Fréttablaðið - 04.01.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 04.01.2004, Blaðsíða 26
■ ■ TÓNLEIKAR  17.00 Kvennakórinn Embla heldur tónleika í Akureyrarkirkju. Fluttir verða Fjórir söngvar eftir Johannes Brahms og Söngvasveigur eftir Benjamin Britten. Einsöngvarar eru Hildur Tryggvadóttir, sópran og Elvý G. Hreinsdóttir, mezzo- sópran. Hljóðfæraleikarar eru Emíl Frið- finnsson, horn, Kjartan Ólafsson, horn, og Sophie M. Schoonjans, harpa. Stjórn- andi er Roar Kvam.  17.00 Tríó Artis heldur nýárstón- leika í Mosfellskirkju. Flutt verða falleg og hátíðleg verk eftir Fauré, Bach, Rachmaninoff, Debussy og fleiri. Tríóið skipa þær Kristjana Helgadóttir flautu- leikari, Jónína Auður Hilmarsdóttir víólu- leikari og Gunnhildur Einarsdóttir hörpu- leikari.  20.00 Jónas Ingimundarson píanóleikari kemur fram ásamt Elínu Ósk Óskarsdóttur, sópran, Elsu Waage, alt, Jónasi Guðmundssyni tenór, og Ólafi Kjartani Sigurðarsyni, baritón, á árlegum Stórtónleikum Rótarý á Íslandi í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs. ■ ■ LEIKLIST  14.00 Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner á stóra sviði Þjóðleik- hússins.  14.00 Leikhópurinn Á senunni sýnir Ævintýrið um Augastein eftir Felix Bergsson í Tjarnarbíói. Þetta er síðasta sýningin.  14.00 Lína Langsokkur eftir Astrid Lindgren á stóra sviði Borgarleikhúss- ins.  17.00 Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner á stóra sviði Þjóðleik- hússins.  19.00 Grease með Birgittu og Jónsa í Borgarleikhúsinu. ■ ■ SKEMMTANIR  Dj. Svali skemmtir á Sólon. ■ ■ ÚTIVIST  11.00 Gönguskíðaferð á vegum Ferðafélags Íslands. Safnast verður sam- an höfuðstöðvum félagsins í Mörkinni 6 og ákveðið hvert skal halda. Umsjón með ferðinni hefur Þorsteinn Eiríksson. ■ ■ SAMKOMUR  10.00 Í tilefni af opnun Lauga, nýrrar heilsu- og sundmiðstöðvar í Laug- ardalnum, er landsmönnum boðið til fjölskylduhátíðar, sem stendur frá klukkan 10 til 20. Lína langsokkur og Dýrin í Hálsaskógi koma í heimsókn og þau Hera Hjartardóttir, Jónsi og Hrafn- kell í Svörtum fötum syngja fyrir gesti. ■ ■ SÝNINGAR  Í Hafnarhúsinu stendur yfir sýning á ljósmyndum Ólafs Magnússonar kon- unglegs hirðljósmyndara er starfaði í Reykjavík á árunum 1913–1954. Þar er einnig sýning á völdum verkum franska arkitektsins Dominique Perrault. Báð- um þessum sýningum lýkur á morgun. Í Hafnarhúsinu er einnig þemasýning úr verkum Errós í eigu safnsins. Opið 10–17.  Í Gerðarsafni í Kópavogi stendur yfir sýningin Carnegie Art Award 2004, þar sem sýnd eru verk eftir 24 af helstu listamönnum Norðurlanda. Sýningin stendur til 22. febrúar. Gerðarsafn er opið 11-17 alla daga nema mánudaga.  Opnuð hefur verið í Nýlistasafninu sýning í tilefni af 25 ára afmæli safns- ins. Á sýningunni eru verk eftir nokkra af félögum safnsins og ýmislegt sem end- urspeglar sögu starfseminnar.  Raunsæi og veruleiki - Íslensk myndlist 1960-1980 er heiti sýningar sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands. Sýningin er sú langstærsta sem haldin hefur verið um þetta róttæka tímabil í íslenskri listasögu. Safnið er opið alla daga 11-17 nema mánudaga. Sýningin stendur til 9. janúar.  Auk verka úr safneigninni standa nú yfir þrjár sérsýningar í Safni, Laugavegi 37: Nýjar teiknimyndir eftir Lawrence Weiner, Litir eftir Adam Barker-Mill og kynning á verkum frá ferli listamannsins Hreins Friðfinnssonar.  Í Listasafninu á Akureyri standa yfir tvær sýningar. Blómrof nefnist sýning á málverkum Eggerts Péturssonar í aust- ur- og miðsal safnsins. Í vestursal sýnir Aaron Michel innsetningu á skúlptúrum og teikningum sem hann kallar Minn- ingar og heimildasöfn.  Guðbjörg Lind er með málverkasýn- ingu í gallerínu og skartgripaversluninni Hún og hún, Skólavörðustíg 17b.  Í tilefni 140 ára afmælis Þjóðminja- safnsins stendur yfir sýning í risi Þjóð- menningarhússins.  Þorkell Þórisson sýnir yfir 50 olíu- og akrílmyndir í nýju gallerí að Tryggva- götu 18 sem nefnist Gallerí T-18. 26 4. janúar 2004 SUNNUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 1 2 3 4 5 6 7 JANÚAR Sunnudagur É g veit ekki hvort það á að vekja með okkur hlátur eða grátur. Ef til vill hvort tveggja,“ sagði Claude Debussy einhvern tímann um Sónötu sína fyrir flau- tu, lágfiðlu og hörpu, sem frum- flutt var í apríl árið 1917, rétt tæpu ári áður en tónskáldið lést. Síðdegis í dag flytur Tríó Artis þessa sónötu á tónleikum í Mos- fellskirkju. Tríóið skipa þær Kristjana Helgadóttir flautuleik- ari, Jónína Auður Hilmarsdóttir víóluleikari og Gunnhildur Ein- arsdóttir hörpuleikari. „Þessi sónata Debussys var fyrsta verkið sem skrifað var fyrir þessa óvenjulegu hljóðfæra- samsetningu,“ segir Gunnhildur. „Eftir það tóku mörg tónskáld sér hann til fyrirmyndar og sömdu verk fyrir þessa samsetn- ingu, sem þótti afskaplega skemmtileg. Þessi hljóðfæri passa eitthvað svo vel saman.“ Þær stöllur kynntust í Amster- dam fyrir fáeinum árum þegar þær voru allar þar í námi. Tvær þeirra kenna nú við Tónlistar- skóla Mosfellsbæjar, en Gunn- hildur er að ljúka prófi úti í Amsterdam í vor. Þar í borg stofnuðu þær einnig Tríó Artis, sem hefur einu sinni áður haldið tónleika hér á landi. Það var í Salnum í Kópavogi í febrúar á nýliðnu ári. Gunnhildur segir að ekkert ís- lenskt tónskáld hafi enn samið verk fyrir þessa hljóðfærasam- setningu. „En við ætlum að sjá til þess. Það er á efnisskránni hjá okkur að láta íslenskt tónskáld semja fyrir okkur verk á næsta ári.“ Á tónleikunum verða einnig flutt tvö önnur verk sem útsett eru fyrir þessi þrjú hljóðfæri, annað eftir Gabriel Fauré, hitt eftir Rachmaninoff. Auk þess flytja þær nokkur dúó fyrir flautu og hörpu ásamt ein- leiksverki fyrir flautu eftir Carl Philip Emanuel Bach. „Þetta eru allt öðruvísi tónleikar heldur en við vorum með í Salnum,“ segir Kristjana. Þar fluttu þær miklu þyngri nútímatónlist, enda er stefna tríósins að einbeita sér eink- um að nútímatónlist. „En þetta eru nýárstónleikar með afskaplega ljúfri tónlist. Fólk á að geta átt þarna notalega stund í kirkjunni.“ ■ ■ TÓNLEIKAR Á ljúfu nótunum í Mosfellskirkju Lýðheilsustöð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Forvarnasjóði samkvæmt skv. lögum um Lýðheilsustöð nr. 18/2003. Umsóknarfrestur er til 31. janúar 2004. Tilgangur Forvarnasjóðs er skv. lögum um gjald á áfengi nr. 96/1995 að stuðla að forvörnum gegn áfengis- og vímuefnaneyslu og eru veittir styrkir úr honum til verkefna af þeim toga. Lýðheilsustöð skal ráðstafa fé úr Forvarnasjóði skv. 7. gr. laga nr. 96/1995, um gjald af áfengi og tóbaki, til verkefna á sviði áfengis- og vímuvarna í sam- ráði við ráðherra að fengnum tillögum áfengis- og vímuvarnaráðs. Við úthlutun styrkja verður hugað að jafnvægi milli landshluta, niðurstöðum nýjustu rannsókna og fyrirliggjandi upplýsingum um vímuefnaneyslu og forvarnir í samfélaginu. Forgangs njóta tímabund- in verkefni sem lúta að grasrótarstarfi í sveitarfélögum, meðal for- eldra og ungmenna, innan heilsugæslu, skóla, leikskóla, félagsþjón- ustu, tómstundastarfs og sem varða eftirlit og löggæslu á sviði vímu- varna. Litið verður á samvinnu um verkefni og mótframlög annarra sem kost. Auk þess er hluta Forvarnasjóðs varið til styrktar áfanga- heimila. Lýðheilsustöð áskilur sér rétt til að: 1. Senda umsóknir til umfjöllunar fagaðila og óska eftir nánari upplýsingum um verkefni, framkvæmdaaðila og fjármögnun. 2. Skilyrða styrkveitingar og ákveða að styrkir verði greiddir út í samræmi við framvindu verkefnis. Félög, samtök og opinberar stofnanir geta sótt um styrki. Einstak- lingar geta að jafnaði einungis sótt um styrki til rannsóknarverkefna. Tekið er við þrenns konar umsóknum fyrir: 1. Almenn verkefni 2. Rannsóknir 3. Áfangaheimili Sé sótt um styrk til framhaldsverkefna þarf framvinduskýrsla að liggja fyrir. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Lýð- heilsustöðvar, sími 5851470 og á heimasíðunni www.vimuvarnir.is. Þar er einnig að finna reglugerð nr. 361/1999 um sjóðinn og upplýs- ingar um styrki sem hafa verið veittir undanfarin ár. Umsóknir sendist með tölvupósti á vimuvarnir@hr.is eða með venjulegum pósti í tvíriti til Lýðheilsustöðvar, Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, Barónsstíg 47, 101 Reykjavík. Styrkir úr Forvarnarsjóði Augasteinn kveður Felix Bergsson flytur Ævin-týrið um Augastein í síðasta sinn í Tjarnarbíói í dag. Felix segir sýninguna hafa fengið mjög góðar viðtökur, en þar sem efni henar tengist jólunum er varla hægt að sýna hana mikið lengur. Að minnsta kosti ekki fyrr en þá þegar næstu jól fara að nálgast. Samnefnd bók kom út fyrir jólin og leyndist í býsna mörg- um jólapökkum smáfólksins. Kolbrún Halldórsdóttir al- þingismaður leikstýrir höfund- inum í þessari sýningu, en þau Kolbrún og Felix stofnuðu ein- mitt leikhópinn Á senunni árið 1998. ■ TRÍÓ ARTIS Flytja ljúfa og notalega tónlist fyrir lágfiðlu, flautu og hörpu í Mosfellskirkju. ■ LEIKLIST FELIX BERGSSON Nú þegar jólunum er að ljúka lýkur jafn- framt sýningum á Ævintýrinu um Auga- stein.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.