Fréttablaðið - 06.01.2004, Qupperneq 30
Erpur Eyvindarson rappari erfarinn af landi brott. Hann
yfirgaf klakann í gær til þess að
elta listræna köllun sína.
„Ég er að fara til Svíþjóðar að
læra um kvikmyndir og mynd-
list,“ segir Erpur. „Það er farið
yfir svolítið vítt svið. Þetta er
listaháskóli rétt fyrir utan Gauta-
borg. Þarna get ég áttað mig á því
hvað það er sem mig langar til
þess að sérhæfa mig í.“
Erpur segist hafa ákveðið að
fara út í nám fyrir sex árum síðan
en að hann hafi alltaf tafist vegna
anna. „Ég er listamaður og hef
alltaf vitað að ég ætli að vinna að
listinni. En það hefur verið erfitt
fyrir mig að finna út hvað mig
langar nákvæmlega að gera.
Hvort það tengist myndlist, hand-
ritagerð eða kvikmyndagerð.
Maður getur ekki endalaust verið
að hugsa þetta heima hjá sér.
Maður þarf bara að fara út og
prófa eitthvað af þessu.“
Eitt af fyrstu verkefnum Erps í
nýja skólanum verður að hanga á
kvikmyndahátíðinni í Gautaborg í
lok janúar, sem Kaldaljós opnar.
„Það er ekkert leiðinlegt nám að
vera í bíó. Ekkert að því að fá ein-
ingar fyrir það,“ segir rapparinn.
Erpur er þegar ákveðinn í því
að vera í skólanum í eina önn, og
jafnvel tvær. Þetta gæti þýtt að
hann verði úti í um ár. Hann hefur
þó ekki gefið rappið upp á bátinn
og segist stöðugt vera að skrifa og
vinna að nýju efni. Hann hefur þó
ekki ákveðið hvort textarnir endi
á sólóplötu eða þriðju plötu
Rottweiler.
Erpur ætlar að reyna að halda
pistlaskrifum sínum fyrir DV
áfram og bætir við að blaðið sé
„ótrúlega skemmtilegt“.
„Þeir vilja að ég geri meira.
Svíþjóð er nú samt ekkert endi-
lega mest spennandi land í heimi.
Hvað er hægt að tala um Svíþjóð
í pistlum? Þar þykir þeim frétt-
næmt ef búið er að hækka föl-
gular Lacoste V-hálsmáls peysur.
Það er gaman að vera í svona
vinnu þar sem maður getur skrif-
að það sem manni sýnist. Maður
á alltaf að gera það sem manni
finnst skemmtilegt og alltaf að
gera eitthvað nýtt,“ segir Erpur
að lokum.
biggi@frettabladid.is
Hrósið 30 6. janúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR
Ég hef aldrei gert svonaáður,“ segir Jón Gnarr,
spaugari og leikari með meiru,
sem á laugardaginn ætlar að
opna sína fyrstu myndlistarsýn-
ingu.
Ekki er að efa að myndlist
Jóns Gnarr á eftir að koma
mörgum verulega á óvart.
Myndirnar á sýningunni eru
ljósmyndaverk, uppstillingar
með brúðum á frægum minnum
úr ævi Jesú Krists.
„Ég er búinn að vinna að
þessari sýningu í eitthvað á
þriðja ár, en hef annars ekki
unnið að myndlist sem slíkri
áður – þótt myndlist sé reyndar
teygjanlegt hugtak.“
Sýningin verður í Fríkirkj-
unni í Reykjavík og stendur til
20. febrúar. Hún er inni í sjálfri
kirkjunni, og það var sóknar-
prestur kirkjunnar sem bauð
Jóni að sýna þar.
„Þetta er trúarleg sýning,“
segir Jón, og aðspurður segist
hann vera mjög trúaður og hafa
verið það lengi.
Hann segir einnig að sú kald-
hæðni, sem hann er ekki síst
þekktur fyrir í grínhlutverkum
sínum, fari mjög vel saman við
einlæga trú.
„Kaldhæðni er meira að segja
gegnumgangandi sem kímni-
gáfa víða í Biblíunni, meðal ann-
ars í frægustu bókum Gamla
testamentisins. Jobsbók er til
dæmis mjög nöpur og fyndin
bók.“ ■
Myndlist
JÓN GNARR
■ Grínistinn hefur undanfarin þrjú ár
unnið að sýningu á trúarlegum ljós-
myndaverkum, sem byggð eru á ævi
Jesú Krists.
...fær KB banki fyrir að lækka
færslugjöld.
Fréttiraf fólki
Jesúmyndir Jóns Gnarr
Íslenskir
unglingar
Veruleikafirrtir
vídeósjúklingar
Lögreglan
rannsakar
dularfullt
mannshvarf
Bera sig
gegn Bush
Athygli vakti að Ingibjörg Sól-rún Gísladóttir, fyrrverandi
borgarstjóri, mætti ekki þegar
hin nýja og
glæsilega lík-
amsræktarstöð
World Class
var opnuð á
laugardag. Í
ræðu sinni
lýsti Björn
Kristmann
Leifsson, aðal-
eigandi nýju
stöðvarinnar, því að Ingibjörg
Sólrún væri sannarlega guðmóðir
stöðvarinnar en að hún hefði því
miður ekki komist til opnunarinn-
ar sökum anna. Meðal gestanna
var um það pískrað að Ingibjörg
Sólrún hefði setið heima vegna
þess að hún fékk ekki þann heið-
ur að klippa á borða og opna stöð-
ina. Það féll í hlut arftaka hennar,
Þórólfs Árnasonar, því ekki þótti
við hæfi að ganga framhjá sitj-
andi borgarstjóra við svo merka
athöfn...
HARALDUR INGI HARALDSSON
Hann telur að það séu miklir möguleikar í
að nota þessa tækni. „Ef Íslendingar halda
rétt á spilunum getum við orðið módel-
samfélag í því hvernig hægt er að þróa
tæknimöguleikana sem í þessu felast. Ís-
lendingar geta notað tækifærið og aflað
mikilla tekna sem svona tilraunasamfélag
en þá þarf líka að meta þau störf frum-
kvöðla sem hér eru fyrir hendi,“ segir Har-
aldur.
Þráðlaus
Hrísey
Hinn virti fréttamiðill CNNbirti frétt af því í desember
að borgin Cerritos í Kaliforníu
væri fyrsta borgin í heiminum
sem stefndi að því að vera með
þráðlaust netsamband fyrir borg-
ina alla. Hríseyingar vildu nú ekki
vera minni menn og sendu CNN
leiðréttingu, þar sem þráðlaust
netsamband komst á fyrir Hrísey
11. ágúst síðastliðinn.
Allir Hríseyingar hafa nú kost
á því að tengjast þráðlausa net-
sambandinu og ætlað er að tutt-
ugu áskriftir þurfi til að standa
undir kostnaði, sem var tæp ein
og hálf milljón. „Þetta gerir lítið
samfélag eins og Hrísey sam-
keppnishæfara á sviði atvinnu-
mála, kennslu og í afþreyingu,“
segir Haraldur Ingi Haraldsson,
frumkvöðull að þráðlausri Hrísey.
„Vegna þessa er verið að setja upp
nýjar tölvur í skólanum og við
stefnum að því að nýta Netið bet-
ur í kennsluháttum. Við viljum að
börnin okkar verði eins og fiskar í
vatni þegar kemur að því að vinna
í tölvuverum.“ ■
Erpur yfirgefur
klakann
ERPUR
Ætlar að athuga í Svíþjóð hvort kvikmyndagerð eða myndlist eigi eitthvað við sig.
JÓN GNARR
Opnar myndlistarsýningu í Fríkirkjunni á
laugardaginn.
Fólk
■ Erpur Eyvindarson er farinn út í nám
til Svíþjóðar. Þar vonast hann til þess að
komast í betra samband við listræna
köllun sína.