Fréttablaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 38
Hrósið 38 31. desember 2003 MIÐVIKUDAGUR ■ Fyrsti kossinn Númer eitt er að nota öryggis-gleraugu,“ segir Valgeir Elí- asson, upplýsingafulltrúi Slysa- varnafélagsins Landsbjargar, um helstu varúðarráðstafanir sem ber að viðhafa þegar flug- eldum er skotið upp. Annað sem Valgeir vill minna fólk á er að áfengi og flugeldar eiga ekki saman. „Flest flugeldaslys má rekja til áfengisnotkunar, eða 7–8 af hverjum 10,“ segir hann. Valgeir bendir á að kassi utan af köku sem búið er að skjóta upp sé hin heppilegasta undir- staða þegar allt púður sé rokið úr henni. Einnig megi búa til skotpall úr tveggja lítra plast- flöskum sem fylltar eru vatni, nema miðjuflaskan sem prikinu er stungið ofan í. Ein flaska nægi reyndar sé henni stungið ofan í stífan snjóskafl. Hann segir þýðingarmikið að skera flipana vel af kössum utan af tertum annars geti þeir breytt skotstefnunni. Þá biður hann fólk að huga vel að skepnum sem oft þjáist í látunum. Húsdýr beri að loka inni með ljósi og tónlist svo þau verði síður vör hávaðans og hann bendir þeim sem fara í sumarbústað um ára- mótin á að fæla ekki hrossastóð bændanna í kring. Að lokum berst talið að börn- unum sem eru ekki síst spennt fyrir púðrinu. „Það á ekki að eiga sér stað að börn fái að fikta við flugeldana, enda ekki að ástæðulausu sem fólki innan 16 ára aldurs er bannað að kaupa þá,“ eru síðustu varnaðarorð Valgeirs í þessu spjalli. ■ Varúðar er þörf VALGEIR ELÍASSON ■ upplýsingafulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, ráðleggur fólki að nota gleraugu þegar það skýtur upp flugeldum. ...fá hjálpsamir Íslendingar fyrir að bjarga fólki á illa búnum bíl- um úr ógöngum. Fréttiraf fólki Áfengi og flugeldar eiga ekki saman Það var um fleira fjallað í jóla-boðunum þetta árið en bók Hannesar. Margir viðskiptavinir KB banka, sem margir hverjir telja sig enn vera í viðskiptum við Búnaðarbankann voru óánægðir með að hafa frétt af breytingum á nafni bankans í gegnum sjónvarpsauglýsingu. Var þetta tekið sem mark um lélega einstaklingsþjónustu að geta ekki einu sinni sent við- skiptavinum bréf um nafnbreyt- inguna. Þetta nýja nafn virðist fara skringilega ofan í marga. Þó nokkrir hafa gert grín að því að KB banki standi þá fyrir Kaup- þing Búnaðarbanki banki, aðrir halda því fram að KB standi bara fyrir Kaupfélagsbankann. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6: 1. 2. 3. Róttæki flokkurinn. 700 milljónir króna. Kaupfélag Borgfirðinga. 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 12 5 Örfá sæti laus í 10 daga skí›afer›ina Ein me› öllu til Val di Fiemme 14. - 24. janúar. Fararstjóri er Einar Sigfússon. www.urvalutsyn.is 118.100 kr.* ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 32 67 12 /2 00 3 *Innifali›: Flug, flugvallarskattar, akstur til og frá hóteli erlendis, lyftukort, gisting me› hálfu fæ›i í 10 nætur og íslensk fararstjórn. Sta›greitt m.v. tvo í herbergi me› hálfu fæ›i á Hotel Shandrani. b‡›ur öllum sem kaupa skí›afer› hjá Úrval-Úts‡n 20% afslátt af skí›afatna›i og ö›rum skí›avörum. Ver›: 39.800 kr.Fyrir Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 Selfossi: 482 1666 Úrval-Úts‡n Skelltu flér til Verona í beinu leiguflugi - engin millilending. 14. janúar í 10 daga. Innif.: flug og flugvallarskattar. Fjölnir Þorgeirsson bóndi Ég hef verið að spá íáramótaheitinu fyrir næsta ár og ætla að verða duglegri að vakna á morgn- ana. Af því að ég er orðinn bóndi þá þýðir ekkert að vakna klukk- an níu og vera kominn út klukkan hálf tíu. Á nýju ári ætla ég að vera kominn út klukkan átta.“ Elva Ósk Ólafsdóttir leikkona Ég er búin að setjamér áramóta- heit. Ég ætla að byrja að hreyfa mig reglulega aftur eftir árs hlé. Ég hef alltaf verið í líkamsrækt en fékk allt í einu algjört ógeð. Ég finn núna hvað ég er orðin slöpp og þarf að fara að hrista af mér slenið. Svo ætla ég að sjálfsögðu að verða betri mannsekja og mamma.“ Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri Vitaskuld er efst íhuga að efla Ríkisútvarpð og auka enn frekar vinsældir þess meðal lands- manna. Ég hef afskaplega lítið hugsað um ára- mótaheit. Ég hætti að reykja á sínum tíma um mitt sumar og gerði það með mjög stuttum fyrirvara og án fyrirheita.“ Ragnheiður Gröndal söngkona Ég ætla að læra aðsegja nei og reyna að verða betri manneskja eins og ég geri á hverju ári. Ég ætla að reyna að hætta að vera leiðinleg við alla.“ Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu Ég hef ekkert veriðað pæla í ára- mótaheitum. Ætli ég reyni ekki að gera eins og flestir, hreyfa mig meira og létta mig. Ég er ekki einn af þeim sem setja sér mark- mið um áramót. Ég þekki mikið til þeirra sem setja sér markmið um áramót en það dugir aðeins í tvær vikur. Það er betra að setja sér ekki of mikil markmið til þess að geta staðið við þau.“ Sjónvarpsstöðin Akskjón á Ak-ureyri mun senda út áramóta- þáttinn Gafflabita í beinni útsend- ingu í dag klukkan þrjú. „Þetta er stærsta verkefnið sem við höfum farið í,“ segir Þráinn Brjánsson, fréttamaður stöðvarinnar, sem er einnig einn af þremur umsjónar- mönnum þáttarins ásamt Hildi Jönu Gísladóttur og Óskari Þór Halldórssyni. „Það hafa opnast nýir möguleikar með nýjum eig- endum og fólk fer að verða vart við bætta dagskrárgerð á allra næstu vikum. Við ætlum að halda áfram að leggja áherslu á dag- skrárgerð á Akureyri.“ Í Gaffalbita verður litið um öxl og fjallað um hvað gerst hefur á Akureyri á árinu sem er að líða, auk þess sem spáð verður í spilin fyrir komandi ár. Fjöldi góðra gesta kemur í þáttinn og munu Hvannadalsbræður og Óskar Pét- ursson sjá um tónlistaratriði. ■ Sjónvarp AKSJÓN ■ Sjónvarpsstöðin á Akureyri verður með sérstakan áramótaþátt. ÞRÁINN BRJÁNSSON Fréttamaður á Aksjón verður í loftinu í dag. Gaffalbiti á Aksjón UPPLÝSINGAFULLTRÚINN Gleraugun eru númer eitt, tvö og þrjú, segir Valgeir Elíasson. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M ???Áramótaheit Íslendingar eru manna duglegastir við að strengja áramótaheit. Lárétt: 1veitir, 6oft,7nú,8ll,9ann,10 örk,12mor, 14för, 15mý,16úr, 17pan, 18iður. Lóðrétt: 1vola,2efl,3it,4innkoma,5 rún,9arm,11hörð,13rýni,14fúi,17pr. Lárétt: 1 lætur af hendi, 6 tíðum, 7 í þessari andrá, 8 tveir eins, 9 elskar, 10 blað, 12 ger, 14 ferð, 15 flugur, 16 tímamælir, 17 skógarguð, 18 líffæri. Lóðrétt: 1 væla, 2 gjör sterkari, 3 skammstöfun í tölvubransanum, 4 fé sem safnast, 5 gamalt letur, 9 handlegg, 11 grimm, 13 skoða vel, 14 feyskni, 17 almannatengsl. Lausn: Fyrsti kossinn var sumarið ‘65 áútihátíð í Grábrókarhrauni við Hreðarvatnsskála þar sem ég kyssti yndislega sæta stelpu úr Hafnarfirði. Ég man að mér þótti gott að kyssa hana og hugsaði um það í marga daga á eftir,“ segir Óttar Felix Hauksson í Pops. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.