Fréttablaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 6
6 31. desember 2003 MIÐVIKUDAGUR ■ Viðskipti GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 71.65 -0.08% Sterlingspund 127.15 -0.13% Dönsk króna 12.03 0.04% Evra 89.56 0.04% Gengisvísitala krónu 123,74 0,14% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 578 Velta 12.519 milljónir ICEX-15 2.114 0,56% Mestu viðskiptin Kaupþing Búnaðarb. hf 5.480.551.482 Vátryggingaf. Íslands hf. 1.042.645.584 SÍF hf. 778.195.088 Mesta hækkun Tryggingamiðstöðin hf. 8,70% SÍF hf. 4,46% AFL fjárfestingarfélag hf. 3,80% Mesta lækkun Þorbjörn Fiskanes hf. -10,91% Líftæknisjóðurinn hf. -10,00% Nýherji hf. -2,22% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 10.434,4 -0,1% Nasdaq* 2.005,3 -0,1% FTSE 4.470,4 0,3% DAX 3.965,2 0,3% NK50 1.344,8 -0,1% S&P* 1.108,9 -0,1% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Hvað heitir flokkur harðlínuþjóð-ernissinna sem er stærstur eftir þing- kosningar í Serbíu? 2Hvað þurfa lánardrottnar KÁ aðafskrifa mikið samkvæmt frumvarpi að nauðasamningum? 3Hvaða kaupfélag deilir nú við Kaup-þing Búnaðarbanka um nafn bank- ans? Svörin eru á bls. 38 Brýn þörf á neyðaraðstoð: Allt að 50.000 fórust ÍRAN Embættismenn í Íran segja að allt að 50 þúsund manns hafi farist í jarðskjálftanum í borginni Bam á annan dag jóla. Að minnsta kosti 12 þúsund manns eru slösuð og yfir 100 þúsund heimilislaust. Leitarmenn hafa fundið yfir 28 þúsund lík grafin í húsarústum í Bam og nágrenni. Engar líkur eru taldar á því að fleiri muni finnast á lífi í rústunum og einbeita hjálp- arstarfsmenn sér nú að því að grafa lík fórnarlambanna og að- stoða þá sem slösuðust eða misstu heimili sín. Óttast er að sjúkdóm- ar breiðist út ef fólkið fær ekki þá aðstoð sem það þarfnast. Írönum hefur boðist hjálp víðs vegar að úr heiminum. Sex Arabaríki við Persaflóa hafa heit- ið sem svarar um 28,4 milljörðum íslenskra króna til uppbyggingar Bam. Bandaríkin hafa sent 80 hjálparstarfsmenn til Írans auk sjúkragagna. Mohammad Khatami, forseti Írans, þakkaði Bandaríkjamönn- um og öðrum þjóðum fyrir veitta aðstoð en gerði lítið úr þeim get- gátum að framlag Bandaríkj- anna myndi verða til þess að bæta samband ríkjanna tveggja. „Það á ekki að blanda saman mannúðarmálum og erfiðum pólitískum vandamálum,“ sagði Khatami. ■ Hrepptum stóru vinningana Árið sem nú er að líða er eitt af þremur eða fjórum heitustu árum frá upphafi mælinga hérlendis. Ástæðan er hlýnun jarðar segir Trausti Jónsson en kveður happdrætti hvar hlýnunin kemur fram frá einum tíma til annars. VEÐUR „Veðurfar hefur farið hlýn- andi í heiminum síðustu hundrað árin og verið sérstaklega áberandi síðustu 25 árin. Við ásamt Græn- landi og nokkrum öðrum stöðum sátum eftir í tiltölulega köldu lofti. Það var því eiginlega kominn tími til að við færum að njóta góðs af því,“ segir Trausti Jónsson, veðurfræðingur á Veður- stofu Íslands. Árið sem nú er að líða er eitt af þremur eða fjórum heitustu árum frá því mælingar hófust. Hlýnun loftlags á þessu tíma- bili er mæld að meðaltali yfir heiminn. Sums staðar hlýnar meira en annars staðar. „Það er til- viljanakennt frá ári til árs hvar mestu hlýindin eru,“ segir Trausti. Mestu hitar á árum áður voru á ár- unum 1939 og 1941, þá náði hlýnun jarðar yfir minna svæði en nú er. „Þetta er betra happdrætti að taka þátt í nú en fyrir 50 til 60 árum. Við fengum mjög góða vinninga þá, sem við erum að fá í aðeins meiri vinningslíkum nú.“ Aldrei hefur verið hlýrra í Reykjavík en á þessu ári, meðal- hiti var 6,1 eða 1,8 gráðum yfir meðaltali. Tvö fyrri ár voru reyndar á svipuðum nótum og það sem nú er að líða, 1939 og 1941, en ekki er marktækur munur á hita- stigi í borginni á þessum árum. Í Stykkishólmi var meðalhiti einnig hærri en mest hefur verið hingað til. Á Bolungarvík var jafn hlýtt og hlýjast hefur orðið frá því mæl- ingar hófust. Einungis einu sinni hefur verið hlýrra á Akureyri en nú. Þar þarf að leita aftur til kreppuáranna, nánar tiltekið 1933, til að finna hlýrra ár. brynjolfur@frettabladid.is Verðlaun Alþjóðahúss: Veitt í fyrsta sinn VERÐLAUN Grandi og Guðrún Hall- dórsdóttir, forstöðumaður Náms- flokka Reykjavíkur, fengu verðlaun Alþjóðahúss fyrir lofsverða frammistöðu í málefnum innflytj- enda. Verðlaunin veitti Ólafur Ragnar Grímsson forseti. Verðlaunin voru nú veitt í fyrsta skipti. Þeim er ætlað að vekja at- hygli á því jákvæða starfi sem unn- ið er í málefnum innflytjenda. Námsflokkar Reykjavíkur hafa veitt þúsundum útlendinga ís- lenskukennslu undir stjórn Guðrún- ar og Grandi hefur lagt verulega áherslu á íslenskukennslu fyrir er- lenda starfsmenn sína. ■ KAUPUM Á SKÝRR LOKIÐ Opin Kerfi Group hf. hefur nú eignast allt hlutafé í Skýrr hf. Eigendur tæplega 3% hlutafjár í Skýrr hf. framseldu hluti sína til Opinna Kerfa Group hf. í kjölfar tilkynningar félagsins hinn 21. nóvember 2003 um inn- lausn á öllum útistandandi hlut- um í Skýrr hf. KÖGUN KAUPIR LANDSTEINA- STRENG Kögun hf. gekk í gær frá kaupum á 91% hlutafjár í Landsteinum - Streng hf. Gert er ráð fyrir að gengið verði frá kaupum á því sem eftir er, þ.e. 9% hlutafjár í Landsteinum - Streng hf., strax eftir áramót. FÓRNARLÖMB JARÐSKJÁLFTANS Tugir þúsunda hafast við í tjöldum, bifreiðum eða undir berum himni í borginni Bam. MEÐ ALLRA HEITUSTU ÁRUM Landsmenn nutu veðurblíðunnar í sumar og yfir árið var hitastig með hæsta móti. Aldrei hefur verið hlýrra í Reykjavík en í ár og á Stykkishólmi var hlýrra en áður hefur verið. SNJÓSKOT Í ÁRSLOK Þrátt fyrir mikla snjókomu á suðvesturhorninu í árslok og mikið frost víða þarf að fara aftur til ára síðari heimsstyrjaldar til að finna dæmi um álíka heit eða heitari ár. „Þetta er betra happ- drætti að taka þátt í nú en fyrir 50 til 60 árum.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.