Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 2003næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Fréttablaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 34 Leikhús 34 Myndlist 34 Íþróttir 31 Sjónvarp 36 MIÐVIKUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG GOTT SPRENGIVEÐUR VÍÐAST Síst þó á Suðaustur- og Austurlandi. Veður verður frekar leiðinlegt framan af degi en spár eru allar á einn veg: að vel viðri um áramótin. Miðnæturspáin er á sínum stað í blaðinu. Sjá síðu 6 31. desember 2003 – 327. tölublað – 3. árgangur • 49 ára í dag Ingibjörg Sólrún ▲ SÍÐA 22 Á ekki eftir að sakna stjórnmálanna • áramótadansleikurlan Geirfuglarnir ▲ SÍÐA 34 Við öllu búnir RÁÐHERRASKIPTI Tómas Ingi Olrich lætur í dag af starfi menntamálaráðherra og við tekur Þorgerður Katrín Gunnarsdótt- ir. Tómas segist munu sakna margs en Þor- gerður segir mörg spennandi verkefni bíða sín í nýju starfi. Sjá síður 12 og 14 GRÓFARA OG HÖMLULAUSARA Viðhorf unglinga til kynlífs hafa gjörbreyst á nokkrum árum segir deildarsérfræðingur hjá Barnaverndarstofu. Kynlífið sé orðið hömlulausara en verið hefur. Sjá síðu 2 MEÐ HEITUSTU ÁRUM Árið sem er að líða undir lok er eitt af heitustu árum sem sögur fara af frá því mælingar hófust. Hlýrra var í Stykkishólmi en nokkru sinni fyrr og meðalhiti í Reykjavík hefur aldrei verið hærri. Sjá síðu 6 NÝ LÁN Íslandsbanki býður húsnæðislán sem gefa viðskiptavinum kost á að nýta sér vaxtamun milli Íslands og annarra landa, en taka um leið gengisáhættu. Landsbank- inn hyggst fara sömu leið. Sjá síðu 4 ÁRAMÓTIN Ríflega helmingur allrar flugeldasölu fyrir áramótin fer fram í dag gamlársdag að sögn Valgeirs Elíassonar, upplýsinga- fulltrúa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Valgeir telur að yfir 90% af rekstrarfé björgunarsveitanna fá- ist með flugeldasölu. Að sögn Val- geirs er samkeppnin mikil á flug- eldamarkaðnum í Reykjavík en alls fengu 49 aðilar leyfi til flug- eldasölu fyrir þessi áramót, þar af eru 21 af þeim á vegum aðildar- félaga Landsbjargar. Þá nýta mörg íþróttafélög þetta tækifæri til fjár- öflunnar auk þess sem nokkrir einkaaðilar selja skoteldar. ■ Flugeldar fyrir áramót: Yfir helmingur sölunnar í dag Meðallestur fólks á miðvikudögum NOKKRAR STAÐREYNDIR UM Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í okt. ‘03 FR ÉT TA B LA Ð IÐ M O R G U N B LA Ð IÐ 66% 49% FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Veðrið í kvöld: Ágætt veður um allt land ÁRAMÓTAVEÐRIÐ Útlit er fyrir norð- anátt á öllu landinu í kvöld og að sögn Haraldar Eiríkssonar veður- fræðings er líklegt að veðrið verði skaplegt um land allt. „Það virðist ætla að verða norðanátt á landinu og verður farið að ganga niður annað kvöld. Vindhraði verður á bilinu átta til þrettán metrar á sekúndu á landinu öllu,“ segir hann. Haraldur segir að útlit sé fyrir bjartviðri á höfuðborgarsvæðinu og sunnanlands en á Vestfjörðum verði skýjað en hið þokkalegasta veður. Mestar líkur fyrir úrkomu eru á Norður- og Austurlandi en þar gæti gengið á með éljum í kvöld og nótt. ■ HÁTÍÐAHLJÓMAR Árlegir hátíðatónleikar við áramót hefjast klukkan 17 í Hallgrímskirkju. Trompet- leikararnir Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson spila við undirleik Harðar Áskelssonar trompetleikara. Gleðilegt nýtt ár HANDAGANGUR Í ÖSKJUNNI Flugeldasalan er langmest síðustu klukku- tímana fyrir lokun sölustaða. Íþróttamaður ársins: Ólafur í annað sinn ÍÞRÓTTIR Ólafur Stefánsson var í gær útnefndur íþróttamaður árs- ins annað árið í röð. Ólafur sem leikur með spænska liðinu Ciudad Real var lykilmaður í landsliðinu í handbolta sem náði frábærum árangri á heimsmeistaramótinu í Portúgal. „Ég get alveg játað það að ég átti alls ekki von á þessu,“ segir Ólafur í viðtali við Fréttablaðið. „Ég hélt að Eiður Smári eða ein- hverjir fótboltastrákar myndu vinna að þessu sinni. Mér fannst þeir mjög flottir á árinu.“ Sjá síðu 32 Michael Jackson: Talsmaður segir upp BANDARÍKIN Stuart Backerman, helsti aðstoðar- og talsmaður poppstjörnunnar Michaels Jackson, hefur sagt upp störfum vegna skipulagságreinings við aðra úr fylgdarliði Jacksons. Backerman tók þessa ákvörð- un eftir að Jackson hafði komið fram í viðtali í fréttaþættinum „60 mínútur“ á sunnudaginn. „Ég sagði upp vegna þess að ég er ósáttur við það hvernig mál hafa þróast,“ sagði Backerman, en Jackson hefur verið ákærður fyr- ir kynferðislega misnotkun á barni. Jackson neitar sakargiftum og segist hafa verið beittur harðræði þegar hann var handtekinn fyrr í mánuðinum, en honum var slepp samdægurs gegn tryggingu. ■ brennur ● áramótaleikir Ragnar Baldursson: ▲ SÍÐUR 24-26 Íslensk og kínversk áramót áramót ÓLAFUR STEFÁNSSON Útnefndur íþróttamaður ársins öðru sinni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 327. tölublað (31.12.2003)
https://timarit.is/issue/263850

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

327. tölublað (31.12.2003)

Aðgerðir: