Fréttablaðið - 04.01.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 04.01.2004, Blaðsíða 30
Rúmið mitt 30 4. janúar 2004 SUNNUDAGUR Grínþættirnir Svínasúpan íleikstjórn Óskars Jónassonar voru frumsýndir á Stöð 2 á föstu- dag. Óskar segir það hafa verið draumi líkast að vinna með nýlið- um á borð við Audda, Sveppa og Pétur Jóhann Sigfússon. „Þeir eru svo ljúfir og liðlegir. Þeir eiga alveg eftir að verða lífsþreyttir og úrillir gamlir leikarar en það er ekki enn komið að því. Sigurjón [Kjartansson] er líka eins og engill að vinna með. Þó hann sé eins og gamall hundur í bransan- um er ennþá ekkert oft seint að kenna honum að sitja,“ segir Ósk- ar og hlær. „Þarna eru tvær döm- ur líka, þær Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir og Edda Björg Eyjólfs- dóttir. Þær eru virkilega fyndnar og passa vel inn í hópinn.“ Að sögn Óskars datt Sigurjóni Kjartanssyni í hug nafnið Svína- súpan. „Það er eitthvað sem hann hélt að væri ekki til en svo höfum við komist að því að þetta er eldað víða um heim, m.a. á Kúbu. Þetta er bara satíra á okkur nútímafólk- ið og einhvern veginn sitjum við öll í súpunni.“ ■ Rúmið mitt er afar gott,“ segirgrínarinn Sigurjón Kjartans- son. „Það er svona amerískt Queen Size rúm en það týndist eitthvað stykki úr því þannig að þetta eru eiginlega bara tvær dýnur ofan á hvor annarri. Ég kvarta þó ekki. Rúmið er mjög þægilegt og alveg nógu stórt fyrir alla.“ Fréttiraf fólki Svínasúpan elduð víða um heim Áramótin hljóta að vera orðinfunheitur ferðamannatími á Íslandi en þannig steig til dæmis þýska handboltahetj- an Stefan Kretzmar trylltan dans í Iðnó á gamlárskvöld. Hann var í för með fyrrum félaga sínum hjá Magdenburg, Ólafi Stefánssyni, og sag- an segir að hann hafi meðal ann- ars verið að leita skjóls á Íslandi fyrir gulu pressunni í Þýskalandi sem fylgist náið með skilnaði sem Kretzmar stendur í. Þýskir slúðurblaðamenn hefðu heldur betur komist í feitt á Iðnó þar sem Kretzmar glímir við meiðsl sem gætu komið í veg fyrir að hann leiki með þýska landsliðinu á Heimsmeistarakeppninni í næsta mánuði þó þau aftri honum ekki frá því að dansa eins og óður maður. Hinn kunni breski sjón- varpsgrínari Vic Reeves eyddi einnig áramótunum í Reykjavík og var í góðu stuði á Mímisbar ásamt eiginkonu sinni og fyrrum nektardansmærinni Nancy Sorrell. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6: 1. 2. 3. Saga Ásgeirsdóttir. Georg W. Bush Bandaríkjaforseti. Simmi og Jói, kynnar Idol. Dagbjört Hákonardóttir 19 ára nemi í Mennta- skólanum í Hamrahlíð Mér finnstgaman að fylgjast með póli- tík en þrátt fyrir að Skaupið sner- ist eingöngu um pólitík hafði ég ekki gaman af því. Það var bara húmor fyrir mið- aldra fólk og Ingi- björgu og Össuri meira að segja troðið inn í stað Birgittu. Ég vil fá Óskar Jónsson aftur á næsta ári. Örn Sigurðarson 18 ára nemi í Mennta- skólanum við Sund Mér fannst þaðleiðinlegt. Það var ekkert fyndið og alltof mikið gert grín að alþingis- mönnum. Mist Hálf- danardóttir 15 ára nemi í Hagaskóla Það eina semmér fannst fyn- dið var Edda Heiðrún að leika Ingibjörgu og durex- brandarinn um að Íslendingar væru öflugir í rúm- inu. Helgi Egilsson 17 ára nemi í Mennta- skólanum í Reykjavík Ég var frekar ósáttur. Skaupið var áuppleið og var áberandi gott í fyrra. Var sáttur við gervin á stjórnmála- mönnunum en leiddist Skaupið það mikið að á endanum skipti ég bara yfir á Sketsaþáttinn á Stöð 2. Þar fóru Hilmir Snær og Stefán Karl á kostum. Áramótaskaupið höfðaði greinilega ekki til ungu kynslóðarinnar í ár. Sonurinn svæfður með hugljúfum gítarleik Eftir nær ofskammt af frídög-um síðustu vikurnar ættu menn að vera vel hvíldir. KK átti gott ár á síðasta ári, náði platínu- sölu með Ferðalögum sínum og Magnúsar Eiríkssonar, í kjölfar útgáfunnar fylgdi heljarinnar tón- leikasyrpa. KK var því búinn að vinna sér inn fyrir fríinu. „Helst vil ég bara sofa fram- eftir og vera svo upp í rúmi að lesa,“ segir KK um frídaga sína. „Ég er alltaf með stafla af bókum á náttborðinu sem maður á eftir að lesa. Ég glugga í þetta við tæki- færi. Núna er ég að lesa litla bók sem heitir Guðirnir á Síríusi. Þetta eru vitranir úr himingeimn- um, frásögn K.O. Schmidt. Svo þegar hún er búin bíður Öxin og jörðin eftir Ólaf Gunnarsson. Svo er ég með bókina, Öldin tólfta, hans Óskars Guðmundssonar.“ KK hvílir sig á gítarnum þegar hann á frí. Finnst best að láta líða langt á milli og taka hljóðfærið svo aftur upp þegar það er orðið eftirsóknarvert aft- ur. „Ég spila helst á hann á kvöld- in, fyrir strákinn, þegar hann er að sofna. Hann biður mig oft um það. Honum finnst þægilegt þegar ég spila eitthvað rólegt fyrir hann. Þá spila ég oft eitt- hvað af fingrum fram, hugljúf lög. Stundum spila ég lög sem hann þekkir eins og Kvöldbæn Hallgríms Péturssonar. Ef ég reyni að hraða taktinn upp þá kvartar hann.“ Ferðalangurinn er ekki jafn sprækur í KK þessa dagana og viðurkennir hann að hafa orðið meira heimakær með aldrinum. Það gæti þó verið að KK verði í Disneylandi um páskana. „Ég er samt að spá í að fara í tveggja, þriggja vikna frí til Flórída þar sem bróðir minn býr. Hef verið að velta þessu fyrir mér í nokkur ár. Það verður kannski að því um páskana. Ég held að það sé nú eng- inn munur á Disneylandi og Íslandi. Við búum í Disneylandi hérna,“ segir glettinn KK að lok- um. ■ SVÍNASÚPAN Fjölmargir þekktir grínistar leika í þáttunum sem eru átta talsins. Ung ráð Skaupið Rocky Þessi pastaréttur þarna er sannur viðbjóð- ur! Ég hef séð uppþornaðar grænar rækjur sem voru meira freistandi! Og maður þarf að vera þokkalega þreyttur á lífinu til að prófa þessa gráu pizzu þarna! Þetta er eins og fornmaðurinn sem var grafinn úr ísnum í Ölpunum! Og hvað má bjóða ykkur? Frídagurinn KK ■ Snertir varla gítarinn þegar hann á frí, nema til þess að svæfa son sinn. Langar til Flórída en finnst samt best að vera bara heima hjá sér. KK Finnst best að slappa af heima hjá sér upp í rúmi þegar hann á frí. Notar tímann til að lesa.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.