Fréttablaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 26
26 31. desember 2003 ÞRIÐJUDAGUR
VIÐ HALLGRÍMSKIRKJU
Ýmsir hafa tekið forskot á sæluna og
skotið upp flugeldum síðustu daga.
Við erum alltaf með fjöl-skylduhlaðborð, svona eins-
konar Babettes gæstebud fjöl-
skyldunnar. Allt það besta sem
hver og einn kann að matbúa er
sett á hlaðborðið,“ segir Stefán
Jón Hafstein.
Framlag Stefáns sjálfs er
fiskur í hlaupi, sem hann segir
sitt skýlausa spesialitet. „Ég
nota í fiskréttinn lax, lúðu,
rækjur og jafnvel humar. Þetta
eru svona fjórar til fimm
úrvalsfisktegundir. Svo bý ég að
sjálfsögðu til Fisksósu Stefáns,
en uppistaðan í henni er sýrður
rjómi, ólífuolía, hlynsýróp og
einhver tegund af sinnepi. Svo
má varíera með kryddið,“ segir
hann og kveður alltaf gerðan
góðan róm að þessum eðalrétti,
sem sé einfaldur að allri gerð en
að sama skapi góður.
Stefán vill ekki viðurkenna
að hann fyllist sérstakri skot-
gleði á gamlárskvöld. „Ég er
eiginlega alveg hættur að
skjóta,“ segir hann, „en gef
frænkum og frændum stjörnu-
ljós og læt mér svo nægja að að
horfa á hina puðra peningunum
sínum út í loftið.“ ■
STEFÁN JÓN HAFSTEIN
Leggur sitt af mörkum á gamlárshlaðborðið og býr til einfaldan fisk í hlaupi.
Íslendingar eru með flug-eldaglaðari þjóðum á áramótum
og margt sem bendir til þess að
aukning sé á sölu flugelda í ár eins
og síðustu ár. Stærsti söluaðilar
flugeldanna eru björgunarsveitir
Landsbjargar, þó vissulega séu
fjölmargir fleiri sem bjóða upp á
úrval sprengiefnis. Valgeir Elías-
son, upplýsingafulltrúi björgunar-
sveitanna, segir að allskyns nýj-
ungar séu í boði í ár. „Við erum
með nýja línu af risaskotkökum,
sjö kökur 100 og 150 skota, sem
eru nefndar eftir mörgum af
stærstu bardögum Íslendinga-
sagnanna, eins og Örlygsstaðabar-
daga, Flóabardaga og fleirum. Við
sækjum líka fleiri nýjungar í forn-
sögurnar, brennur eins og Njáls-
brenna og Flugumýrarbrenna
verða ljóslifandi nú um áramót, í
formi gosa.“
„Flestar okkar björgunarsveita
eru að fjármagna sinn rekstur árið
2004 með flugeldasölunni þessa
fjóra daga. Sumar björgunarsveit-
ir taka inn jafnvel 90% af rekstrar-
fé sínu. Án flugeldasölunnar væru
björgunarsveitir Slysavarna-
félagsins Landsbjargar ekki eins
öflugar í dag og þær eru,“ eru seg-
ir Valgeir, sem sjálfur er mikill
flugeldakall og hlakkar alltaf jafn
mikið til áramótanna. ■
Edda Heiðrún Bachman leikkonaer alin upp í Háaleitishverfinu,
en þar eins og í öðrum hverfum
borgarinnar lögðu menn metnað
sinn í myndarlega bálkesti. „Við
söfnuðum í okkar brennu þar sem
Framvöllurinn er núna, fyrir fram-
an blokkina sem ég bjó í,“ segir
Edda. „Álftamýrarmegin var svo
safnað í aðra brennu og að sjálf-
sögðu mikill metingur í gangi.“
Edda segir að stemningin í kring-
um brennusöfnunina hafi verið gríð-
arleg og fólk í hverfinu verið dug-
legt að losa geymslurnar sínar og
fyrirtækin að gefa ónýtt dót á köst-
inn.
„Daginn fyrir gamlársdag var
kösturinn orðinn afar glæsilegur og
við krakkarnir skiptumst á að vera á
vakt, svo óknyttakrakkar úr öðrum
hverfum kveiktu ekki í,“ segir Edda
hlæjandi. „Svo þegar ég er að koma
á mína vakt þennan dag sé ég að eld-
tungur standa upp úr kestinum. Það
varð uppi fótur og fit og allt gert til
að slökkva, en án árangurs. Það
brann allt upp til agna.“
Edda minnist þess að jafnvel
sterkustu og duglegustu strákarnir
felldu tár þar sem þeir stóðu og
horfðu á vinnuna sína verða að engu.
„En samkenndin í hverfinu var
engu lík. Fullorðna fólkið stappaði í
okkur stálinu, og pabbi, sem var
byggingameistari, útvegaði fullt af
nýju efni svo og aðrir í blokkunum í
kring. Á gamlársdag var æðisleg
stemning þegar fullorðna fólkið og
krakkarnir sameinuðust í að gera
flottan nýjan köst sem varð á end-
anum stærri en sá fyrri. En enn veit
enginn hver kveikti í þó ákveðnir
aðilar í öðrum hverfum liggi undir
grun,“ segir Edda hlæjandi. „En það
var líka alltaf svo mikið fjör við
brennuna okkar þar sem allir þekkt-
ust og skemmtu sér saman.“ ■
Jóhannes Ásbjörnsson, beturþekktur sem Jói í Idol, býst við
að taka því rólega með eiginkonu
sinni á gamlárskvöld.
„Við erum ekkert mikið fyrir
að fara í bæinn þetta kvöld. Við
verðum í faðmi fjölskyldu og vina
og kíkjum síðan væntanlega til
vinafólks í einhver rólegheit,“
segir Jói. „Svo er náttúrlega Idol-
þáttur strax 2. janúar þannig að
maður verður í töluverðum undir-
búningi fyrir hann á nýársdag.“
Að sögn Jóa er haldið í hefðirn-
ar á gamlársdag. Kalkúnn er í
matinn og eftir Skaupið er flug-
eldunum skotið upp. „Það er bara
þetta hefðbundna. Ég er nú að
vonast til þess að það verði eitt-
hvað Idol-grín í þessu Skaupi, það
er aldrei að vita,“ segir hann og
játar að hann telji niður fyrir
nýja árið. „Þá er maður yfir-
leitt kominn út á stétt og
á eina áramótabombu til-
búna klukkan tólf sem
maður kveikir í með
frúnni.“ ■
Áramótamaturinn:
Fiskur í hlaupi
á hlaðborðið
Nú árið er liðið:
Og við
skjótum sem
aldrei fyrr
VALGEIR ELÍASSON
Elskar flugelda og skothvelli á gamlárs-
kvöld.
Um áramótin:
Vonandi Idol-grín í Skaupinu
SIMMI OG JÓI Í IDOL
Ætlar að hafa það náðugt í faðmi
fjölskyldunnar um áramótin.
Kveikt í brennunni degi of fljótt:
Meira að segja stóru
strákarnir felldu tár
EDDA HEIÐRÚN BACHMAN
Safnaði alltaf í brennu með vinum sínum í Safamýrinni.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T