Fréttablaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 34
■ ■ TÓNLEIKAR  17.00 Eins og undanfarin 11 ár verða tónleikar í Hallgrímskirkju undir yfirskriftinni “Hátíðahljómar við áramót”. Fram koma trompetleikararnir Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson ásamt orgelleikara kirkjunnar Herði Áskelssyni. Á efnisskránni eru verk eftir Albinoni, Bach, Händel, Scarlatti o. fl. ■ ■ SKEMMTANIR  00.30 Partístemning á Sólon. Plötusnúðar hússins í áramótaskapi.  00.30 Grímudansleikur á Pravda. Árni E og Tommi White þeyta skífum. Freyðivín í boði hússins. Hattar, ílur og tilheyrandi gamlársstemning. Verðlaun verða veitt fyrir besta búninginn. Tak- markaður miðafjöldi.  Atómstöðin verður með brjálaða rokktónleika á Kaffi Krók á Sauðárkróki.  Stuðmenn heilsa nýju ári og halda uppi stuðinu á Nasa í kvöld.  Breakbeat.is stendur fyrir ára- mótafagnaði á Kapital. Skoski plötusnúðurinn og tónlistarmaðurinn Kemal Okan snýr skíf- um á aðalhæðinni. Honum til halds og trausts verða fastasnúðar breakbeat.is þeir Kalli, Lelli og Gunni. Á neðri hæð- inni verða þeir Bjössi Brunahani, DJ Ingvi og Ewok með house og grooves.  Hljómsveitin Á móti sól leikur á stórdansleik á Gauk á Stöng. 34 31. Desember 2003 MIÐVIKUDAGUR Við stefnum á að halda uppistemningu langt fram undir morgun,“ segir músíkalski dag- skrárgerðarmaðurinn Freyr Eyjólfsson en hann verður í góðu stuði ásamt öðrum Geir- fuglum í Iðnó í kvöld. „Við höf- um haldið Gamlársdansleik ár- lega í Iðnó. Undanfarin ár hefur fólk á öllum aldri og öllum stétt- um mætt á svæðið og skemmt sér með okkur.“ Í kvöld ætla Geirfuglarnir að halda tímalaust dansiball. „Við komum til með að spila útdauða tónlist sem er í takt við tíðarand- ann og ballið gæti allt eins hafa átt sér stað fyrir áttatíu árum,“ segir Freyr en undir útdauða nú- tímatónlist flokkar hann að eigin sögn ítalskar tarantellur, austur- ríska valsa, ameríska kántrí- tónlist og íslenskar lummur. Sérstakur plötusnúður sér um að þeyta skífum í kvöld á milli þess sem Geirfuglarnir sveifla sér á sviðinu. „Hann heitir Hr. R og á bak við nafnið er Ottó Tynes vinur okkar en hann hefur sett saman stór- skemmtilegt prógram fyrir kvöldið.“ Ballgestir mega líka eiga von á nokkrum gestasöngv- urum sem spreyta sig með Geir- fuglunum. „Söngvararnir verða jafnvel stjörnur úr vinsælum barnaleikritum sem sýnd hafa verið á árinu,“ segir Freyr sposkur og bætir við. „Á þessum böllum reynist það líka oft vera þannig að þegar á hólminn er komið stökkva hinir ýmsustu söngvarar upp á svið til okkar og taka lagið þannig að við erum við öllu búnir í kvöld.“ ■ ■ TÓNLEIKAR Við öllu búnir í kvöld hvað?hvar?hvenær? 28 29 30 31 1 2 3 DESEMBER Miðvikudagur STEMNING Í IÐNÓ Geirfuglarnir og óvæntir gestasöngvarar stíga á svið í Iðnó í kvöld og spila útdauða tónlist á tímalausu dansiballi.  Áramótaveisla á Hraunholti skemmtistað stór-Hafnarfjarðarsvæðis- isns. Veislan er haldin til handa öllum Hafnfiðingum og velunnurum. Jón Mýr- dal og Hemmi feiti sjá um tónlistina en leynigestur mætir einnig á svæðið.  Dansiball í Iðnó. Geirfuglarnir leika og skemmta. Herra R. kemur í heim- sókn sem og nokkrir gestasöngvarar. Stuð langt fram eftir nóttu.  Gunnar Óla og Einar Ágúst úr Skímó halda uppi fjörinu á Kaffi Amsterdam í kvöld.  Sálin hans Jóns míns heldur síðasta stórdansleik ársins á Broadway. hvað?hvar?hvenær? 29 30 31 1 2 3 4 JANÚAR Fimmtudagur ■ ■ SKEMMTANIR  Hljómar eru með dansleik á Hótel Sögu á nýársdag. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur flytur hátíðarræðu en veislustjóri er þingkonan og gamli plötusnúðurinn Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir.  Galakvöld í Perlunni. Sex rétta máltíð, glæsileg skemmtiatriði og dansiball á eftir. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. Í SVÖRTUM FÖTUM Gríðarleg stemning ríkti á söfnunartónleikum til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna í Háskólabíói í gær. Rjóminn af íslenskum popptónlistarmönnum og keppendur úr Idolinu heilluðu áhorfendur. Uppselt var á tónleikana og söfnuðust 2,2 milljónir. Stundin mín er morgunverðurum helgar með konunni. Við reynum að hafa þetta heilaga stund og langan morgunverð sem er fágætur munaður í hversdegin- um. Við lesum þá helgarblöðin og þau erlendu tímarit sem við erum áskrifendur að og hlustum að sjálfsögðu í útvarpið. Þá teygjum við okkur innst í ísskápinn og tök- um fram alla ostana og annað álegg sem liggur undir skemmd- um. Við tökum okkur tíma í að borða það,“ segir Dagur B. Egg- ertsson borgarfulltrúi. Stundinmín FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.