Fréttablaðið - 04.01.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 04.01.2004, Blaðsíða 18
18 4. janúar 2004 SUNNUDAGUR Þórunn Sigurðardóttir er listrænn stjórnandi Listahátíðar, en frá og með þessu ári verður hátíðin árlegur viðburður hér á landi. Í viðtali við Fréttablaðið talar Þórunn um störf sín að menningarmálum, komandi listahátíð, menningarlífið og samstarfið við stjórnmálamenn. Menningin er hreyfiafl Frá árinu 2000 hefur ÞórunnSigurðardóttir verið listrænn stjórnandi Listahátíðar, en frá og með þessu ári verður Listahátíð árlegur viðburður hér á landi. „Auðvitað er það viðamikið verk- efni,“ segir Þórunn, „en að sumu leyti er það léttara og miklu eðli- legra. Að vera með listahátíð ann- að hvort ár er eins og að gefa út dagblað annan hvorn dag. Áður var þetta þannig að stjórnir voru settar saman fyrir hverja hátíð og þær komu saman dagskrá Lista- hátíðar. Það gekk í rauninni ótrú- lega vel en þetta er úrelt vinnu- fyrirkomulag. Áhættan var of mikil, miðað við það hversu miklu fé var verið að velta. Þegar ég tók við sem formaður stjórnar Lista- hátíðar 1996 þá var hátíðin á erf- iðum tímapunkti fjárhagslega. Það fyrsta sem ég þurfti að gera var að taka fjármálin mjög föst- um tökum. Um leið var sett á mig mikil ábyrgð. Þetta var upphafið að breytingum á skipulagi Lista- hátíðar, sem hefur tekið mörg ár og er núna á lokastigi.“ Með bestu stjórn í heimi Þórunn segir að það hafi vissu- lega verið erfitt í byrjun að taka á sig þessa ábyrgð. „En ef maður kemst í gegnum fyrsta árið án þess að lenda í alvarlegum áföll- um þá kemur öryggið,“ segir hún. „Ég var svo beðin að taka að mér stjórnun menningarborgarverk- efnisins, sem var gríðarlega viða- mikið. Þegar ég var að ljúka því var ég ráðin fyrsti listræni stjórn- andi Listahátíðar. Auðvitað er maður mjög með- vitaður um þessa ábyrgð og til að allt gangi upp þarf maður að vera með góða starfsmenn og eiga gott samstarf við stjórnmálamenn. Að- stæðurnar verða að vera í lagi. Það þarf svo lítið til að allt fari í handaskolun, einn óhæfur starfs- maður eða stjórnarmaður geta gert þetta starf óbærilegt. Ég hef verið afar heppin með starfsmenn og ekki síður stjórnir, algert topp- fólk á öllum póstum. Mér finnst alltaf að ég sé með bestu stjórn í heimi hverju sinni, ekki síst núna, enda hefur það lent mikið á stjórninni að vinna árlegu hátíð- inni fylgi.“ Missti áhuga á leikhúsinu Þórunn hefur unnið með mörg- um stjórnmálamönnum, þar á meðal Þórólfi Árnasyni borgar- stjóra og Tómasi Inga Olrich menntamálaráðherra, að þessari lokaákvörðun um árlega Listahá- tíð. Hún segir samstarfið við þá hafa gengið mjög vel. Lengst vann hún þó með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Birni Bjarnasyni, þáverandi borgarstjóra og menntamálaráðherra. Hún ber þeim báðum mjög vel söguna. „Það var frábært að vinna með þeim og þau eiga til dæmis bæði mikinn þátt í hvað menningar- borgarárið tókst vel. Það var góð samstaða á milli þeirra og aldrei erfiðleikar, hvorki með þeim sam- an eða sitt í hvoru lagi. Þannig að þau eiga mikið hrós skilið.“ Það var Ingibjörg Sólrún sem á sínum tíma setti Þórunni inn í stjórn Listahátíðar. Þórunn segir þetta hafa verið tilviljun og ekki pólitísk skipan, enda hafi hún lítil afskipti haft af pólitík, hundleiðist hún satt að segja. „Þetta gerðist á tímapunkti þegar ég var búin að eiga langan og fínan feril í leik- húsinu. En þegar maðurinn minn varð Þjóðleikhússtjóri þá fann ég að ég vildi ekki lengur vinna í leikhúsinu, ég einfaldlega missti áhugann. Þetta tækifæri kom því á réttu augnabliki. Ég lenti í því hjá Listahátíð að þurfa skyndilega að taka á erfiðum málum og það gerði það að verkum að ég dróst algjörlega inn í þennan heim. Ég var satt að segja hamingjusöm að fá að sinna þessu starfi eins og fagmaður. Bæði Björn og Ingi- björg höfðu góðan skilning á því að þannig verður að vinna. Það er ekki hægt að vinna svona verk undir stjórn stjórnmálamanna.“ Menningin sem hreyfiafl Hvernig finnst þér menningar- ástandið hér á landi? „Undanfarin ár hefur verið mikil gróska og margt spennandi á eftir að gerast. Það þarf að opna íslenska myndlist miklu meir gagnvart umheiminum. Í ákveð- inni tegund af tónlist hefur orðið sprengja. Ég fæ reyndar stundum spurningar erlendis frá af hverju það séu svo fáir íslenskir klassísk- ir einleikarar á heimsmarkaði. Sinfóníuhljómsveitin og Kammer- sveitin eru orðnar nokkuð þekktar úti í heimi en nú þarf að vinna að því að koma íslenskum einleikur- um á framfæri. Í leikhúsinu hafa verið að gerast mjög spennandi hlutir eins og uppfærslan á Rómeó og Júlíu í Young Vic sýnir. Raunar eigum við sambærileg dæmi úr fortíðinni, eins og þegar Ínúk-hópurinn fór í kringum 1970 um allan heim með sýningu sína. Á þeim tíma var varla sagt frá því hér í fjölmiðlum. Menningin var einfaldlega ekki komin á blað. Í dag er menningin viðurkennd sem hreyfiafl, bæði í efnahagslífinu og mannlífinu.“ Okkur skortir ögun Hvað segirðu þá um þá gagn- rýni sem heyrist annað slagið, til dæmis frá ungum sjálfstæðis- mönnum að menningin eigi að standa undir sér sjálf? „Þetta er barnalegt sjónarmið. Þetta er ekki hægt í milljónaþjóð- félögum. Af hverju ætti það að vera hægt hér? Það er alveg eins hægt að segja að skólakerfið eða heilbrigðiskerfið eigi að standa undir sér. Það er bara ekki mögu- leiki. Þetta er ákveðin grunnþjón- usta. Það er ekki mjög langt síðan opinberar stofnanir voru reknar á opnum tékka. Meðan verðbólgan var grasserandi þá gerði enginn maður fjárhagsáætlarnir af því það var ekkert að marka þær. En núna þegar stöðugleiki er þá verða menn að sjást fyrir og vinna skipulega. Ögun er mjög mikil- væg og það er kannski það sem okkur skortir mest. Ef við ætlum raunverulega að komast á heims- mælikvarða í öllum listgreinum ÞÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR „Ögun er mjög mikilvæg og það er kannski það sem okkur skortir mest. Ef við ætlum raunverulega að komast á heimsmælikvarða í öllum listgreinum þurfa bæði listamennirnir og stofnanirnar að temja sér miklu meiri aga í vinnu- brögðum.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Maður er alla daga að semja um eitt- hvað og sú vinna verður að ganga hratt fyrir sig og mað- ur verður að vera sanngjarn þannig að allir séu sáttir. Þannig að þetta er líka ákveðið þjónustustarf. Mað- ur losnar við mikið af vanda- málum ef maður sýnir fólki þá virðingu að svara erind- um þess. Sumir hrósa sér af því að loka alltaf símanum sínum á kvöldin til að þurfa ekki að svara. Ég geri það ekki. Ég svara fólki þegar það þarf að leita til mín.“ ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.