Fréttablaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 31. desember 2003 35 Brunamálastofnun og slökkviliðin í landinu óska landsmönnum farsældar á nýju ári. Eldsvoðar urðu okkur dýrkeyptir á árinu. Eignatjón varð talsvert á annan milljarð króna. Gætum okkar betur á næsta ári! Um leið minnum við ykkur á og huga að nauðsynlegum brunavörnum. að fara varlega með eld Brunamálastofnun Skúlagata 21 101 Reykjavík Sími 591 6000 Fax 591 6001 brunamal@brunamal.is www.brunamal.is Líf, heilsa, umhverfi, eignir Markmið Brunamálastofnunar og slökkviliðanna er að vernda líf, heilsu fólks, umhverfi og eignir með því að tryggja fullnægjandi eldvarnaeftirlit og viðbúnað við eldsvoðum og mengunaróhöppum á landi. Brunamálastofnun vinnur fyrir stjórnvöld, slökkvilið, almenning og aðra hagsmunaaðila að ráðgjöf, eftirliti og umbótum á sviði brunavarna. G A R Ð A R G U Ð JÓ N SS O N / M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 1 2 .0 3 Í ár verður rifjuð upp stemning-in sem ríkti í Glaumbæ á sínum tíma,“ segir þingkonan Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir en hún er veislustjóri á hinum árlega nýársdansleik ‘68 kynslóðarinnar sem hefur verið haldinn við mik- inn fögnuð síðastliðin tuttugu ár. Herlegheitin á nýársdag eru haldin á Hótel Sögu og hefjast með glæsilegum kvöldverði. „Guðmundur Andri Thorsson heldur hátíðarræðu í þetta sinn. Hann var bara fjórtán ára þegar Glaumbær brann en hefur þó án efa eitthvað skemmtilegt að segja við gamla fastagesti Glaumbæjar því nýjasta bók hans, Náðarkraft- ur, fjallar einmitt um ‘68 kynslóð- ina.“ Dumbó og Steini áttu hið fræga lag um Glaumbæ sem brann og fólkið sem fann sér annan sama- stað. „Við tökum það lag án efa í kvöld en venjan er að hafa fjölda- söng og syngja mikið á þessum böllum,“ segir Ásta sem gerði sitt til að halda uppi stemningunni á Glaumbæ á sínum tíma því hún vann sem plötusnúður á skemmti- staðnum. Hljómar halda svo uppi fjörinu á Hótel Sögu langt fram eftir nóttu en þeir spiluðu oft í Glaumbæ á sínum tíma og ætti því engin önnur hljómsveit að vera betur til þess fallin að endur- vekja nostalgíustemninguna í kringum þennan sívinsæla skemmtistað. ■ Glaumbæjarstemningin endurvakin á Sögu HLJÓMAR Halda uppi fjörinu á nýársdans- leik ‘68 kynslóðarinnar sem haldinn verður á Hótel Sögu. Grímuball á Pravda Það er mjög góð stemning fyr-ir kvöldinu,“ segir Margrét Rós Gunnarsdóttir en fyrirtæki hennar og Dóru Takefusa, For- ever entertainment, stendur fyr- ir grímuballi á skemmtistaðnum Pravda. „Það er búið að skreyta skemmtistaðinn og setja hann í áramótabúninginn en svo er það undir gestunum komið hversu mikið þeir skreyta sjálfan sig.“ Verðlaun verða veitt fyrir besta búninginn í kvöld. „Þetta er kjörið tækifæri fyrir fólk til að klæða sig nákvæmlega eins og það fílar best, hvort það sem er í galakjól með glimmer eða í stjörnustríðsbúningi. Við brugð- um þó einnig á það ráð að láta grímur fylgja með inngöngu- miðunum þannig að það fólk sem langar ekki að vera í grímu- búningi á gamlárs geti samt ver- ið með í stemningunni.“ Áramótapartíið á Pravda hefst fljótlega eftir miðnætti í kvöld en Dj. Árni E og Tommy White sjá um að þeyta skífurnar og halda uppi stuðinu á grímu- dansleiknum. ■ ÁRAMÓTAGRÍMAN Skemmtanaglaðir Íslendingar fá tækifæri til að bregða sér í hin ýmsu gervi í kvöld á Pravda en fyrir þá sem velja hefðbundinn klæðnað er um að gera að smella grímu á andlitið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.