Fréttablaðið - 06.01.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 06.01.2004, Blaðsíða 17
17ÞRIÐJUDAGUR 6. janúar 2004 HILMAR LEIFSSON OG LÍNA MÓEY BJARNADÓTTIR Líst vel á nýju stöðina. Líkamsrækt í Laugum: Nýta aðstöð- una saman Hilmar Leifsson og Lína MóeyBjarnadóttir lyftu lóðum í tækjasalnum í Laugardalnum á fyrsta degi eftir opnun og eru greinilega í góðu formi. Hilmar hefur verið að lyfta í þrjátíu ár og segir ekki á dag- skránni að hætta því. „Ég er bú- inn að fylgja Bjössa í World Class alveg frá því hann var í Skeifunni 3. Mér líst vel á þessa stöð og er mjög sáttur. Þetta er óhemju breyting, allt mjög stórt og full- komið. Ég held áfram að nýta mér lyftinga- og tækjasalinn. Svo nota ég lúxusinn líka og sundið, sem er góð viðbót.“ Lína Móey hefur verið að æfa með Hilmari og líst einnig vel á nýja húsnæðið. Hún segir þau nýta sér alla aðstöðu stöðvarinnar saman, hvort sem um er að ræða lyftingaaðstöðu eða baðstofuna. ■ Að breyta um lífsstíl Um áramót stöndum við mörgframmi fyrir þeirri ákvörð- un að vilja eða þurfa að breyta um lífsstíl. Áramótaheit beinast í flestum tilfellum að þeim skjótu átökum sem við ætlum að gera í lífi okkar til þess að losna við aukakílóin, eignast meiri peninga, hefja ný sambönd, drekka minna eða vera ákveðn- ari svo eitthvað sé nefnt. Því miður ná aðeins örfáir árangri af þeim sem strengja sér ára- mótaheit og má þar kenna um hugarfari og skorti á undirbún- ingi. Ég hef gert margar erfiðar breytingar í mínu lífi og horft upp á aðra gera slíkt hið sama. Reynsla mín segir að betra sé að breyta smám saman um stefnu og halda sig staðfastlega við hana heldur en að gera stórtæk- ar breytingar og skipta oft um skoðun. Eina undantekningin snýr að fíknihegðun. Ef áfengi, tóbak eða eiturlyf hafa hneppt þig í hald þarf yfirleitt stórtæk- ar breytingar. En ef þú á annað borð breytir um stefnu í lífinu, þótt ekki sé nema um 10˚ og heldur þig staðfastlega við þá stefnu sem þú hefur valið þér, mun tíminn verða þess valdandi að breytingar á lífsstíl þínum verði stórkostlegri en þú hefðir nokkurn tímann getað ímyndað þér. Ef þú reynir hins vegar að taka 180˚ snúning og ert að auki illa undirbúinn er mjög líklegt að þú rennir á rassinn. Allir geta breytt um lífsstíl á einu til tveimur árum ef þeir gera litlar en staðfastar breytingar. Lykill- inn er staðfestan. Ekki ætlast til þess að breyta rótgrónu vana- mynstri á nokkrum vikum. Hafðu í huga lögmál sýningar og uppskeru. Breytingarnar sem þú gerir í dag skila hugsanlega ekki uppskeru fyrr en að ári liðnu. Stattu við ákvörðun þína og hlúðu að því sem á að skila þér uppskeru. Ekki gefast upp. Uppskerutíminn kemur fyrr en þig grunar. gbergmann@gbergmann.is Líkamiog sál GUÐJÓN BERGMANN ■ jógakennari og rithöfundur skrifar um andlega og líkamlega heilsu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Mataræði í Bandaríkjunum: Skyndibita- neysla eykst Á hverjum degi borðar þriðjungurbandarískra barna á aldrinum fjögurra til nítján ára skyndibita- fæði. Þetta er niðurstaða kannana sem gerðar voru á árunum 1994 til 1998 á 6.212 ungmennum. Sam- kvæmt þessu hefur neysla á slíku fæði fimmfaldast síðan árið 1970. Telja talsmenn rannsóknarinnar að börn borði enn meira skyndibitafæði í dag þar sem skyndibitastöðum hef- ur fjölgað mjög undanfarin ár. Börn sem borða mikið af svokölluðum skyndibitum innbyrða meiri fitu, sykur og kolvetni en börn sem ekki borða skyndibita. Þau borða einnig minna af ávöxtum og grænmeti. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.