Fréttablaðið - 11.12.2003, Síða 38
38 11. desember 2003 FIMMTUDAGUR
Pondus eftir Frode Øverli
„My plug in baby
Crucifies my enemies
When I’m tired of giving
My plug in baby
In unbroken virgin realities
Is tired of living“
- Einhverjir gestir Laugardalshallar í gær hafa ef-
laust fengið dýpri skilning á textanum Plug in Baby
af plötunni Origin of Symmetry frá árinu 2001. Text-
inn gæti hæglega fjallað um sjónvarp, kynlífstæki
eða gítar. Matthew Bellamy veit svarið.
Popptextinn
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
MEST SELDU SKÁLDVERKIN Í VERSL-
UNUM PENNANS-EYMUNDSSONAR
FIFA FOOTBALL 2004
Allar tölvur
CHAMPIONSHIP MANAGER
PC
RETURN OF THE KING
Allar tölvur
TRUE CRIME: STREETS OF L.A.
Allar tölvur
NEED FOR SPEED
Allar tölvur
TONY HAWK’S UNDERGR.
Allar tölvur
MEDAL OF HONOR: RISING SUN
Allar tölvur
MANHUNT
PS2
SSX 3
Allar tölvur
FINDING NEMO
Allar tölvur
Topp 10tölvuleikir
MUSE
Fréttiraf fólki
Fréttiraf fólki
Guði sé lof fyrir P!nk. Á samatíma og Britney (og hvað þær
nú heita allar þessar stráka og
stelpusveitir!?!) syngja ofan á sál-
arlausu súpu sem er málamiðlun
40 pródúsenta rifrildis mætir á
svæðið stúlka sem virðist hafa
puttana í sínum málum. Hún virð-
ist líka gædd vænum skammti af
hroka, sem er ekkert nema gott í
tónlistarbransanum ef menn of-
metnast ekki.
Þó svo að P!nk teljist til MTV-
poppara liggur grunnur hennar
greinilega í rokkinu. Lagasmíðar
eru öruggar og passað upp á að
þær séu „þægilega ögrandi“, ef
svo má að orði komast. P!nk er
enginn pönkari, en það er alveg
líklegt að markaðsstjórinn hennar
hafi einhvern tímann verið það!
P!nk fær svo prik fyrir það að
hún tekur á hlutum sem skipta
máli í textum sínum. Í stað þess
að vera bara í þeim gír að fram-
kalla standpínu hjá unglingsstrák-
um eins og Britney tekur hún
annað slagið á eiturlyfjanotkun,
bjagaðri sjálfsímynd og auðvitað
ástinni. Svo getur hún sungið og
hefur flotta hása rödd, smá viskí
þar sem eykur töffaraímynd
hennar. Svo er hún með Peaches
sem gest í einu laginu, getur ekki
klikkað!
Mjög fín poppplata frá stráka-
stelpu með karakter.
Birgir Örn Steinarsson
Umfjölluntónlist
P!NK
TRY THIS
Bleikt
en ekki beygt Þetta er önnur platan frá Mið-nesi en sú fyrsta, Reykjavík
helvíti, kom út fyrir þremur
árum.
Miðnes spilar létta
popp/rokktónlist og minnir
stundum á þær fínu sveitir
Nýdönsk og Beach Boys. Sér-
staklega fannst mér henni svipa
til Nýdanskrar í laginu „Allt
sem þú vilt“. Það sem Miðnes
vantar hins vegar til að ná al-
mennum vinsældum eru hittar-
ar. Þeir eru ekki til staðar á
þessari plötu en næstum því.
„Hún er“ er til dæmis mjög
fínt popplag með skemmtilegum
texta. Stendur það upp úr öðrum
á plötunni, þó svo að hin séu
flest hver góð. Þar má nefna
„Allt sem þú vilt“ og lokalagið
„Verður ekki verra“ þar sem
Rúnar Júl stendur fyrir sínu
sem gestasöngvari. „Hugsaðu
um aðra“ er einnig fínt og við-
lagið í „Ég sprengi klukkan
þrjú“ er mjög grípandi. Meiri
brodd vantaði hins vegar í söng-
inn í „Ef þú lifir“.
„Alein“ er ágæt poppplata og
fór hún fram úr mínum vænt-
ingum. Ekkert lag var slæmt
heldur voru þau flest nokkuð
jöfn að gæðum. Yfirhöfuð var
seinni hluti plötunnar þó ekki
jafn góður og sá fyrri. Engu að
síður, prýðilegt.
Freyr Bjarnason
Umfjölluntónlist
MIÐNES
ALEIN
Prýðilegt
Lögreglan í Atlanta rannsakar núásakanir á hendur Bobby Brown
um heimilisofbeldi.
Eiginkona hans Whit-
ney Houston hringdi
taugaveikluð í lög-
regluna á sunnudags-
kvöldið og sagði að
maðurinn sinn hefði
barið sig. Bobby
hoppaði upp í bíl sinn
og flúði til Kaliforníu. Þegar lög-
reglan mætti á heimili þeirra hjóna
var Houston með áverka á vinstri
kinn. Lögreglan er nú að rannsaka
það hvort Bobby verði kærður eða
ekki.
Lögfróðir menn í Bandaríkjunumspá því nú að málið gegn Mich-
ael Jackson verði fellt niður. Ástæð-
an er sú að lögreglurannsókn fyrr á
árinu, sem fréttist
ekki af í fjölmiðlum,
þótti sanna að
Jackson hefði ekki
brotið á stráknum.
Rannsókn var sett af
stað eftir atriði í heimildarmynd
Martin Bashir þar sem pilturinn
viðurkenndi að hafa sofið í rúmi
Jackson. Þá var pilturinn ítrekað yf-
irheyrður vegna grunnsemda um
kynferðisbrot Jackson en þá
þvertók stráksi fyrir allt og skrifaði
meira að segja undir yfirlýsingu
þess efnis að Jackson væri saklaus.
Saksóknari þarf því að sanna það að
strákurinn hafi logið eða að Jackson
hafi brotið á honum eftir að hann
skrifaði undir yfirlýsinguna.
Sharon Osbourne rauk beint áspítalann til þess að vera við hlið
eiginmanns síns eftir að hann
stórslasaðist í fjórhjólaslysi á mánu-
dag. Ozzy braut viðbeinið, sex rif-
bein og hryggjarlið í hálsi þegar
hann krassaði hjólinu á
landi sínu í Suður-
Englandi. Vinir
segja að þrátt
fyrir að meiðsli
Ozzy séu alvarleg
sé hann hinn hress-
asti, geri mikið grín að
sjálfum sér og að hann
sé bara glaður fyrir að
vera á lífi.
Persónulegur harm-
leikur í sumarbústað
TÓNLIST Íslenska kántrísveitin The
Funerals sendi nýlega frá sér
plötuna Lordy, sem er önnur plata
sveitarinnar.
„Lordy er mjög sorgleg plata
og lýsir miklum persónulegum
harmleikjum,“ segir Lára Sveins-
dóttir söngkona. „Við tókum upp
26 lög en fundum mestan sam-
hljóm með þeim sem eru á plöt-
unni. Hin komust því miður ekki
fyrir.“
Fyrsta plata sveitarinnar,
Pathetic Me, kom út fyrir tveimur
árum og vakti mikla athygli. Hún
var tekin upp í Hvammi í Borgar-
firði og Hrafntóftum í Rangár-
vallasýslu. The Funerals höfðu
sama háttinn á við tökur á Lordy
nema nú settust þau að á Kóngs-
bakka, gömlum sveitabæ á Snæ-
fellsnesi. „Við fengum inni hjá
eigendunum í tíu daga og settum
upp stúdíó í gamalli hlöðu með út-
sýni yfir Breiðafjörðinn. Það var
voðalega ljúft að komast aftur í
sveitina,“ segir Lára, sem er alin
upp úti á landi eins og Viðar
Hákon Gíslason gítarleikari.
„Borgarbörnin kunnu líka að meta
sveitina. Það er gott fyrir þennan
hóp, sem er annars mjög upptek-
inn, að einangra sig úti í sveit og
láta ekki aðra hluti trufla sig,“
segir Lára.
The Funerals hefur fengið tals-
verða athygli erlendis og birtist
meðal annars ferðasaga um sveit-
ina í The New York Times. Það
var tónlistargagnrýndandinn Neil
Strauss sem ferðaðist með sveit-
inni um Ísland en hann hefur með-
al annars skrifað bækur um
Mötley Crue og Marilyn Manson.
„Hann sá okkur á fyrstu Air-
waves-hátíðinni og varð skotinn í
okkur,“ segir Lára. „Hann stakk
upp á því að við færum um landið
og við héldum tónleika á Grundar-
firði, Skagafirði og Akureyri.“
The Funerals hefur tvisvar
fengið boð um að spila í öðrum
löndum en hefur því miður ekki
getað þekkst boðið. „Við höfum
klúðrað því í bæði skiptin því við
eigum aldrei pening og kunnum
ekki að sækja um styrki,“ segir
Lára en virðist kippa sér lítið upp
við að missa af hugsanlegri
heimsfrægð. „Þetta er ekkert
stress, bara gaman. Aðrar hljóm-
sveitir sem meðlimir eru í hafa
fengið að ganga fyrir. Þar að auki
býr einn meðlimur í Danmörku
svo það er erfitt fyrir okkur að
hlaupa af stað óundirbúin.“ ■
THE FUNERALS
Önnur plata sveitarinnar,
Lordy, er komin út. Hún var
tekin upp úti á landi eins
og fyrri platan, Pathetic Me.
M
YN
D
/B
R
IA
N
S
W
EE
N
EY
Nicole Kidman, fyrrum eigin-maður hennar Tom Cruise,
núverandi kærasta hans Pen-
elope Cruz og
Lenny Kravitz,
sem er núver-
andi kærasti
Nicole, ætla öll
að eyða jólunum
saman á Fídjí-
eyjum. Allir eru
bestu mátar og
Nicole og Tom vilja að börn sín
eyði jólunum með foreldrum
sínum.
Rokkekkjan Courtney Loveskrapp af meðferðastofnun-
inni sem hún er á í Los Angeles
til þess að fara á
rokktónleika á
klúbbi. Þar lét
hún mikið fyrir
sér fara og end-
aði meðal annars
uppi á sviði þar
sem hún spann
lag á staðnum.
Hún lét allan salinn vita að hún
þyrfti mikið á karlmanni að
halda. Eftir tónleikana rauk hún
þó upp í bíl sinn og sagði bíl-
stjóranum að keyra sig beina
leið aftur upp á meðferðastofn-
unina.
Pink og nýi kærastinn hennar,trommarinn Tommy Lee úr
Mötley Crue, komu gestum
skemmtistaðar-
ins Lotus í opna
skjöldu á föstu-
dagskvöldið
með því að hafa
háværar sam-
farir á salern-
inu. Fyrst skipt-
ust þau á að
leika sér með
einni stúlku á
klósettinu en hurfu svo inn sam-
an og nutu hvort annars. Eig-
andi staðarins gekk inn á þau og
segir sjónina hafa verið ansi
skrautlega.
Trúðu mér, Leeds tekur
þetta í ár! En hverjar eru
þínar væntingar?
Hvað heitir aftur liðið þitt?
Swimmingpool? Nei...
var það Lifrarpylsa?
Hm, nei...
alveg stolið úr mér...
Þú verður að afsaka!
Það er erfitt að muna nöfnin
á öllum þessum liðum
sem hanga alltaf þarna
um miðja deild
einhvers staðar!
Hvað er
þetta?
Þetta hérna á
toppnum? Finnurðu
það? Það er
Liverpool,
vinur minn! Þetta
verður
langt
tímabil!nudd
nudd