Fréttablaðið - 06.01.2004, Síða 2

Fréttablaðið - 06.01.2004, Síða 2
2 6. janúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR “Jú, ég býð hana bara velkomna. Þetta er gagnlegt og skemmtilegt námskeið fyrir alla.“ Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfirði, hefur um árabil haldið námskeið fyrir hjón og sambúðarfólk. Britney Spears gekk í það heilaga um helgina og mun nú þegar vera farin að leggja drög að skilnaði. Spurningdagsins Þórhallur, þarf Britney ekki að koma á námskeið hjá þér? ■ Evrópa Um 80 vistmenn í sóttkví um jólin Veirusýking sem lýsir sér í uppköstum og niðurgangi kom upp á hjúkrunar- heimilinu Seljahlíð. Gamla fólkið fékk ekki að hitta sína nánustu um jólin. Vistmenn og starfsmenn veiktust. Hluti heimilisins er enn í sóttkví. SÝKING Veirusýking kom upp á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð í Breiðholti um jólin. Á Þorláks- messu voru allir 83 vistmenn heim- ilisins settir í sóttkví. Um er að ræða svokallaða nóró- veirusýkingu sem lýsir sér í upp- köstum og niðurgangi. María Gísla- dóttir, forstöðumaður Seljahlíðar, segir að á bilinu 10 til 15 vistmenn hafi sýkst og nokkrir starfsmenn. Reynt hafi verið að sporna gegn sýkingu með því að láta fólk þvo á sér hendurnar reglulega með sótt- hreinsandi efni. Þá hafi starfsfólk notað andlitsgrímur þar sem veir- an berist með hósta eða munnvatni. María segir að þessi veirusýk- ing sé ekki ný af nálinni hérlendis. Hún hafi komið upp á nokkrum hjúkrunarheimilum fyrir aldraða hér á landi á síðasta ári. Vegna ástandsins í Seljahlíð fékk gamla fólkið á heimilinu ekki að umgangast hvert annað og var því gert að dvelja öllum stundum inni á herbergjum sínum eða í íbúðum. Matsalur heimilisins var lokaður og fólki færður matur inn á herbergin. Samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins komu sumir að- standendur sjálfir með mat handa sínum nánustu af ótta um að þeir myndu sýkjast. Þeir máttu hins vegar ekki afhenda þeim hann sjálfir og þurftu því að koma hon- um til fólksins með öðrum hætti. Vegna sýkingarhættu fékk fólk- ið ekki að umgangast sína nánustu fyrr en á gamlársdag, þegar talið var að mesta hættan á sýkingu væri gengin yfir. Á nýársdag kom sýkingin hins vegar aftur upp og því voru vistmenn aftur settir í sóttkví. Í gær lýsti stjórn Seljahlíð- ar því yfir að ekki væri lengur hætta á sýkingu á vistdeild og í þjónustuíbúðunum. María segir að þeir sem dvelji á hjúkrunardeild- inni séu hins vegar enn í sóttkví. Aðstandandi sem Fréttablaðið ræddi við, en vildi ekki láta nafns síns getið, gagnrýnir að upplýs- ingagjöf hafi verið af skornum skammti. Hann segir að öldruð móðir hans hafi til að mynda ekki fengið að vita nákvæmlega hvers vegna hún væri í sóttkví. María segir það miður ef svo hafi verið. Reynt hafi verið eftir fremsta megni að upplýsa alla vistmenn um sýkingarhættuna. trausti@frettabladid.is Kínverskur karlmaður smitaður af bráðalungnabólgu: Þúsundum deskatta slátrað KÍNA, AP Alþjóðaheilbrigðisstofnun- in hefur staðfest að 32 ára karl- maður frá Guangdong-héraði í Kína hafi greinst með HABL, heil- kenni alvarlegrar bráðrar lungna- bólgu. 25 manns sem umgengust hinn smitaða hafa verið settir í sóttkví. Alþjóðaheilbrigðisstofn- unin ítrekar að ekki sé um farald- ur að ræða og því engin ástæða til að vara við ferðum til Kína. Kínversk yfirvöld áforma að slátra þúsundum deskatta þar sem óttast er að HABL-veiran berist til manna úr þessum dýr- um. Rannsóknir hafa sýnt að veir- an er náskyld veiru sem fundist hefur í desköttum og skyldum dýrum. Deskettir eru vinsæl fæða víða í Kína en nú hefur verið lagt bann við því að selja þessi dýr á mörkuðum. Bráðalungnabólgunnar varð fyrst vart í Guangdong-héraði í nóvember 2002. Yfir 8.000 manns smituðust af HABL á næstu sjö mánuðum um heim allan og hátt í 800 létust af völdum sjúkdóms- ins. Á undanförnum sex mánuð- um hafa aðeins tveir aðrir menn smitast af bráðalungnabólgu, en báðir störfuðu þeir á rannsókna- stofum. ■ ÁSMUNDUR STEFÁNSSON Sáttasemjari mun hafa næg verkefni á næstunni. Ríkissáttasemjari: Sáttafundi var frestað VINNUDEILUR Ríkissáttasemjari frestaði í gær til miðvikudags boðuðum sáttafundi Starfsgreina- sambandsins og ríkisins sem halda átti í gær. Frestunin er af tæknilegum ástæðum en ekki vegna ágreiningsmála. Fullkomin óvissa ríkir í kjaramálum eftir að verkalýðsfélögin kröfðust þess að fá aukin lífeyrisréttindi til sam- ræmis við það sem alþingismenn úthlutuðu sjálfum sér og öðrum æðstu mönnum ríkisins með laga- setningu fyrir jól. Kjarasamning- ar flestra launþega eru lausir eða um það bil að renna út. Í húsi ríkissáttasemjara er allt með kyrrum kjörum en þó var áformað að fulltrúar Starfs- greinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins hittust á óformleg- um fundi í dag. ■ SANDGERÐI Sjófarendum er létt eftir að prammi sem hékk í flaki lóðsbáts sleit sig lausan. Sandgerði: Prammi skaust úr hafdjúpi SKIPSSKAÐI Prammi sem hékk í dráttarbátnum Gamla lóðs þegar hann sökk nokkru fyrir jól skaust upp úr hafdjúpunum í fyrrinótt. Gamli lóð sökk á um 100 metra dýpi þar sem báturinn var á leið til Vestmannaeyja. Nokkrar áhyggjur voru vegna þess að þar sem báturinn hefur mikið flotmagn maraði hann skammt undir yfir- borði sjávar og líklegt var talið að hann gæti valdið sjófarendum skaða. Til stóð að gera út leiðangur til þess að ná prammanum frá flaki Gamla lóðs. En áður en til þess kom slitnaði pramminn frá. Björg- unarsveitin Sigurvon í Sandgerði gerði í gær út leiðangur til þess að sækja prammann þar sem hann var á reki um fjórar sjómílur frá Sandgerði. Að sögn Björns Arason- ar, hafnarstjóra í Sandgerði, gekk sú ferð að óskum og var komið með prammann til hafnar í gær. ■ BRESKIR HERMENN Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, heimsótti hermenn í Basra um helgina. Hernám Íraks: Bretar ekki á heimleið LUNDÚNIR, AP Breskar hersveitir verða að öllum líkindum áfram í Írak í mörg ár eftir að völdin hafa verið færð í hendur heimamanna, að sögn Jack Straw, utanríkisráð- herra Breta. Straw segist eiga von á því að það muni takast að koma á fót bráðabirgðastjórn í Írak fyrir 1. júlí eins og stefnt er að. „Innan skamms munu Írakar bera ábyrgð á eigin öryggi og stjórn,“ sagði Straw í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC. Hann ítrekaði þó að fjöldi breskra her- manna yrði áfram við störf í Írak í nokkur ár. Um 10.000 breskir hermenn eru nú í og við borgina Basra í suðurhluta Íraks. ■ EVRÓPUÞINGMENN FÁ BRÉFA- SPRENGJUR Bréfasprengjur voru sendar til tveggja þingmanna Evrópuþingsins í gær. Engan sak- aði þegar sprengjurnar sprungu, á skrifstofu Bretans Gary Titley í Manchester og hjá Þjóðverjanum Hans-Gert Pöttering í höfuð- stöðvum Evrópuþingsins í Brus- sel. Pakkarnir voru póstlagðir í Bologna og beinist grunur að samtökum ítalskra stjórnleys- ingja. Fjórar aðrar bréfasprengj- ur hafa verið sendar til evr- ópskra embættismanna á síðustu tveimur vikum. VEL HEPPNUÐ NAUÐLENDING Austurrísk farþegaflugvél með 32 innanborðs nauðlenti á snævi þöktum akri skammt frá flugvell- inum í München í Þýskalandi. Flugmaðurinn hafði orðið var við bilun í hreyfli vélarinnar, sem var af gerðinni Fokker 70. Engin teljandi meiðsl urðu á fólki. Far- þegar og áhöfn voru flutt á flug- völlinn í München þar sem fólk- inu var veitt áfallahjálp. Sóttvarnalæknir um sýkingu: Gamalt fólk berskjaldað SÝKING Haraldur Briem, sótt- varnalæknir hjá Landlæknis- embættinu, segir að veirusýk- ingin sem kom upp á hjúkrunar- heimilinu Seljahlíð geti haft al- varlegar afleiðingar fyrir gam- alt fólk með veikt ónæmiskerfi og valdið langvarandi veikind- um. „Þessi sýking er mjög út- breidd,“ segir Haraldur. „Hún er meginástæðan fyrir þeim al- gengu magapestum sem ganga í samfélaginu, en venjulega geng- ur þetta fljótt yfir.“ Hann segir að sýkingin, sem kölluð er nóróveirusýking, hafi verið stórt vandamál á síðasta ári, það stórt að sérfræðingum hafi fundist með ólíkindum hver- su oft hún hafi komið upp. Hann segir að sýkingin hafi greinst óvenju oft á sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilum hérlendis á síðastliðnu ári. Einnig hafi hann vitneskju um það að sýkingin hafi óvenju oft gert vart við sig erlendis. Til dæmis hafi heilu skemmtiferðaskipin verið sett í sóttkví vegna hennar. ■ MEINTUR SMITBERI Kínverjar áforma að slátra þúsundum deskatta af ótta við að þeir beri bráðalungnabólgusmit til manna. HARALDUR BRIEM Haraldur segir sýkinguna hafa verið stórt vandamál á síðasta ári. HJÚKRUNARHEIMILIÐ SELJAHLÍÐ Vegna ástandsins í Seljahlíð fékk gamla fólkið á heimilinu ekki að umgangast hvert annað og var því gert að dvelja öllum stundum inni á herbergjum sínum eða í íbúðum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.