Fréttablaðið - 06.01.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 06.01.2004, Blaðsíða 11
11ÞRIÐJUDAGUR 6. janúar 2004 Útsala ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 32 55 0 1/ 20 04 www.utilif.is afsláttur 30% 70% til ... núna á þremur stöðum Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 KAUPMANNAHÖFN Íbúar fríríkisins Kristjaníu í Kaupmannahöfn hafa rifið niður hasssölubásana við Push- er Street. Markmiðið er að reyna að koma í veg fyrir að yfirvöld geri al- vöru úr hótunum sínum um að gera þá um 1.000 einstaklinga sem búa í Kristjaníu brottræka. Í desember lýsti lögfræðingur dönsku ríkisstjórnarinnar því yfir að íbúarnir hefðu ekkert lagalegt tilkall til svæðisins og gætu átt það á hættu að verða reknir á brott. Ríkisstjórnin hefur lýst áhuga á að reisa lúxusíbúðir á svæðinu. Íbúarnir eru ævareiðir yfir þessum áformum. Hasssalan mun hér eftir fara fram „í leyni“, að sögn íbúanna. ■ WASHINGTON, AP Starfsmenn á al- þjóðlegum flugvöllum og höfnum í Bandaríkjunum munu hér eftir taka myndir og fingraför af öllum er- lendum gestum sem þurfa vega- bréfsáritun til að heimsækja Banda- ríkin. Að sögn bandarískra yfir- valda er markmiðið að auka öryggi á landamærunum og koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn komist inn í landið. Aðeins 28 þjóðir eru undanþegnar þessum reglum, þar á meðal Íslendingar. Fingraför erlendu gestanna eru borin saman við stafræna gagna- grunna til að kanna sakaferil þeirra og hugsanleg tengsl við hryðju- verkahópa. Yfirvöld segja að engin ástæða sé til að óttast að þetta muni skapa tafir á flugi og valda ferða- mönnum óþægindum þar sem það taki aðeins tíu til fimmtán sekúndur að mynda og taka fingraför. Mörg ríki hafa gagnrýnt þetta kerfi harðlega og krafist þess að fá undanþágu. Brasilíumenn hafa brugðist við með því að setja á sams konar reglur fyrir bandaríska ferðamenn á flugvellinum í Sao Paulo. Borgarar Vestur-Evrópu og nokkurra annarra ríkja eru undan- þegnir þessum nýju reglum þar sem þeim er heimilt að dvelja í Bandaríkjunum án vegabréfsárit- unar í allt að þrjá mánuði. ■ Nýjar öryggisreglur á bandarískum flugvöllum: Myndir og fingraför af erlendum gestum NÝTT ÖRYGGISKERFI Tollverðir á Hartsfield Jackson-flugvellinum í Atlanta mynda og taka fingraför suður- amerísks fjölskylduföður. KRISTJANÍA Íbúar Kristjaníu notuðu dráttarvélar, sagir og kúbein til að rífa niður sölubásanna við Pusher Street þar sem hass hefur verið selt fyrir opnum tjöldum um árabil. Kristjanía breytir um svip: Hasssölubásar rifnir SAMEINING HARALDAR BÖÐVARSSONAR OG GRANDA Haraldur Böðvarsson Heildarkvóti 14.865 þorskígildistonn Hlutfall af heildarkvóta 4,0% Skipastóll Höfrungur III frystitogari Helga María frystitogari Haraldur Böðvarsson ísfisktogari Sturlaugur H. Böðvarsson ísfisktogari Elliði nótaskip Ingunn nótaskip Víkingur nótaskip Grandi Heildarkvóti 15.775 þorskígildistonn Hlutfall af heildarkvóta 4,2% Skipastóll Ásbjörn ísfisktogari Ottó N. Þorláksson ísfisktogari Faxi fjölveiðiskip Venus frystitogari Þerney frystitogari Örfirisey frystitogar AFKOMA GRANDA FYRSTU NÍU MÁNUÐI ÁRSINS Rekstrartekjur 3.825 milljónir Rekstrargjöld -3.078 milljónir Rekstrarhagnaður af eigin starfsemi fyrir afskriftir 747 milljónir Rekstrarhagnaður sem hlutfall af rekstrartekjum 20% Hagnaður (tap) tímabilsins 765 milljónir SAMANLAGÐUR KVÓTI HB OG GRANDA Í HELSTU TEGUNDUM Þorskur 7.819 þorskígildistonn Ýsa 3.757 þorskígildistonn Ufsi 7.076 þorskígildistonn Karfi 17.509 þorskígildistonn Loðna 39 þorskígildistonn Síld 9 þorskígildistonn Heildarkvóti 30.639 þorskígildistonn BRIM Á HREYFINGU Einn hagkvæmasti kostur sameininga inn- an sjávarútvegsins að mati sérfræðinga er sameining Granda og Haraldar Böðvars- sonar. Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmda- stjóri Granda, leggur áherslu á að viðræður séu á byrjunarstigi. Stjórnarformaður Eim- skipafélagsins vill að viðræður gangi hratt fyrir sig.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.