Fréttablaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 39
MIÐVIKUDAGUR 31. desember 2003 ERFIÐ FÆRÐ Það hefur sannarlega verið erfið færð síðustu daga en gott að eiga góða að þegar fólk festir bílinn sinn. Ígegnum árin hefur engin hefðverið fyrir því að endursýna Áramótaskaupið. Hvert ár eru alltaf einhverjir sem naga handarbök sín á nýársdag sem kannski muna illa atburði kvölds- ins áður, eiga ekki myndbands- tæki eða misstu kannski af Skaup- inu vegna einhverra óvæntra at- burða. „Í fyrsta lagi horfa nú flestir á það í frumsýningu og svo er þetta spurning um kostnað,“ segir Rún- ar Gunnarsson, dagskrástjóri Sjónvarpsins. „Ég held að það séu yfir 90% þjóðarinnar sem horfir á Skaupið ár hvert. Þetta er eitt- hvað sem allir eru að horfa á. Skaupið er líka eitthvað sem er aðeins á þessu eina kvöldi.“ Samningar við þá sem koma að Skaupinu eru þess eðlis að þeim þarf að greiða við hverja sýningu. Hvort sem það eru leikarar, tón- listarmenn, leikstjórar eða höf- undar. Rúnar tekur ekki fyrir það að markaðsdeild Sjónvarpsins taki einhvern tímann upp á því að gefa út eldri áramótaskaup á DVD eða sölumyndbandi. Hann segir þó engar fyrirspurnir um það hafa borist inn á borð. „Það má vel vera að það verði gert. Það er að færast í aukana að gefa út gamalt efni hér. Við sitjum náttúrlega á miklum fjársjóði. Það gamla efni sem við höfum þegar gefið út virðist falla í góðan jarðveg.“ Rúnar fékk að sjá fyrstu drög að Skaupinu frá Ágústi Guð- mundssyni leikstjóra og leist mjög vel. „Ég hef alltaf gaman af Skaupinu,“ segir hann og hlær með minningum sínum. ■ Horfir ekki á Skaupið Skaupið RÚNAR GUNNARSSON ■ dagskrárgerðarstjóri Sjónvarpsins, segir mögulegt að gefa Skaupið út á DVD-diskum. FRÉTTAB LAÐ IÐ /G VA ÁRAMÓTASKAUPIÐ Þessi mynd var tekin við upptökur á stórfínu Skaupi Óskars Jónasonar frá því í fyrra. Af hverju er Skaupið aldrei endursýnt? Ég get ekki horft á þennan dag-skrárlið lengur,“ segir Edda Björgvinsdóttir leikkona. „Mér er bara ofviða öll vitleysan, hafaríið og bullið í kringum þetta. Ég hef ekki horft á þetta í þrjú ár og kem ekki til með að horfa núna.“ Eins og margir muna var þátt- ur Eddu í einu besta Skaupi allra tíma, árið 1984, töluverður og hún hefur nokkrum sinnum tekið þátt í því síðan. Ekki er vitað hvenær hún sneri baki við Skaupinu eða af hverju. „Mér líður yfirleitt mjög illa fyrir hönd þeirra sem eru að taka þátt í þessu. Fyrir þá sem skrifa og leikstýra því. Þjóðin er ýmist búin að reka fólk á hol eða hefja fólk upp til skýjanna. Ef ég horfi ekki á þáttinn og fylgist ekki með á ég auðveldara með að ímynda mér að ég búi í tiltölulega sið- menntuðu landi,“ segir Edda að lokum. ■ EDDA BJÖRGVINSDÓTTIR Er í hópi 10% þjóðarinnar sem fylgist ekki með Skaupinu. Skaupið EDDA BJÖRGVINSDÓTTIR ■ hefur ekki horft á Skaupið síðastliðin þrjú ár.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.