Fréttablaðið - 04.01.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 04.01.2004, Blaðsíða 19
SUNNUDAGUR 4. janúar 2004 þurfa bæði listamennirnir og stofnanirnar að temja sér miklu meiri aga í vinnubrögðum. Ég þarf að skipuleggja hluti langt fram í tímann og ég þarf að reka á eftir að hlutir séu gerðir. Hvert einasta verkefni þarf vissu- lega ákveðið andrými og það þarf að fá að þróast, en það er svolítið eftir ennþá af þessum gamla stíl að þú vinnir bara þegar andinn komi yfir þig. Með svoleiðis hugs- unarhætti kemstu aldrei lönd né strönd. Ekki í þínu eigin landi, hvað þá í alþjóðlegu samhengi. Flestir sem hafa unnið eitthvað erlendis að ráði komast að því að það er aginn sem okkur skortir. En svo höfum við margt annað. Við erum til dæmis ekki bundin í jafn mikið skrifstofuveldi og er á Norðurlöndunum og innan Evrópusambandsins. Ef maður ætlar með verkefni inn í þannig batterí þá er hætt við að maður týni markmiðinu fyrir pappírs- haugum. Það er styrkur okkur Íslendinga að við kærum okkur ekki um slíkt skrifstofubákn kringum listir.“ Loka ekki símanum Stendur Listahátíð undir sér fjárhagslega? „Það er gerð fjárhagsáætun sem byggir á ákveðnum tekjum og útgjöldum og vandinn er að láta þetta haldast í hendur. Sama framlag hefur ævinlega komið frá ríki og frá borg en á seinni árum hefur það gerst að eigið fé hefur jafnvel verið hærra en opinberu framlögin samanlögð. Um leið er hátíðin komin með mikið sjálf- stæði. Það eru mjög margir sem vita þetta ekki og halda að Lista- hátíð sé alfarið rekin af opinberu batteríi. Starf mitt snýst fyrst og fremst um að velja listrænt rétt og síðan að hafa gott starfsfólk, gott skipulag og góða vinnuað- stöðu. Maður er alla daga að semja um eitthvað og sú vinna verður að ganga hratt fyrir sig og maður verður að vera sanngjarn þannig að allir séu sáttir. Þannig að þetta er líka ákveðið þjónustu- starf. Maður losnar við mikið af vandamálum ef maður sýnir fólki þá virðingu að svara erindum þess. Sumir hrósa sér af því að loka alltaf símanum sínum á kvöldin til að þurfa ekki að svara. Ég geri það ekki. Ég svara fólki þegar það þarf að leita til mín.“ Heyrst hafa gagnrýnisraddir þess efnis að samanlagt hafi Þórunn og eiginmaður hennar Stefán Baldursson Þjóðleikhús- stjóri of mikil völd í listalífinu. Þórunn segist ekki taka það alvar- lega. „Í fyrsta lagi skarast störf okkar afskaplega lítið,“ segir hún. „Ég hef verið mjög hörð í því að gæta vel að öllum vanhæfnisregl- um. Ég lærði mjög fljótt þegar ég fór í þetta starf að maður þarf að vita nákvæmlega hvenær maður er kominn á hættusvæði. Við höf- um ekki einu sinni sama smekk á því hvað okkur finnst vera góð list og erum afar ólík í okkar afstöðu. Auk þess erum við hjónin hundleið á fjölskyldustandi í list- um að ég held að það séu ansi margar fjölskyldur í listageiran- um sem ráðfæra sig meira inn- byrðis en við. Aðalatriðið er að vinna alltaf faglega og fara vel með þau völd sem manni eru falin.“ Alþjóðleg sviðslistahátíð Næsta listahátíð verður í vor. Þórunn er beðin um að velja þrjú atriði sem hún vildi helst sjá á þeirri hátíð. „Sviðslistir verða nokkuð áberandi á þeirri hátíð og þar vil ég nefna þrjár sýningar,“ segir hún. „Ein kemur frá Japan og er afar flott og sérstök dans- sýning. Sýning frá Schaubuhne í Berlín verður mikill fengur fyrir leikhúsheiminn, leikmyndin í þeirri sýningu er sú stærsta sem hefur komið til landsins. Einnig kemur Þjóðleikhús Georgíu sem setur upp Þrettándakvöld Willi- ams Shakespeare og það er gríð- arlega skemmtileg sýning. Þetta verður stærsta alþjóðlega sviðs- listahátið sem nokkurn tíma hefur verið haldið hér á landi. Stór hluti af vinnu við Lista- hátíð felst í því að kynna nýja menningarheima og ég vil ekki bara velja listamenn frá öruggum heimshlutum, fólk sem er endi- lega líkt okkur. Við lifum á tímum mikilla átaka í heiminum og Lista- hátíð á ekki að vera utan við þær hræringar.“ kolla@frettabladid.is LISTAHÁTÍÐ NÁLGAST „Stór hluti af vinnu við Listahátíð felst í því að kynna nýja menningarheima og ég vil ekki bara velja listamenn frá öruggum heimshlutum, fólk sem er endilega líkt okkur. Við lifum á tímum mikilla átaka í heiminum og Listahátíð á ekki að vera utan við þær hræringar.“ Flestir sem hafa unnið eitthvað erlendis að ráði komast að því að það er aginn sem okkur skortir. En svo höfum við margt annað. Við erum til dæmis ekki bundin í jafn mikið skrifstofuveldi og er á Norðurlöndunum og innan Evrópusambandsins. Ef maður ætlar með verkefni inn í þannig batterí og þá er hætt við að maður týni markmiðinu fyrir pappírs- haugum. Það er styrkur okk- ur Íslendinga að við kærum okkur ekki um slíkt skrif- stofubákn kringum listir.“ ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.