Fréttablaðið - 04.01.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.01.2004, Blaðsíða 2
2 4. janúar 2004 SUNNUDAGUR „Nei nei alls ekki.“ Egill Skúli Ingibergsson var borgarstjóri í Reykjavík á árunum 1978–1982 en ólíkt öðrum borgar- stjórum var honum ekki boðið að gerast stofn- fjáreigandi í SPRON. Spurningdagsins Egill Skúli, er þetta ekki svekkelsi? ■ Lögreglufréttir ■ Lögreglufréttir Vilja almanna- tryggingakerfið burt Læknar eru að krefjast þess að almannatryggingakerfið verði lagt niður, segir formaður samninganefndar heilbrigðisráðuneytisins. Fyrir því sé ekki pólitískur meðbyr. Deila sérfræðilækna og Tryggingastofnunar er í hörðum hnút. HEILBRIGÐISMÁL „Það er enginn að leggja hömlur á atvinnuréttindi lækna,“ sagði Garðar Garðarsson, formaður samninganefndar heil- brigðisráðuneytisins, um þau um- mæli Gunnars Ásmundssonar, framkvæmda- stjóra Lækna- félags Reykja- víkur, að lækn- ar vilji ekki semja af sér rétt til þess að taka sjúklinga utan samnings við Trygginga- stofnun ríkis- ins. Deila sér- fræðilækna og TR er nú í hörðum hnút og fundur hafði ekki verið boðaður í gær- kvöld. Á félagsfundi Lækna- félagsins í gær var fullum stuðn- ingi lýst við sjónarmið samninga- nefndar félagsins í samninga- viðræðum við samninganefnd heilbrigðisráðuneytisins . „Læknarnir mega vinna hvar þeir vilja, með þá sjúklinga sem þeir vilja,“ sagði Garðar. „En ef þeir ætla að taka að sér verk fyrir Tryggingastofnunina þá fylgja því ákveðnir skilmálar. Þessi átök snúast í grunninn um það, að læknar eru að krefj- ast þess að almannatrygginga- kerfið verði lagt niður og því verði breytt til fjárhagslegs ávinnings fyrir launahæstu mennina í landinu. Ég hef ekki fengið pólitískan meðbyr með slíkri ákvörðun. Þeir vilja fá að krefja alla sjúklinga, aðra en börn, öryrkja og gamalmenni, um fullt gjald. Þetta hefur ekki feng- ið neinn meðbyr.“ Garðar sagði að samninga- nefndin myndi ræða stöðuna á fundi á morgun. Framkvæmdastjóri Lækna- félags Reykjavíkur sagði að í samningaviðræðunum, sem slitn- aði upp úr á gamlársdag, hefðu læknar verið búnir að fallast á að gera það einingaverð sem boðið hefði verið ekki að ágreinings- efni, að öðrum skilyrðum upp- fylltum. Ríkið hefði boðið 206 krónur og aldrei hvikað frá þeirri tölu. Læknar hefðu verið tilbúnir að gefa eftir á nánast öllum svið- um fengju þeir rétt til að taka sjúklinga utan samnings. Ríkið hefði viljað að læknar semdu þennan rétt frá sér, sem þeir hefðu átt samkvæmt eldri samn- ingi og Hæstiréttur síðan staðfest með dómi sínum um bæklunar- lækna. jss@frettabladid.is SPARISJÓÐIRNIR Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokks- ins, heldur því fram á heimasíðu sinni í pistli á gamlársdag að eigið fé SPRON sé níu milljarð- ar króna og að sér finnist það „jaðra við stuld“ ef stofnfjár- eigendur fái hluta af því fé við söluna á SPRON. Jón G. Tómasson, stjórnar- formaður SPRON, segir að hann sé nánast orðlaus yfir þessum skrifum og segir þau til marks um hve illa að sér alþingismað- urinn sé. Samkvæmt árshluta- uppgjöri SPRON frá 30. júní í fyrra er eigið fé sparisjóðsins tæplega fjórir milljarðar króna en ekki níu eins og Hjálmar heldur fram. „Maður er satt að segja alveg orðlaus þegar maður heyrir svona og að þingmaður skuli leyfa sér að kynna sér ekki mál- ið betur og setja svona á sína heimasíðu - að vera að þjóf- kenna aðra,“ segir Jón. Hann bendir á að samkvæmt mati óvilhallra aðila sé verð- mæti SPRON 7,4 milljarðar og þar af sé eigið fé sjóðsins um sex. Hann segir stofnfjár- eigendur ekki fá krónu af þeim sjóði heldur sé verið að auka verðmæti hans úr 3,5 milljörð- um í sex. Hjálmar segir það hafa verið ónákvæmni hjá sér að halda því fram að eigið fé SPRON sé níu milljarðar en að það breyti ekki því grundvallarsjónarmiði að stofnfjáreigendur eigi ekki rétt á öðrum ábata en eðlilegri ávöxtun á stofnfé sínu. Hann segist standa við það sem fram kemur á heimasíðu sinni um að viðskiptin „jaðri við stuld“. ■ Vatnsveður næstu daga: Unnið að hreinsun niðurfalla VEÐUR Veðurstofa Íslands gerði ráð fyrir talsverðri úrkomu í nótt á vestanverðu landinu. Björn Sævar Einarsson veðurfræðingur segir að búast megi við skúra- og slydduveðri næstu daga. Vegna úr- komunnar er hætta á að flóð geti myndast ef niðurföll eru stífluð en slíkt getur orðið vegna snjólaga og klakamyndunar að undanförnu. Þorgrímur Hallgrímsson, rekstrarstjóri Gatnamálastofu, seg- ir starfsmenn hafa unnið að hreins- un niðurfalla í gærdag. „Við þekkj- um þessa svokallaða lágpunkta þar sem göturnar eru lægstar og flóð- hætta getur skapast.“ Hann segir lendi fólk í vandræðum í dag sé hægt að hringja í bilanavakt borg- arstofnana og biðja um aðstoð. Símanúmerið er 580 0430. Hjá slökkviliði höfuðborgar- svæðisins fengust þær upplýsing- ar að enginn sérstakur viðbúnað- ur sé vegna hugsanlegra flóð- hættu. ■ BÍLVELTA Í HÚNAVATNSSÝSLU Bílvelta varð við Enniskot í Vestur-Húnavatnssýslu klukkan ellefu í gærmorgun. Tveir voru í bílnum og voru þeir fluttir á sjúkrahúsið á Hvammstanga. Lögreglan á Blönduósi segir fólkið ekki hafa slasast alvar- lega. Talið er að hálka sé orsök bílveltunnar. Hannes Hólmsteinn: Fer yfir gagnrýni GAGNRÝNI Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor er kominn til landsins. Fyrsta bindi hans í ævisögu Halldórs Laxness hefur valdið töluverðum deilum og kom ýmis konar gagnrýni á vinnubrögð Hannesar og heimildanotkun fram á síðustu dögunum fyrir jól. Hannes hefur að undanförnu dvalist á Sri Lanka en er nú kom- inn aftur til landsins. Hann ætlar að fara vandlega yfir þá gagnrýni sem fram hefur komið og svara henni lið fyrir lið í byrjun næstu viku. ■ EGYPTALAND Ekkert bendir til þess að um hryðjuverk hafi verið að ræða þegar egypsk farþegaþota hrapaði í Rauðahafið með þeim afleiðingum að 148 manns fórust, þar á meðal fjöldi barna. Að sögn egypskra yfirvalda benda fyrstu athuganir til þess að slysið megi rekja til bilunar í tækjabúnaði. Boeing 737-vél egypska flug- félagsins Flash Airlines fórst skömmu eftir flugtak frá Sharm el-Sheikh í Egyptalandi. Enginn sem um borð var komst lífs af. Vélin var á leið til Parísar og voru flestir farþeganna franskir ferðamenn á heimleið. Flug- turninum í Sharm el-Sheik hafði ekki borist neyðarkall frá vélinni þegar hún hvarf af ratsjá. Björgunarsveitir hafa fundið brak úr vélinni á víð og dreif í sjónum um fimmtán kílómetra frá landi. Leitarmenn í bátum hafa safnað saman líkum, líkams- hlutum og farangri. Þeir sem til þekkja segja að sjórinn sé mjög djúpur þar sem vélin hrapaði og því ólíklegt að hægt verði að finna flugrita vélarinnar og lík allra sem fórust. Komið hefur verið á fót mið- stöð fyrir aðstandendur hinna látnu á hóteli skammt frá Charles de Gaulle flugvelli í París. Frönsk yfirvöld hafa boðist til þess að að- stoða Egypta við rannsókn slyss- ins. ■ LEITAÐ ÚR LOFTI Bandaríski herinn notaði þyrlur til að leita að mönnunum sem vörpuðu sprengjum á bækistöð hersins skammt frá Balad í Írak. Árásir uppreisnarmanna: Þrír her- menn féllu ÍRAK, AP Þrír bandarískir hermenn létu lífið í átökum við uppreisnar- menn í Írak í gær. Einn hermaður fórst og tveir særðust þegar uppreisnarmenn vörpuðu sprengjum á bækistöðv- ar bandaríska hersins í grennd við bæinn Balad. Herþyrlur voru sendar af stað til að elta uppi árás- armennina og vegatálmar settir upp til að leita í bílum. Sex manns voru færðir til yfirheyrslu. Uppreisnarmenn vörpuðu heimatilbúinni sprengju á banda- ríska hermenn í eftirlitsferð skammt suður af Bagdad með þeim afleiðingum að tveir her- menn létust og þrír særðust. ■ ÞYRLAN SÓTTI VEIKA KONU Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, var kölluð út í sjúkraflug um eittleytið í gærdag. Læknir í Ólafsvík hafði samband vegna konu sem hann taldi alvarlega veika. Þyrlan lenti á Rifi klukk- an 13.48 þar sem konan beið í sjúkrabíl. Flogið var með hana til Reykjavíkur og lenti þyrla á Reykjavíkurflugvelli kl. 13.59. Þar beið sjúkrabíll og fór með konuna á Landspítalann við Hringbraut. JÓN G. TÓMASSON Stjórnarformaður SPRON segir orð Hjálmars Árnason til marks um að hann hafi ekki kynnt sér málið. Stjórnarformaður SPRON: Orðlaus vegna skrifa þingmanns LEITAÐ Í SJÓNUM Björgunarmenn safna saman farangri og braki úr flaki flugvélarinnar sem hrapaði í sjóinn skammt frá ferðamannabænum Sharm el-Sheikh í Egyptalandi. Egypsk farþegaþota hrapaði í sjóinn: 148 manns týndu lífi FÉLAGSFUNDUR Læknar fjölmenntu á félagsfund í Læknafélagi Reykjavíkur þar sem þeir lýstu yfir fullum stuðningi við samninganefnd þá sem fer með málefni sérfræðilækna í deilunni við Tryggingastofnun ríkisins. „Þeir vilja fá að krefja alla sjúklinga, aðra en börn, öryrkja og gamalmenni, fyrir fullt gjald. HANNES HÓLMSTEINN Hyggst svara gagnrýni á bók sína í byrjun vikunnar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.