Fréttablaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 4
4 31. desember 2003 MIÐVIKUDAGUR Veðrið á suðvesturhorninu á mánudag var... Spurning dagsins í dag: Strengir þú áramótaheit? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 18,4% 41,5% Allt í lagi 25,6%Smámunir Slæmt Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is ■ Asía Fjölbreyttar veislur: Kalkúnninn vinsælastur ÁRAMÓTAMATUR Kalkúnn er óðum að skapa sér sess sem vinsælasti áramótamatur á Íslandi. Eins er hreindýrakjöt, lambakjöt og nautakjöt vinsælt. Þetta eru versl- unarstjórar hjá Nóatúni og Hag- kaupi sammála um. Guðmundur Júlíusson, versl- unarstjóri hjá Nóatúni, segir fólk vera frekar tilbúið til að gera til- raunir með áramótamatinn heldur en jólamatinn. „Það er meiri partí- stemning yfir öllum,“ segir Guð- mundur. Hann segir að margir hafi keypt endur og fasana fyrir áramótin í ár og sérstaklega sé ungt fólk duglegt við að prófa nýja og framandi hluti. „Eldra fólkið heldur meira í hefðirnar,“ segir hann. Sigurður Reynaldsson, inn- kaupastjóri matvöru hjá Hag- kaupi, segir að fólk á öllum aldri sé duglegt við að prófa nýjungar á áramótunum. Hann telur að hrein- dýrakjöt sé næstvinsælast í ár hjá viðskiptavinum Hagkaups og seg- ir það hafa margfaldast á undan- förnum árum. ■ Húsnæðislán með erlendum vöxtum Íslandsbanki ríður á vaðið og býður húsnæðislán í erlendri myntkörfu. Einstak- lingar geta því nýtt sér vaxtamun milli Íslands og annarra landa, en taka um leið gengisáhættu. Lægstu vextir eru 2,64% miðað við að allt sé í erlendri mynt. HÚSNÆÐISLÁN Íslandsbanki mun frá áramótum bjóða húsnæðislán sem eru í erlendri mynt að hluta eða öllu leyti. Lánin eru óverðtryggð, en bera gengisáhættu vegna samsetn- ingar lánanna í erlendri mynt og taka mið af þróun þeirra gjaldmiðla sem þau eru sam- sett úr. Vextirnir eru breytilegir og taka mið af þróun alþjóðlegra milli- bankavaxta og v e ð s e t n i n g a r - hlutfalli. Láns- tíminn er fimm til 40 ár eftir vali lántakanda. „Við munum leggja á það áher- slu við viðskipta- vini okkar að þessi lán haga sér öðruvísi en hefð- bundin vísitölu- tryggð lán,“ segir Jón Þórisson , framkvæmdastjóri útibúasviðs Ís- landsbanka. Hann bendir á að geng- isáhætta sé þegar töluverð í rekstri íslenskra heimila. „Tveggja pró- senta breyting á gengi getur haft 0,8% áhrif á vísitölu neysluverðs.“ Vaxtamunur milli Íslands og hel- stu viðskiptalanda er töluverður og hafa fyrirtæki tekið lán í erlendri mynt til þess að nýta sér hann. Ís- lensk heimili hafa hins vegar ekki haft greiðan aðgang að slíkum lán- um. „Við skoðuðum tímabilið frá 1995 til dagsins í dag. Hundrað krónur sem tengdar eru vísitölu neysluverðs eru 134 krónur núna. Sami hundraðkall sem tengdur er þeirri myntkörfu sem við miðum við er 110 krónur núna.“ Hann segir að sveiflur innan tímabilsins geri það að verkum að á ákveðnum tíma- punkti hefði verið óhagstætt að greiða upp myntkörfulánið. Greiðslubyrði milli mánaða geti líka verið mismikil. „Við fjármögnun íbúðarhúsnæðis er mikilvægt að horfa til langs tíma. Vaxtamunurinn fer hins vegar langt með að éta upp hvaða sveiflur sem er.“ Lægstu vextir ef miðað er við að lánið sé eingöngu í erlendri mynt eru 2,64% og er þá miðað við 0 til 30% veðsetningarhlutfall. Jón segir bankann þó mæla með því að menn hafi helming í innlendri mynt og helming í erlendri mynt. Þá eru vextir á bilinu 4,38% til 6,63% eftir veðsetningarhlutfalli eignar. „Við erum mjög stolt af því að bjóða lægstu vexti sem eru millibanka- vextir með 1% bankaálagi. Það eru sambærilegir vextir við það sem þekkist í fasteignalánum í löndun- um í kringum okkur.“ haflidi@frettabladid.is Sparisjóðirnir: Eru ekki til sölu SPARISJÓÐIR Stjórn Sambands ís- lenskra sparisjóða lýsir þungum áhyggjum vegna áformaðrar sölu á SPRON til KB banka. Stjórnin telur að áformin feli í sér aðför að spari- sjóðakerfinu. Nái þau fram að ganga, dragi stórlega úr samkeppni á inn- lendum fjármálamarkaði og mikil óvissa skapist fyrir íbúa fjölmargra byggðarlaga og 900 starfsmenn sparisjóðanna. Þá telur Samband sparisjóða að salan á SPRON til KB banka, muni færa tiltölulega fámennum hópi landsmanna mikil verðmæti. Stofnfjáreigendur fái óeðlilega hlutdeild í eigin fé sjóðsins. ■ LEONID KUCHMA Dómstóll í Úkraínu hefur úrskurðað að Kuchma forseti megi bjóða sig fram í þriðja skipti. Leonid Kuchma: Má bjóða sig fram ÚKRAÍNA Stjórnlagadómstóll í Úkraínu hefur úrskurðað að Leonid Kuchma, forseti Úkraínu, geti boðið sig fram til forseta þriðja kjörtímabilið í röð. Stjórnarskrá landsins frá 1996 segir að forseti landsins geti að- eins setið tvö kjörtímabil í valda- stóli en þar sem lögin hafi verið samþykkt á miðju fyrsta kjör- tímabili Kuchma, taldi dómstóll- inn það tímabil ekki teljast með. Kuchma hafði áður tilkynnt að hann sæktist ekki eftir endurkjöri en andstæðingar hans hafa dregið það í efa og sakað hann um valda- græðgi og spillingu. Í síðustu viku samþykkti úkra- ínska þingið að frá og með árinu 2006 kysi það forsetann. ■ Landsbankinn: Bætist í hópinn ÍBÚÐALÁN Landsbankinn hefur ákveðið að bjóða erlend fasteigna- lán fyrir milligöngu dótturfélags síns, Heritable Bank í London. Unnið hefur verið að undirbún- ingi þessa lánaflokks undanfarna mánuði. Landsbankinn hefur frá því í vor boðið fasteignalán til ein- staklinga vegna íbúðakaupa á Englandi. Íslandsbanki hefur þegar kynnt erlend fasteignalán og svip- uð lán eru í undirbúningi í KB banka. Á nýju ári stefnir í að ís- lensk heimili hafi í auknum mæli aðgang að erlendu lánsfé. ■ 34 SÆRÐUST Í SPRENGJUÁRÁS Einn óbreyttur borgari og 33 hermenn særðust þegar fjarstýrð sprengja sprakk við þjóðveg í indverska hluta Kasmír. Rúta og fjórar bif- reiðar skemmdust í sprengingunni. Talið er að íslamskir uppreisnar- menn hafi staðið á bak við tilræðið en sprengjunni hafði verið komið fyrir inni í verslun við þjóðveginn í þorpinu Lawapora. 76 LÁTNIR AF VÖLDUM KULDA Alls hafa 76 manns látist af völdum kulda í Uttar Pradesh-fylki á norð- anverðu Indlandi á undanförnum sjö dögum. Flestir hinna látnu voru eldri borgarar eða heimilislausir. Hitastigið á svæðinu hefur farið niður í þrjár gráður á celsíus. Síð- astliðinn vetur létust yfir 200 manns af völdum kulda í fylkinu. ÖFLUG SPRENGJA AFTENGD Sprengjusérfræðingar taílensku lögreglunnar aftengdu öfluga sprengju sem fannst í vélhjóli fyrir utan lögreglustöð í þorpinu Pattani. Lögreglumaður hafði tekið eftir því að rafmagnsvírar stungust undan farþegasæti vélhjólsins. Talið er að sprengjan hefði getað gereyðilagt lögreglustöðina. CALISTO TANZI Fyrrum forstjóri og stofnandi Parmalat, var handtekinn á laugardaginn. Parmalat-málið: Líkt við En- ronhneykslið BANDARÍKIN Bandaríska fjármála- eftirlitið, SEC, hefur kært ítalska matvælarisann Parmalat fyrir svívirðileg fjársvik í kjölfar játn- ingar Calistos Tanzi, fyrrum for- stjóra og stofnanda fyrirtækisins, um að hafa dregið sér 500 milljón- ir evra úr sjóðum þess. SEC segir að stjórnendur Parmalat hafi blekkt fjárfesta með því að falsa afkomutölur, en fyrirtækið var nýlega lýst gjald- þrota eftir að upp komst að hund- ruð milljóna evra vantaði í sjóði þess og í kjölfarið var Tanzi hand- tekinn. SEC segir að svo virðist sem um sé að ræða ein mestu fjár- málasvik sögunnar og sumir líkja því við ENRON-hneykslið í Bandaríkjunum. ■ Bandarískt nautakjöt á Vellinum: Hamborgarar teknir með heim UMHVERFISMÁL Nokkuð mun vera um það að íslenskir starfsmenn á svæði varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli kaupi sér hamborgara og annan skyndibita og flytja með sér út af svæði varnarliðsins. Fastir íslenskir starfsmenn á vell- inum hafa heimild til þess að kaupa mat á svæðinu og sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins er ekki óalgengt að þeir hafi með sér mat, til dæmis af hamborgara- staðnum Wendy’s. Hráefnið sem notað er í þenn- an skyndibitamat kemur frá Bandaríkjunum, þar á meðal nautakjötið en nýlega fannst kúariða í bandarískum nautgrip- um og hafa ýmis lönd gripið til innflutningsbanns á bandarísku nautakjöti vegna þess. Halldór Runólfsson yfirdýra- læknir segir að það sé ólöglegt að flytja kjötmeti af vallarsvæðinu hvort sem það er hrátt eða soðið. „Það kemur mér á óvart ef þetta er í gangi og það er bara ólög- legt,“ segir hann. Halldór segir að almennt sé talið að hreinir nautakjötsvöðvar séu ekki líklegir til að bera kúa- riðusmit með sér. Hættan geti hins vegar skapast ef notað er hráefni úr sýktum gripum í unnar vörur. „Maður getur fullyrt um það hvað sé notað þarna á Vellin- um. Það má vel vera að það sé allt í góðu lagi,“ segir hann. ■ VARNARLIÐSSVÆÐIÐ VIÐ KEFLAVÍKURFLUGVÖLL Yfirdýralæknir segir það koma sér á óvart ef kjöt er flutt út af vallarsvæðinu. LÁN MIÐUÐ VIÐ HELMING Í ERLENDRI MYNT OG HELMING Í INNLENDRI: Veðsetningarhlutfall Vextir 0–30% 4,4% 30–50% 4,9% 50–65% 5,8% 65–80% 6,6% LÁN Í ERLENDRI MYNT Jón Þórisson, framkvæmdastjóri útibúasviðs Íslandsbanka, segir bankann stoltan af því að geta boðið lán með sambærilegu bankaálagi og þekkist í húsnæðislánum erlendis. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA 14,5%Óveður ÁTJÁN ÁREKSTRAR Átján árekstrar voru tilkynntir til lög- reglunnar í Reykjavík í gær. Eng- in meiðsl urðu þó á fólki. Umferð gekk almennt hægt fyrir sig og fólk því lengi að komast leiðar sinnar. Eitthvað var um að klaki væri á götum og umferð tafðist vegna snjósins sem fennti niður á mánudag. ■ Lögreglufréttir PARTÍSTEMNING Guðmundur Júlíusson í Nóatúni segir að fólk sé tilbúið að prófa ýmislegt í veislumat um áramót. „Við fjár- mögnun íbúðarhús- næðis er mik- ilvægt að horfa til langs tíma. Vaxta- munurinn fer hins vegar langt með að éta upp hvaða sveiflur sem er.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.