Fréttablaðið - 31.12.2003, Side 16

Fréttablaðið - 31.12.2003, Side 16
Þetta var allavega fínt ár fyrirFréttablaðið, starfsmenn þess og útgáfufyrirtæki – og vonandi les- endur alla. Fréttablaðið varð mest lesna dagblað landsins á árinu, Suð- urnesjamenn bættust í hóp þeirra sem fá blaðið borið heim til sín á morgnana, sunnudagsblað Frétta- blaðsins hóf göngu sína, vikulega tímaritið Birta varð til og fasteigna- blað Fréttablaðsins byrjaði að koma út á mánudögum. Og síðan tók Frétt, útgáfufélag Fréttablaðsins, við DV undir lok ársins og hóf út- gáfu þess með breyttu sniði. Í ljósi þess hraða vaxtar og mikla árangurs er ekki að furða þótt eitthvað hafi blásið um Fréttablað- ið. Sá blástur hefur þó aðeins verið í nösum fárra. Almenningur allur hefur tekið blaðinu einkar vel og þeim nýjungum sem það hefur boð- ið upp á. Fyrir það erum við starfs- menn blaðsins þakklát og vonumst til að geta fylgt þeim viðtökum eftir á nýju ári. Árið hefur líka verið einkar tíð- indamikið enda stendur íslenskt samfélag á ákveðnum tímamótum. Með minni áhrifum ríkisvaldsins og stjórnmálaflokka á viðskipti hefur dregið úr miðstýringu efnahagslífs- ins og þróttur þess vaxið. Það má búast við að samskonar þróun verði á öðrum sviðum mannlífsins. Ís- lenskt samfélag var lengst af á 20. öld undarleg blanda vestræns lýð- ræðissamfélags og miðstýrðs sam- félags undir stjórnmálaflokkunum. Þetta vald flokkanna náði ekki að- eins til stjórnkerfisins heldur yfir allt viðskiptalífið og hafði lamandi og neikvæð áhrif á atvinnulífið allt, menningu, fjölmiðla, listir og nán- ast öll svið mannlífsins. Þótt brestir hafi komið í þetta kerfi fyrir aldar- fjórðungi eða svo hefur það reynst ótrúlega lífseigt. Viðskiptabankar ríkisvaldsins voru til dæmis ekki einkavæddir fyrr en á þessu ári og svo virðist sem stjórnmálamenn hafi ekki enn fyllilega sætt sig við að dagleg stjórn þeirra heyrir ekki lengur undir þeirra verksvið. Og sama má svo sem segja um önnur svið sem áður lutu valdi stjórnmála- flokka. Það mun líklega taka stjórn- málamenn lengri tíma en flesta aðra að venjast því að allir þræðir samfélagsins liggi ekki um þeirra hendur. Á endanum munu þeir þó læra að meta fjölþættara samfélag með dreifðari ákvarðanatöku. Valddreifing og aukin fjöl- breytni á sér ekki aðeins stað í stjórnmálum og viðskiptum. Við sjáum hana verða til í fræðilegri umræðu með fleiri háskólum og eft- ir því sem fleira vel menntað fólk finnur sér starfsvettvang utan Há- skóla Íslands eða ríkisstofnana. Þegar að því kemur njótum við svipaðra ávaxta af aukinni einka- væðingu á lægri skólaþrepum, heil- brigðiskerfinu og annarri almanna- þjónustu. Slík einkavæðing snýst ekki aðeins um rekstrarform og hagkvæmni heldur valddreifingu og fjölbreytni. En slík kerfisbreyt- ing mun alltaf kalla á harðar deilur. Þær eru fylgifiskur breytinga og segja í raun lítið um ágæti þeirra. ■ Sérfræðingar á vef BBC hafa núspáð fyrir um helstu viðburði ársins 2004. Ef eitthvað af því ræt- ist sem þeir spá, má gera ráð fyrir að árið verði nokkuð viðburðaríkt, einkum í Bretlandi. Harold Brooks-Baker, sérfræðingur í kon- ungsfjölskyldunni og höfundar bókar um hana, spáir því til dæmis að Karl Bretaprins muni kvænast Camillu Parker Bowles. Þau muni giftast í kirkju, en að veislan verði lítil í sniðum og einungis fyrir nán- ustu fjölskyldu. Að öðru leyti spáir hann því að drottningin verði við góða heilsu. Uppfinningamaðurinn Trevor Baylis sér stórt stökk framundan í farsímatækni. Hann spáir því að lítil sjónvörp verði komin í símana á árinu 2004. Því til rökstuðnings bendir hann á að vasasjónvörp hafa verið fáanleg í mörg ár og margir símar eru nú komnir með litaskjá. Því sé þetta einungis spurning um að samræma þetta tvennt. Eini gallinn er sá að líklega myndi sjónvarpsglápið éta upp batteríið, en Baylis kveðst ekki hafa áhyggjur af því að framþró- unin muni stranda á því. Bush áfram Bandaríkja- forseti Stjórnmálaskýrandinn Tony Howard kveðst þess fullviss að George W. Bush fari með sigur af hólmi í forsetakosningnum í nóv- ember og verði þar með áfram forseti Bandaríkjanna. Eini fram- bjóðandinn sem geti mögulega stoppað hann sé fyrrum forseta- frúin, Hillary Clinton. En hún mun ekki bjóða sig fram, segir Howard. Breytingar gætu þó átt sér stað í öðrum stórum embættum. Sarah Delamere Hurding, sem titlar sig sjáanda, heldur því fram að á næsta ári verði í fyrsta skipti kjörinn blökkumaður í páfastól. Hún telur að þetta verði umdeild en mikilvæg ákvörðun fyrir kaþólsku kirkjuna. Eini gallinn á þessum spádómi er sá, að spá- menn og konur hafa spáð þessu um aldir, en lítið hefur ræst í þessum efnum. Það kann þó að verða breyting á því nú. Breytt tíska og ríkisvæddar lestir Menningarvitinn Peter York spáir því að næsta ár verði tíma- mótaár. Ný fyrirbæri í tísku verði smám saman sjáanleg og tísku- sveiflur sem hófust um miðjan 10. áratuginn muni fjara út. Hann spáir því að einhver einn atburður á árinu muni marka þessi straum- hvörf. York horfir hér sérstaklega til Bretlands og einn slíkur at- burður sem hann telur að geti breytt menningarlífinu og tísku- heiminum í einni svipan væri ef Tony Blair félli frá völdum. Að lokum má geta þess að sam- göngusérfræðingurinn Christian Wolmar spáir því að allt lestar- kerfið í Bretlandi, sem legið hefur undir stöðugri gagnrýni fyrir óstundvísar lestir og stöðugan taprekstur, verði allt fært undir hatt ríkisins aftur, eins og það leggur sig. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um árið 2003. Úti í heimi ■ Sérfræðingar í Bretlandi keppast nú við að spá fyrir um atburði ársins 2004. 16 16. september 2003 ÞRIÐJUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Ástand heimsins nú vitnar aðýmsu leyti um aukið sundur- lyndi. Menn hefðu e.t.v. átt að geta vænzt þess að lifa í kristilegri sátt og samlyndi, eftir að kalda stríð- inu lauk um 1990. En svo fór þó ekki, því að önnur öfl losnuðu úr læðingi um líkt leyti, svo að þróun heimsmálanna tók aðra stefnu en ætla mátti. Byrjum í Bandaríkj- unum, og færum okkur síðan hingað heim. Þverklofin þjóð Bandaríkjamenn eru nú þver- klofin þjóð. Repúblikanar byrj- uðu, með biblíuna á lofti, þegar þeir reyndu að hrekja Clinton for- seta úr embætti vegna vandræða- legra einkamála. Aðförin mis- tókst. Fyrrverandi menntamála- ráðherra úr röðum repúblikana skrifaði ábúðarmikla bók um sið- ferðisbresti Clint- ons og var síðan staðinn að því að hafa tapað 600 milljónum króna í spilavítum í Las Ve- gas og víðar. Annar – það var leiðtogi repúblikana í þing- inu – stóð í ástar- sambandi við pitsu- sendil í þinghúsinu, á meðan hann stjórnaði herferð- inni gegn Clinton. Hinn þriðji reisti feril sinn á því að heimta að- skilnað hvítra og svartra og reyndist svo, þegar hann hrökk upp af tíræður, eiga tæplega átt- ræða blökkudóttur, sem hann af- neitaði alla tíð. Sundurþykkja Bandaríkja- manna lýsir sér m.a. í því, að margir telja repúblikana nánast hafa rænt forsetaembættinu, enda náði Bush forseti ekki kjöri fyrr en í Hæstarétti með fimm atkvæðum gegn fjórum, eftir flokkslínum að heita má. Forset- inn hefur þó ekki látið þessa að- komu að embættinu aftra sér, heldur hefur hann ráðizt fram af öllu afli: hann hefur snúið mynd- arlegum afgangi í ríkisbúskapn- um upp í mikinn halla með skatta- lækkun einkum handa auðmönn- um, stefnt velferðarkerfinu og umhverfisvernd í voða og ráðizt inn í Írak án stuðnings helztu bandamanna sinna og Sameinuðu þjóðanna, svo að Bandaríkin eru nú litin hornauga um allan heim. Menn forsetans hafa lagt undir sig sjónvarps- og útvarpsstöðvar til að breiða boðskapinn út og at- ast í andstæðingum hans með föð- urlandssvikabrigzlum o.fl. Stjórn- mál eru stríð, það er línan: allt er leyfilegt. Embættisfærsla Bush hefur vakið efasemdir um það í Evrópu, að Bandaríkjamenn séu færir um að gegna forustu hins frjálsa heims, sem svo er kallað- ur. Það er umhugsunarefni handa smáríkjum í Atlantshafsbandalag- inu. En það er eins og Bush og fé- lögum sé sama: þeir treysta á mátt sinn og megin. Viðskiptaráð- herrann í stjórn Bush hefur sagt, að forsetinn telji, að guð hafi kall- að hann til forustu. Andstæðingar Bush forseta láta sitt ekki eftir liggja. Þeir hafa sumir lýst því á prenti, að hann sé óhæfur til að gegna embættinu fyrir heimsku sakir o.fl. Svona hafa menn ekki talað í alvöru í Washington, síðan Warren Harding var forseti 1921–23 - það var hann, sem sagðist ekki vita, hvað hann ætti að gera við vini sína, og svo, þegar hann dó í embætti, fyrir sextugt, kom í ljós, að einkavinir hans höfðu makað svo krókinn, að sumir þeirra lentu undir lás og slá. Ýmsum virðist með líku lagi, að Bush og félagar líti á völd sín sem eins konar ráns- feng: svo herská er greiðvikni stjórnarinnar við ýmsa sérhags- munahópa og einkavini. Stjórn Bush hefur t.d. stóraukið styrki til landbúnaðar og tollvernd handa stálfyrirtækjum. Tollverndin reyndist vera ólögleg, svo að for- setinn neyddist fyrir nokkru til að draga hana til baka fyrir tilstilli Evrópusambandsins og Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar. Sjálftökusamfélagið Þessi hugblær er ekki bundinn við Bush forseta og bandaríska repúblikana. Um það leyti sem ríkisbankarnir hér heima hættu að geta mismunað mönnum í skjóli neikvæðra raunvaxta, upp- hófst í staðinn skipuleg mismun- un í gegnum kvótakerfið. Stjórn- málaflokkarnir, sem skipulögðu þessa mismunun í upphafi og höfnuðu markaðslausnum á borð við gjaldtöku fyrir veiðiréttinn, hafa goldið vanrækslunnar: þeir hafa veikzt og spillzt, svo sem við var að búast. Þingstyrkur þeirra hefur aldrei verið minni en hann er nú. Kompásinn hjá þeim hefur ruglazt, enda þótt þeir hafi á end- anum látið undan síga með því að lögfesta lítils háttar veiðigjald. Kompásskekkjan virðist hafa ágerzt með tímanum. Sjálftöku- samfélagið, þar sem menn skipa sjálfa sig og hverjir aðra í embætti, selja ríkisfyrirtæki á undirverði og halda ítökum sínum þar, gera vandræðalega eftir- launasamninga við sjálfa sig og mylja undir einkavini sína og am- ast um leið við öryrkjum án þess að blikna og þræta svo fyrir allt saman: þessi skipan er eins og skilgetið afkvæmi siðaveiklunar- innar á bak við kvótakerfið. Myndu Bush og félagar hafa eitt- hvað við þetta að athuga? Varla. En ranglæti er eins og annað ill- gresi: það breiðist út, nema það sé rifið upp með rótum. Þarna er verk að vinna með hug og orði. ■ Jeppa- stráklingar tapa sér í snjónum Áhugamaður um holla útivist skrifar: Snjórinn lék misjafnlega viðfólk á mánudaginn. Börnin glöddust flest og tóku sum fram sleða og skíði, venjulegir smábíla- eigendur bölvuðu í hljóði, en jeppaeigendur glöddust yfir því að geta sannað getu sína margir hverjir. Örfáir kunnu sér þó greinilega ekki kæti, því seint á mánudagskvöldið ólmuðust fimm eða sex jeppastráklingar í skíða- brekku ÍTR í Vatnsendahæðinni við Jaðarsel, upp og niður og þversum svo að undir tók í hverf- inu af drunum stærstu bílanna. Slíkur óvitaskapur vekur náttúr- lega upp spurningar um það hvort þessir ökumenn hafi þroska til að stýra slíkum tækjum. Á mánu- dagskvöldið var hláka sem frysti síðan í. Allir sem einhvern tíma hafa farið á skíði vita hversu mik- il hætta getur verið búin þeim skíðamönnum sem fara þurfa yfir hjólför eða aðrar álíka ójöfnur. Við skulum bara vona að ekkert barnið meiðist illa af þeim ójöfn- um sem jeppstráklingarnir hafa búið til í brekkunni. ■ ÞORVALDUR GYLFASON ■ skrifar um ástand heimsins við áramót. ■ Bréf til blaðsins ■ Af Netinu Sjónvarp í símann og Karl kvænist Camillu Var þetta ekki bara nokkuð gott ár? ■ En ranglæti er eins og annað illgresi: það breiðist út, nema það sé rifið upp með rótum. Þarna er verk að vinna með hug og orði. Huggun harmi gegn „Það jákvæða við árið 2003 var allur sá fjöldi sem streymdi á göt- urnar til að andmæla stríðs- rekstrinum, bæði um alla Evrópu og í Bandaríkjunum. Annað eins hefur ekki sést lengi þó að því miður næði andófið ekki að hreyfa við stríðsáhuga stjórn- valda sem illu heilli geta treyst á blússandi þjóðerniskennd þegar stríðið er einu sinni hafið.“ - ÁRMANN JAKOBSSON Á MURINN.IS ÁFRAM FORSETI Stjórnmálaskýrandinn Tony Howard spáir því að Bush sigri í forsetakosningnum í nóvem- ber. Howard segir að það geti aðeins einn einstaklingur lagt Bush að velli í kosningunum og það sé Hillary Clinton. Hún sé hins vegar staðráðin í að fara ekki í framboð. Um daginnog veginn Við áramót YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, s. 5885711 og 6946103 YOGA YOGA YOGA Morguntímar, hádegistímar, síðdegistímar og kvöldtímar. Sértímar fyrir barnshafandi konur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.