Fréttablaðið - 06.01.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 06.01.2004, Blaðsíða 6
6 6. janúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR ■ Landbúnaður GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 70,28 -1,24% Sterlingspund 126,37 -0,25% Dönsk króna 11,96 -0,84% Evra 89,04 -0,80% Gengisvísitala krónu 121,85 -1,53% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 474 Velta 8.599 milljónir ICEX-15 2.103 -0,54% Mestu viðskiptin Landsbanki Íslands hf. 201.866.005 Íslandsbanki hf. 94.269.318 Grandi hf. 67.950.009 Mesta hækkun Grandi hf. 2,24% Kögun hf. 0,94% Straumur fjárfestingarbanki hf. 0,61% Mesta lækkun Nýherji hf. -3,41% Fjárfsetingarfélagið Af hf. -3,14% Fjárfsetingarfélagið Atorka hf. -2,78% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 10.486,1 0,7% Nasdaq* 2.031,7 1,2% FTSE 4.513,3 0,1% DAX 4.035,9 0,4% NK50 1.368,4 0,1% S&P* 1.115,7 0,7% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Hver vann yfirburðasigur í forseta-kosningunum í Georgíu á laugardag? 2Hvaða alþingismaður afþakkaði boðSPRON að gerast stofnfjáreigandi? 3Hvaða bandaríska poppsöngkona giftisig á fylliríi í Las Vegas? Svörin eru á bls. 31 Framkvæmdastjóri Nató: De Hoop Scheffer tekur við BRUSSEL, AP Hollendingurinn Jaap de Hoop Scheffer tók í gær form- lega við starfi framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins úr hendi George Robertson lávarðar. De Hoop Scheffer lýsti því yfir að hans fyrsta verkefni yrði að fylgja eftir fyrirhuguðum breyt- ingum á friðargæslu Nató í Afganistan. Til stendur að efla verulega friðargæsluna til að tryggja stöðugleika í landinu. De Hoop Scheffer hét því einnig að reyna að jafna ágreininginn innan bandalagsins vegna Íraksstríðs- ins. Leiðtogafundur Nató verður haldinn í Istanbul í júní. Þar verð- ur meðal annars rætt um fram- hald hernaðaraðgerða og upp- byggingarstarfs í Írak, að sögn De Hoop Scheffers. ■ Andstæðingar hamra á Dean Líklegasti andstæðingur George W. Bush í forsetakosningunum í nóvember er Howard Dean. Andstæðingar hans í Demókrataflokknum telja að málflutningur hans sé of ofsafenginn. Fyrsta prófkjörið er 19. janúar. FORSETAKOSNINGAR Fyrsta prófkjör Demókrataflokksins í Bandaríkj- unum fer fram í Iowa 19. janúar. Í kjölfarið fylgir þétt dagskrá af prófkjörum og má búast við því að þeir frambjóðendur sem ekki ná nægilegum árangri í fyrstu próf- kjörunum heltist fljótlega úr lest- inni. Á síðustu vikum hefur kosn- ingabaráttan fyrst og fremst snú- ist um Howard Dean, fyrrum fylkisstjóra í Vermont. Dean hef- ur, öllum að óvörum, náð tölu- verðu forskoti á aðra frambjóð- endur demókrata í skoðanakönn- unum og hefur safnað mun meira fé í kosningasjóði sína en aðrir. Af þessum sökum hafa keppinautar Dean í auknum mæli einbeitt sér að því að hallmæla honum og leggja áherslu á að hann eigi enga möguleika á því að bera sigurorð af George W. Bush. Kosningabarátta Dean er óvenjuleg þar sem stuðningur við framboðið hefur fyrst og fremst komið frá grasrótarvinnu; einkum með mikilli notkun á upplýsinga- tækninni. Dean hefur hins vegar ekki hlotið náð fyrir augum helstu valdamanna í Demókrataflokkn- um þótt Al Gore hafi fyrir skemmstu lýst yfir stuðningi við hann og búist sé við því að Ben Bradley, fyrrum öldungadeildar- þingmaður muni innan skamms gera slíkt hið sama. Talið er að flestir valdamenn innan flokksins kjósi heldur að Wesley Clark, fyrrum hershöfð- ingi, hljóti tilnefninguna. Clark hefur ákveðið að taka ekki þátt í prófkjörinu í Iowa og því verða kosningarnar í New Hampshire fyrsti mælikvarðinn á styrk hans. Andstæðingar Dean telja að þótt frambjóðandanum gangi vel að virkja grasrótina til stuðnings sé málflutningur hans of ofsa- fenginn til þess að venjulegir bandarískir kjósendur geti fallist á hann. Dean þykir vera mjög ástríðufullur og bardagafús en hann hefur gengið lengst allra frambjóðenda Demókrataflokks- ins í að gagnrýna utanríkis- og skattastefnu Bush-stjórnarinnar. Stjórnmálasérfræðingar hafa bor- ið kosningabaráttu Dean saman við þá sem George McGovern háði árið 1972. McGovern var, eins og Dean, í miklum metum hjá almennum flokksmönnum, en hlaut slæma útreið í kosningunum sjálfum gegn Richard Nixon. ■ Bankaannir: Tölvukerfið datt niður BANKAR Gríðarlegt álag var á tölvukerfi í bankakerfinu í gær. Skömmu fyrir hádegi varð stöðvun í tölvukerfum Reiknistofu bankanna, þannig að taka varð þau niður og setja upp aftur. Sú aðgerð tók ekki nema tíu mínútur og eftir það starfaði kerfið eðlilega, sam- kvæmt upplýsingum frá Reiknistofunni. Miklar annir voru í bönkum og sparisjóðum í gær eftir há- tíðarlokanir, meðal annars stórir gjalddagar í kreditkort- um. ■ MINNI MJÓLK Áframhaldandi samdráttur er í mjólkurfram- leiðslu. Samkvæmt bráða- birgðauppgjöri Samtaka afurða- stöðva í mjólkuriðnaði var inn- vigtun mjólkur í desember 4,6% minni en á sama tíma fyr- ir ári. Því til viðbótar voru fleiri innvigtunardagar í des- ember síðastliðnum þannig að gera má ráð fyrir að samdrátt- urinn sé enn meiri. NÝR FRAMKVÆMDASTJÓRI De Hoop sagði af sér sem utanríkisráð- herra Hollands til að taka við embætti framkvæmdastjóra Nató. Prófkjör Demókrata 19. janúar Iowa 27. janúar New Hampshire 3. febrúar Arizona, Delaware, Missouri, Nýja Mexíkó, Norður-Dakóta, Oklahoma, Suður Karólína 6.-9. febrúar Demókratarbúsettir erlendis 7. febrúar Michigan, Washington 8. febrúar Maine 10. febrúar Tennessee, Virginía 14. febrúar Washington DC, Nevada 17. febrúar Wisconsin 24. febrúar Hawaii, Idaho, Utah 2. mars Connecticut, Georgía, Kalifornía, Maryland, Massachusetts, Minnesota, New York, Ohio, Rhode Island, Vermont 8. mars Amerísku Samóaeyjar 9. mars Flórida, Louisiana, Mississippi, Texas 13. apríl Kansas 16. apríl Illinois 20. apríl Alaska, Gúam, Wyoming 13. apríl Colorado 17. apríl Jómfrúaeyjar 27. apríl Pennsylvanía 4. maí Indíana, Norður-Karólína 11. maí Nebraska, Vestur-Virginía 18. maí Arkansas, Kentucky, Oregon 1. júní Alabama, Suður-Dakóta 6. júní Puerto Rico 8. júní Montana, New Jersey Heimild: Heimasíða Demókrataflokksins, www.democrats.org HOWARD DEAN Hefur forskot á aðra frambjóðendur Demókrataflokksins. Hann sætir nú í auknum mæli árásum samflokksmanna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.