Fréttablaðið - 04.01.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.01.2004, Blaðsíða 16
16 4. janúar 2004 SUNNUDAGUR Hver er maðurinn? TRAUSTUR Samferðarmenn mannsins eru á því að hann sé orðheldinn, leitandi og víðsýnn, djúpur og margbrotinn persónuleiki. Skarp- greindur og leitandi Hann er hugmyndafræðingur.Ótrúlega víðsýnn miðað við hversu íhaldssamur hann getur verið líka. Og framsýnn er hann einnig. Ekki fer á milli mála að hann er skarpgreindur og kom það mér ánægjulega á óvart, þeg- ar ég kynntist honum, hversu reiðubúinn hann er að líta hlutina í nýju ljósi,“ segir Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garða- bæ, um manninn sem um er spurt að þessu sinni. Ásdís Halla hefur þekkt hann nokkuð lengi. Svo er einnig með Gunnar Eyjólfsson stórleikara sem dregur hér upp nokkra drætti með orðum sínum sem mega heita einkennandi fyrir manninn: „Hann er orðheldinn. Mjög ríkt í hans fari. Síðan er eitt sem einkennir hann sem er leitin. Hann er leitandi maður. Og hann leitast við að rísa undir því trausti sem honum er sýnt. Traustur mað- ur í alla staði.“ Lokaorðin á svo rithöfundurinn Thor Vilhjálmsson: „Um þennan mann stóð löngum styrr og ýmis viðhorf hans ollu því að ég laðað- ist ekki að honum fyrr en ég kynntist manninum sjálfum og skynjaði margbrotinn persónu- leika. Atvik ollu því að við náðum á sameiginleg áhugasvið og ég kynntist mjúkum þáttum og dýpt. Spunnust með okkur vinsamleg kynni og hlý sem við ræktuðum á báða bóga.“ Og nú er spurt: Hver er maður- inn? Svar við þeirri gátu má sjá á blaðsíðu 20. ■ Fréttablaðið leitaði fulltingis stjörnuspekings, talnaspekings og tveggja spákvenna til þess að rýna í komandi ár. Að mati þeirra verður árið rólegt framan af en það er einungis lognið á undan storminum. Það er rauður þráð- ur í spádómum þeirra allra, nema þó Sirrýar spákonu, að þegar Halldór tekur við í haust verður mikið umrót. Allt fer í háaloft í haust „Já, já, er það ekki bara. Verð- ur þetta ekki ágætt ár? Frekar ró- legt þar til Halldór tekur við,“ segir Guðlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur - einn helsti sér- fræðingur Fréttablaðsins þegar reynt er að sjá fram í tímann. Fjölmiðlabylting framundan Í stjarnspekilegu tilliti mun eitt verulega merkilegt gerast, sem er að Úranus fer inn í fiska- merkið. Hann verður þar í sjö ár og þetta er stórbreyting. Gunn- laugur leggur á það áherslu að hann er ekki spámaður í venjuleg- um skilningi heldur skoðar hann það sem fyrir höndum er út frá stöðu stjarnanna og svo náttúr- lega því sem sjá má í samtíman- um. „Það hefur verið gífurleg um- ræða um peninga og völd undan- farið. Ég myndi halda því fram að það sé að víkja aðeins.“ Gunnlaugur hefur ekki velt Ís- landi fyrir sér sérstaklega. „Ég hef verið að reyna að koma mér út úr þessu spádómarugli,“ segir hann og sækir stjörnukort fyrir Ísland. „Nú, veit ég ekki hvort þú vilt heyra þetta en veturinn 2004 til 2005 verður erfiður fyrir DV. Allir DV-gaurarnir, og reyndar Gunnar Smári einnig, eru með erfiðar stjörnur. Þar sé ég fyrir mér samdrátt í haust. Krísu í júní, júlí, ágúst og september.“ Gunnlaugur sér einmitt eitt- hvað afar sérkennilegt varðandi fjölmiðla og næsta vetur á árinu 2005 „Rás 2 verður í sviðsljósinu. Vegið verður að rásinni og hún líklega seld, í það minnsta verður gífurleg uppstokkun. Það er ein- hver fjölmiðlabylting fram- undan.“ Læti í kringum Halldór Árið 2004 verður þokkalegt ár fyrir Ísland almennt. Hins vegar verða gífurlegar sviptingar á ár- unum 2005 og 2006 eftir að Hall- dór Ásgrímsson hefur tekið við. „Það eru alltaf sviptingar í kring- um Halldór sem eru ekki í kring- um Davíð Oddsson,“ segir Gunn- laugur. „Ferill Halldórs, sem virk- ar íhaldssamur og jarðbundinn en er það ekki, er slíkur. Hann er frjálslyndur og með mikið af kon- um í kringum sig. Honum fylgja miklar breytingar þó hann vilji skilgreina sig sem jarðbundinn.“ Gunnlaugur boðar hreinsanir og að umbrot verði í þjóðfélaginu eftir að Halldór tekur við. Þrátt fyrir allt sé kyrrð í kringum Davíð þó hann eigi það til að arg- ast. Þessi stöðugleiki fylgi Hall- dóri ekki. „Erfitt er að útskýra þetta í fáum orðum. Halldór er samsettur úr andstæðum pólum, jarðbundinn og svo frjálslyndur. Hann vill endurnýjun, þó svo hann gefi sig út fyrir að vera íhaldssamur. Það er því spurning hvernig hann höndlar þetta. Framsóknarflokkurinn gengur í gegnum miklar breytingar.“ VG í þoku og Solla í klípu Samfylkingin er í leiðinda- málum, segir Gunnlaugur, og hann er á því að ferill Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hafi ein- kennst af mistökum og Össur Skarphéðinsson sé náttúrlega vindhani - það sé í hans eðli. „Kárahnjúkar og eftirlaunafrum- varpið reyndust honum erfið. Guðmundur Árni Stefánsson er eini maðurinn í Samfylkingunni sem kom vel út. Stjórnmálamenn verða að þora að taka erfiðar ákvarðanir. Fólk treystir ekki Samfylkingunni. Guðbergur Bergsson rithöfundur hefur bent réttilega á að millistéttin á Íslandi telur um 80 prósent íbúa. Fólk sem hefur það ágætt en má ekki við neinu. Vísakortin eru í há- marki og við þorum ekki að breyta einu né neinu. Þess vegna treystum við ekki Samfylking- unni,“ segir Gunnlaugur, sem sér bara þoku í kringum vinstri græna og Steingrím J. Sigfússon, sem er í lausu lofti. „Hann er fast- ur fyrir og stabíll en er svolítið búinn að missa dampinn.“ Sprengja í tengslum við Jón Baldvin 2005 verður meira sviptingaár að mati Gunnlaugs. „Ég á von á óvæntu frá Jóni Baldvin Hanni- balssyni. Það er einhver sprengja sem kemur frá honum á næstunni. Óvænt útspil. Eitthvað merkilegt og óvænt. Hann á eftir að koma fram á sviðsljósið aftur. Ég myndi fylgjast með honum.“ Og Gunnlaugur skynjar vinstri sveiflu framundan. Afturhvarf hjá fólki í þá áttina. Fólk sé búið að fá nóg af frjálshyggju og pen- ingagræðgi - geðvonsku í Davíð og sjálftöku forstjóra. „Fólk er að kikna og Íslendingar eru jafnað- armenn. Þeir þola ekki að einhver rísi hátt yfir annan. Sjálfstæðir jafnaðarmenn. Þjóðin verður æf, þolir ekki gengdarlausa sjálftöku. Svo á móti eru foringjar vinstri- manna hálflamaðir, Steingrímur í þoku, Ingibjörg í lægð og Össur þykir ómarktækur.“ Kærleiksrík tala „Sú tala sem kemur upp sem 2004 er náttúrlega tala sem við tölum um í sambandi við okkar vestræna heim og getum ekki heimfært hana upp á Kína og aðra staði þar sem önnur ártöl eru í gangi,“ segir Hermundur Rósin- kranz talnaspekingur. „En þegar við miðum við stærst- an hluta heimsins þá er þetta svokölluð „domestic“ eða heimilis- tala þannig að það eiga að koma upp mál sem við eigum að taka á hérna heima hjá okkur, í okkar eigin landi. Þetta er líka að vissu leyti tala samkenndar og það sem skiptir mestu máli fyrir þetta ár er að sinna kærleikanum, fjölskyldunni, heimilinu og vinunum.“ Hermundur gerir þrátt fyrir þetta ráð fyrir nokkurri spennu á Íslandi. „Ef ég skoða tölu Íslands sem er 17. júní 1944 þá kemur hún út sem talan 5 og ef við leggjum saman 5 og töluna í ár 2004 sem verður 6 kemur út tölugildið 11. Undir ellefunni er mjög oft mjög mikil spenna sem getur bæði verið jákvæð og neikvæð og þá er spurn- ing hverju við höfum verið að sá í umhverfið. Ef við höfum verið að sá velgengni með réttu hugarfari og með samþykki allra þá erum við að uppskera góða hluti í kringum 2006. Ef við höfum, hins vegar, ver- ið að sá neikvæðu, eins og til dæm- is alþingismenn með lífeyrisrétt- indafrumvarpinu og því að ganga á bak orða sinna, verður uppskeran slæm og þannig má búast við að samningar bresti í ár. Ég sé okkur þó ekki fara í gífurleg verkföll en einhverjar starfsgreinar munu þó leggja niður störf.“ Halldór valtur „Davíð Oddsson lofaði Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra- stólnum og ég tel að það verði lokastarf Halldórs, sem stjórn- málamaður, að ná þessu sæti sem hann hefur stefnt að allan sinn feril. Davíð stendur vonandi við GUNNLAUGUR GUÐMUNDSSON „Þjóðin verður æf, þolir ekki gengdarlausa sjálftöku. Svo á móti eru foringjar vinstrimanna hálflamaðir, Steingrímur í þoku, Ingibjörg í lægð og Össur þykir ómarktækur.“ HERMUNDUR RÓSINKRANZ „Ef ég skoða tölu Íslands sem er 17. júní 1944 þá kemur hún út sem talan 5 og ef við leggjum saman 5 og töluna í ár 2004 sem verður 6 kemur út tölugildið 11. Und- ir ellefunni er mjög oft mjög mikil spenna sem getur bæði verið jákvæð og neikvæð og þá er spurning hverju við höfum verið að sá í umhverfið.“ Ég á von á óvæntu frá Jóni Baldvin Hannibalssyni. Það er ein- hver sprengja sem kemur frá honum á næstunni. Óvænt útspil. Eitthvað merkilegt og óvænt. Hann á eftir að koma fram á sviðsljósið aftur. Ég myndi fylgjast með honum.“ ,, Það sem skiptir mestu máli fyrir þetta ár er að sinna kær- leikanum, fjölskyldunni, heimilinu og vinunum.“ ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.