Fréttablaðið - 04.01.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 04.01.2004, Blaðsíða 17
17SUNNUDAGUR 4. janúar 2004 þetta loforð þar sem hann er enn frekar á heiðarlegu nótunum. Halldór er hins vegar ekki sú manngerð sem á að vera í forsæt- isráðherraembættinu. Hann er talan 11 eða tvisturinn og hún stendur fyrir hugmyndamanninn. Þetta er maður tengslanna við fólkið og þess vegna er hann vel settur þar sem hann er núna, sem utanríkisráðherra. Davíð er 22 sem er hin „mastertalan“ sem er tala stjórnunar og framkvæmda. Sá sem ræður. Það er eitthvað í kringum Halldór, ekki endilega beint hann sjálfur, sem gerir það að verkum að stjórnartíð hans sem forsætisráðherra verður ekki mjög löng. Þetta á eftir að valda alveg gríðarlegri ólgu.“ Gæti verið verra „Árið leggst bara virkilega vel í mig þó svo að það eigi eftir að vera alls konar upphlaup. Íslend- ingar eiga eftir að fjárfesta enn meira erlendis á þessu ári og þeir ríku halda áfram að verða ríkari og fátæku fátækari. Það verða engar breytingar þar á og þetta bil heldur áfram að breikka,“ seg- ir spákonan Sirrý. „Þá liggur það ljóst fyrir að ríkisstjórnin mun aldrei geta efnt öll kosningaloforðin þó hún reyni það enda spyr ég nú bara hvar á að taka fjármagn fyrir öllum efndunum? En þeir reyna. Það verða miklar sviptingar í atvinnu- lífinu og atvinnuleysi mun því miður aukast og almenningur mun ekki hafa eins mikla peninga milli handanna og það er auðvitað ekki gott. Almenningur er farinn að kyngja svo miklu og verkalýðs- félögin snúa sér bara í hina áttina. Það vantar allan barning í fólk í dag. Ég held að það sé bara búið að gefast upp.“ Dauft í kringum Halldór Sirrý segir það ekkert vafamál að Halldór Ásgrímsson muni taka við af Davíð Oddssyni og spáir því að hann muni sigla lygnan sjó. „Davíð er auðvitað allt öðruvísi persóna. Hann er litskrúðugur og skemmtilegur. Halldór er litlaus- ari þannig að það verður rólegra í kringum hann.“ Sirrý telur þó að það muni ríkja almenn sátt um Halldór enda sé „voðalega lítið hægt að setja út á hann,“ en það verði þó miklu minna fjör. „Ingibjörg Sólrún fer erlendis, eins og hún er búin að tala um. Hún er þó ekki búin að segja sitt síðasta orð þó það fari lítið fyrir henni í ár. Hún er ákveðin og á eftir að fara fram gegn Össuri og verður sjálfsagt formaður í þess- um flokki áður en yfir lýkur.“ Sirrý segir að Ólafur Ragnar Grímsson verði endurkjörinn for- seti á árinu og honum muni ekki standa nein ógn af þeim sem bjóða sig fram gegn honum þar sem ekkert þungavigtarfólk verði í þeim hópi. „Hann mun því sitja áfram sem er mjög gott mál.“ Náttúruhamfarir en engin dauðsföll Sirrý segist ekki telja rétt að spá fyrir náttúruhamförum en sér samt ýmis teikn á lofti. „Við búum nú einu sinni á Íslandi og það er alltaf von á eldgosum, jarðskjálft- um og slíku. Ég sé samt að þetta á eftir að gerast. Ég hef á tilfinning- unni að það komi bæði snjóflóð og einhverjar jarðhræringar og jafn- vel eldgos. Það verður þó ekkert mannfall þegar þetta dynur yfir. Það væri þá einna helst í snjóflóð- inu sem ég held að komi. Það lítur ekki vel út en málið er að ég sé ekki dauðsföll, en mér er kannski ekki ætlað að sjá þau.“ Sirrý sér einnig fram á sjóslys og skipskaða en rétt eins og í nátt- úruhamförunum gerir hún ráð fyrir að mannbjörg verði. „Seinni- partur ársins verður góður og við munum fá gott sumar. Það verður hlýtt, kannski mikil rigning en alls ekki kalt.“ Slys og jarðskjálftar „Árið leggst vel í mig, svona í heildina,“ segir Kristjana Valde- marsdóttir spákona. „Það verða þó alla vegana tveir stórir brunar á árinu, annar líklega í sumar en ég get ekki séð mannskaða en það verður því miður töluvert um slys á árinu. Við losnum víst ekki við það. Ég hef það á tilfinningunni að það verði flugslys, líklega síðla sumar en ég þori ekki alveg að tímasetja það. Ég get ekki séð eldgos en það verða svolítið miklir skjálftar en þó ekkert alvarlegir. Þeir tengjast frekar Suðurlandinu en Vest- fjörðunum. Það er engin skelfing yfirvofandi en mér finnst ónota- legt að sjá þessi slys sem tengjast bílum og svo er ég hrædd um sjó- slys sem tengist litlum stað á landsbyggðinni. Það á eftir að breytast mikið í atvinnumálum þegar líður á árið og það verður minna um atvinnuleysi næsta vet- ur en verið hefur. Fólk á eftir að eiga betra með að fá vinnu og þá mun koma fram góð breyting í sambandi við húsnæðismál.“ Gott sumar en hasar í haust Kristjana spáir góðu sumri. „Veðurfarslega verður sumarið gott, en ekki jafn gott og í fyrra. Það verður ekki jafn mikil sól. Ég veit að júlí verður góður og það nær eitthvað fram í ágúst en svo gæti farið að rigna meira. Það verður gleði yfir landinu en samt pirrar mig eitthvað tengt sorg sem kemur upp í nóvember.“ Þá gerir Kristjana einnig ráð fyrir miklum hamagangi í stjórn- málunum þegar líða fer á árið. „Davíð hættir sem forsætisráð- herra og það eiga eftir að verða svolítil læti í kringum pólitíkina í haust.“ Kristjana segir að það muni vissulega eitthvað gusta um Halldór Ásgrímsson í nýju emb- ætti en spáir því að mest verði fjaðrafokið í kringum Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. „Hún er ekki búin að segja sitt síðasta og það verða svolítil læti.“ Fjölmiðlarnir munu heldur ekki sleppa við hræringar og á þeim vettvangi skiptast á skin og skúrir eins og annars staðar. „Fréttablaðið á eftir að verða enn vinsælla á árinu en ég er voðalega hrædd um að DV eigi eftir að líða undir lok. Það verður í það minnsta mjög tæpt á því. Frétta- blaðið á hins vegar eftir að þenja sig út. Það á eftir að gera mikið gott og nýjungar sem koma fram í blaðinu munu vekja mikla athygli. Eitthvað sem höfðar rosalega vel til fólksins.“ thorarinn@frettabladid.is jakob@frettabladid.is KRISTJANA VALDEMARSDÓTTIR „Kári Stefánsson á eftir að láta meira í sér heyra því það er eitthvað mikið að gerast hjá honum. Miklar framfarir.“ SIRRÝ SPÁKONA „Ég hef á tilfinningunni að það komi bæði snjóflóð og einhverjar jarðhræringar og jafnvel eldgos. Það verður þó ekkert mannfall þegar þetta dynur yfir.“ Árið leggst bara virkilega vel í mig þó svo að það eigi eftir að vera alls konar upphlaup. Íslend- ingar eiga eftir að fjárfesta enn meira erlendis á þessu ári og þeir ríku halda áfram að verða ríkari og fátæku fátækari.“ ,, Ég veit að júlí verður góður og það nær eitthvað fram í ágúst en svo gæti farið að rigna meira. Það verður gleði yfir landinu en samt pirrar mig eitthvað tengt sorg sem kemur upp í nóvember.“ ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.