstöður úr talningu Ferða-málaráðs Íslands á ferðamönn-
um sem fara um Leifsstöð sýna að
nýliðinn nóvembermánuður skilaði,
eins og aðrir mánuðir ársins, veru-
lega fleiri erlendum ferðamönnum
en í fyrra. Aukningin á milli ára
nemur rúmum 22%. Verði áfram-
haldandi aukning í desember með
sama hætti stefnir í að ferðamenn
verði um 320.000 í ár, sem þar með
væri orðið metár í íslenskri ferða-
þjónustu.
Talningarnar sýna að 15.136 er-
lendir ferðamenn fóru um Leifsstöð
í nóvember nú en þeir voru 12.404 í
sama tímabili í
fyrra. Banda-
ríkjamarkaður
hefur styrkst
og sýnir tæp-
lega 17% aukn-
ingu á milli
ára. Mesti hluti
f j ö l g u n a r
farþega er frá
Norðurlönd-
unum og Bretlandi. Þýskaland og
Suður-Evrópa halda áfram með
góða aukningu og betri samgöngur
við Japan skila auknum farþega-
fjölda þaðan. ■
FERÐAMENN
Ferðamönnum fjölgar
milli ára.
22% fjölgun erlendra ferðamanna í nóvember:
Stefnir í 320 þúsund
ferðamenn í ár
KANARÍEYJAR
Vinsælasti áfangastaðurinn um jólin.
TILBOÐ TIL KANARÍ
Plúsferðir eru með tilboð á ferð-
um til Kanarí 10. og 17. janúar í
14 nætur. Gisting á Aloe 10. eða
17. janúar í 14 nætur á 49.990 kr
á mann. Sama verð fyrir þrjá í
íbúð. Innifalið er flug, flugvallar-
skattar, gisting, akstur og íslensk
fararstjórn.
■ Út í heim