Fréttablaðið - 06.01.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 06.01.2004, Blaðsíða 14
14 6. janúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR ■ Jarðarfarir ■ Andlát Finnski langhlauparinn PaavoNurmi setti tvö heimsmet í Madison Square Garden í New York þennan dag árið 1925. Paavo Nurmi, sem var kallaður Finninn fljúgandi, var einn besti hlaupari síns tíma. Á Ólympíuleik- unum í París árið 1924 vann hann fimm gullverðlaun, þar af setti hann tvo ólympíumet á einni klukkustund. Nurmi hljóp oft með skeiðklukku í hendinni til að fylgj- ast með tímanum. Aðferðin var heldur umdeild og þeir voru ekki margir sem tóku hana upp. Met hans var hins vegar ekki slegið fyrr en sjö árum síðar, árið 1931. Skipuleggjendur hlaupsins í Bandaríkjunum vonuðust til að Finninn fljúgandi næði að endur- taka árangurinn frá því á Ólympíu- leikunum í París. Þeir skipulögðu því tvö hlaup, mílu og 5 þúsund metra hlaup, á innan við klukku- stund. Í míluhlaupinu náðu tveir bandarískir keppendur snemma forystunni en Nurmi hljóp þá uppi og komst fram úr. Hann setti nýtt heimsmet, 4:13,5. Í fimm þúsund metra hlaupinu var Nurmi ógnað af landa sínum Ville Ritola. Finninn fljúgandi sýndi hins vegar hvað í honum bjó þegar hann tók forystuna á endasprettin- um og setti annað heims- met, 14:44,6, á innan við klukkustund. Eftir þessa stórkostlegu frumraun í Bandaríkj- unum fékk Nurmi boð um að keppa víðsvegar í Bandaríkjunum. Hann hljóp í allt 55 hlaup, og vann þau öll nema eitt. Það var í hálfmílu hlaupi í New York sem heimamaðurinn Alan Helffrich vann. Margir vildu meina að Nurmi hefði tapað hlaup- inu til að sýna gestgjöfum sínum virðingu. ■ Anna S. Þórarinsdóttir, Lundahólum 1, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði, föstudaginn 2. janúar. Tómas Jóhannsson, Hæðargarði 15, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítal- ans í Kópavogi laugardaginn 3. janúar. Jarðsett verður í kyrrþey að ósk hins látna. Sigurður Ingimundarson, frá Strönd á Stokkseyri, Kópavogsbraut 81, Kópavogi, lést á sunnudaginn 4. janúar. Kristín Þórðardóttir, Hveragerði, lést á Hjúkrunarheimilinu Ási föstudaginn 2. janúar. Uni Guðmundur Hjálmarsson, renni- smiður, lést á heimili sínu fimmtudaginn 1. janúar. ROWAN ATKINSON Breski leikarinn sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Mr. Bean er fæddur þennan dag árið 1957. 6. janúar ■ Þetta gerðist 871 Her Alfreðs Englands konungs sigrar danskan her við Ashdown. 1759 George Washington og Martha Dandridge Custis giftast. 1883 Samuel Morse demonstrated the telegraph for the first time. 1930 Ferðalagi fyrsta dísilbílsins lýkur í New York eftir 792 mílu langt ferðalag. 1931 Thomas Edison sækir um síðasta einkaleyfi sitt. 1945 Orrustunni um Ardennafjöll lýk- ur. Um 100.000 Þjóðverjar féllu, særðust eða voru teknir til fanga og 82.000 bandamenn. 1950 Bretar viðurkenna kommúnista- stjórnina í Kína. PAAVO NURMI Einn besti langhlaup- ari sögunnar. PAAVO NURMI ■ Finnski langhlauparinn setur tvö heimsmet á innan við klukkustund í New York. 6. janúar 1925 Okkar ástkæra eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma Dóra Jóhannesdóttir Holti Búðardal, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 7. janúar kl.13.30. Rögnvaldur Ólafsson Ólafur Rögnvaldsson Þóra Pétursdóttir Guðrún Ágústa Rögnvaldsdóttir Karl Ingason Úlfhildur Rögnvaldsdóttir Einar Þórir Kristjánsson Jóhannes Rögnvaldsson barnabörn og barna-barnabörn. Finninn fljúgandi setur tvö heimsmet 10.30 Aðalheiður Erna Gísladóttir verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju. 13.30 Hulda Valdimarsdóttir, frá Vopnafirði, Kleppsvegi 128, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 13.30 Gunnar Ólafsson, fyrrverandi skólastjóri, Hraunbæ 42, Reykja- vík, verður jarðsunginn frá Há- teigskirkju. 13.30 Guðrún G. Stephensen, síðast til heimilis á Snorrabraut 56, Reykja- vík, verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni. 13.30 Gísli Gunnar Björnsson, Efsta- sundi 74, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Langholtskirkju. 13.30 Guðrún Soffía Gísladóttir, Hrafn- istu, Hafnarfirði, verður jarðsung- in frá Laugarneskirkju. 14.00 Pétur Friðrik Jóramsson, Faxa- braut 13, Keflavík, verður jarð- sunginn frá Keflavíkurkirkju. 15.00 Þorsteinn Gíslason, málara- meistari og fyrrv. kaupmaður, Miðleiti, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju. Ég býst við því að ég verði konaá afmælisdaginn,“ segir Berg- ur Þór Ingólfsson leikari, sem fagnar 35 ára afmæli sínu í dag. „Ég er að leika klæðskipting í Chicago svo ég býst við því að ég dressi mig bara upp um morgun- inn. Fari í förðunarstólinn, raki á mér bringuna og leggina og reyni að vera svolítið glæsilegur. Að vinnudegi loknum breyti ég mér svo aftur í mann og fer örugglega út með konunni að borða.“ Bergur fullyrðir að þetta verði í fyrsta skiptið sem hann eyði af- mælisdeginum sem kona. Hann þarf nú ekki að leita langt til þess að komast í samband við sitt kvenlega eðli, því hann býr með fimm kvenkynsverum; eiginkonu sinni, Evu, og fjórum dætrum þeirra. Í kvöld býst hann við því að fara jafnvel út að borða með eig- inkonunni en heldur enga veislu. „Ég er bara svo lélegur í því að halda veislur handa sjálfum mér. Ég býst nú við því að stelpurnar mínar, sem eru mikil afmælis- börn, vekji mig með afmælissöng. Þær eru það mikil afmælisbörn að það er eins og þær eigi afmæli sjálfar. Svo hringir mamma sjálf- sagt í mig og syngur. Þetta er nægilega mikið partí fyrir mig.“ Æfingar standa nú yfir á hverj- um degi á Chicago, sem verður frumsýnt 18. janúar, auk þess sem Bergur fer með hlutverk Tomma í Línu Langsokki. Hann segir þó litla hefð vera fyrir því í Borgar- leikhúsinu að afmælisbörn dags- ins fá sérstaka meðferð. „Það hef- ur nú verið terta á stórafmælum. Mitt er bara miðlungs í stærð, svo ég geri ekki ráð fyrir því. Það er nú stundum sungið fyrir fólk,“ segir Bergur að lokum. ■ BERGUR ÞÓR Þarf að raka á sér lappirnar og bringuna í dag. Verður kona á afmælisdaginn Afmæli BERGUR ÞÓR INGÓLFSSON ■ Mun eyða góðum hluta 35 ára af- mælisdagsins sem kona, þar sem hann leikur klæðskipting í söngleiknum Chicago. ÞÓRÓLFUR SVEINSSON Framleiðsla mjólkur mælist 4,6% minni en á sama tíma fyrir ári, samkvæmt bráða- birgðauppgjöri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði. ??? Hver? Bóndi á Ferjubakka II og formaður Landssambands kúabænda. ??? Hvar? Heima hjá mér. ??? Hvaðan? Ættaður norðan úr Fljótum. ??? Hvað? Það er 4,6% samdráttur á mjólkurfram- leiðslu í desember á milli ára. ??? Hvers vegna? Það er ekki vitað nákvæmlega. Við vit- um þó að hey frá síðasta sumri eru ekki eins góð og frá árinu áður. Eins gæti það haft einhver áhrif að burðartíma seinkaði eitthvað. En þetta eru dálítið háar tölur og okkur stendur ekki alveg á sama um þær. ??? Hvernig? Það er ekki einfalt að bregðast við. Að því marki sem þetta er fóðurspursmál verðum við að treysta á það að bændur séu að gefa kúm nægjanlegt fóður. Ef þetta er burðarspursmál verðum við bara að bíða og leyfa náttúrunni að hafa sinn gang. ??? Hvenær? Við vitum ekki hvenær þetta verður í lagi. Samdrátturinn byrjaði í október og við þurfum að sjá framan í janúar áður en við getum farið að draga verulegar ályktanir, til dæmis varðandi það hvort greitt verði fyrir umframmjólk en meiri líkur eru á því ef slaki í innvigtun heldur áfram. ■ Persónan Kvikmyndavefurinn kvik-myndir.com hefur opnað myndbandahandbók á vefnum á slóðinni www.myndbond.com. „Hugmyndin með vefnum er að bæta þjónustu við almenn- ing. Þetta er systurvefur kvik- myndir.com og þar er hægt að nálgast alla dóma vefsins frá upphafi,“ segir Eggert Páll Ólafsson, gagnrýnandi á kvik- myndir.com, sem starfræktur hefur verið um nokkurt skeið. Ragnar Jónasson er ritstjóri vefsins. Fimm gagnrýnendur skrifa inn á vefinn auk nokk- urra pistlahöfunda. ■ EGGERT PÁLL ÓLAFSSON Er einn fimm kvikmyndagagnrýnanda á kvikmyndir.com og systurvefnum mynd- bond.com. Myndbandahandbók opnuð á vefnum Þórunn Lárusdóttir leikkona, 31 árs. Kristbergur O. Pétursson málari, 42 ára. Hrafn G. Johnsen tannlæknir, 66 ára. ■ Afmæli Magnús Svavar Magnússon, Núpabakka 19, er fimmtugur í dag. Hann og eiginkona hans, Haf- dís Magnúsdóttir, taka á móti vinum og vanda- mönnum föstudaginn 9. janúar, á milli klukk- an 18-21, í Kiwanishús- inu Smiðjuvegi 13 A, Kópavogi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.