Fréttablaðið - 06.01.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 06.01.2004, Blaðsíða 25
25ÞRIÐJUDAGUR 6. janúar 2004 Roman Abramóvits: Kaupir Jordan? FORMÚLA 1 „Það er jákvætt hversu mikill áhugi er á Formúlu 1 og liði okkar,“ sagði talsmaður Jordan-liðs- ins um fréttir af áhuga Roman Abramóvits á að kaupa liðið. „Áhugi Eddie Jordan snýr að öryggi liðsins og að gera það að eins góðu keppn- isliði og mögulegt er.“ Fréttir herma að Jordan og Abramóvits hafi átt nokkra fundi á undanförn- um mánuðum en talsmaður Jordan sagði að Abramóvits hefði hitt Eddie Jordan tvisvar. Jordan-liðið varð í 9. sæti í Formúluni í fyrra. Liðið hefur ekki enn tilkynnt hverj- ir verða ökumenn þeirra og hafa enn ekki fengið styrktaraðila. ■ FÓTBOLTI „Mig hefur alltaf langað til að þjálfa Feyenoord,“ sagði Ruud Gullit, sem hefur verið ráð- inn næsti þjálfari Feyenoord. „Fé- lagið er mér enn mikils virði. Hol- lenska knattspyrnusambandið veit það mæta vel svo ég á ekki von á að það hafi þetta tækifæri af mér.“ Gullit hefur verið þjálfari hol- lenska U-19 landsliðsins frá því í haust og þarf því samþykki knatt- spyrnusambandsins fyrir því að gerast þjálfari Feyenoord. Hann á ekki von á öðru en að það gangi upp og að hann taki við þjálfun Feyenoord af Bert van Marwijk 1. júlí eins og gert er ráð fyrir í samningnum. Gullit varð bikar- og deildar- meistari með Feyenoord árið 1984, tvisvar hollenskur meistari með PSV og þrisvar ítalskur meistari með AC Milan. Hann varð einnig tvisvar Evrópumeistari með AC Mil- an og einu sinni með Hollendingum. Gullit var ráðinn þjálfari Chel- sea sumarið 1996 og vorið eftir vann félagið sinn fyrsta titil í 26 ár þegar það lagði Middlesbrough í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar. Gullit var rekinn frá Chelsea í febrúar 1998. Hann tók við Newcastle fyrir tímabilið 1998-99 en hætti ári síðar. ■ Iceland Express Cup: Örgryte kemur í lok janúar BMW-Williams: Montoya vill kveðja með titli Þjálfari Barcelona: Hættir eftir 20 ára starf Feyenoord: Gullit ráðinn þjálfari RUUD GULLIT (F. 1. SEPTEMBER 1962) Deildarleikir og mörk Haarlem (1981-82) 91 32 Feyenoord (1982-85) 85 30 PSV Eindhoven (1985-87) 68 46 AC Milan (1987-93) 117 35 Sampdoria (1993-94) 31 15 AC Milan (1994) 8 3 Sampdoria (1994-95) 22 9 Chelsea (1995-98) 49 4 Samtals (1981-98) 471 174 A-landsleikir og mörk Holland 66 17 RUUD GULLIT Þjálfari Feyenoord frá 1. júlí í sumar. FORMÚLA 1 „Ég ætla að einbeita mér 100 prósent að því að því að sigra í keppni ökumanna,“ sagði Kólumbíumaðurinn Juan Pablo Montoya, þegar BMW-Williams kynnti bílinn sem verður notaður í Formúlu 1 keppninni í ár. Þetta er síðasta ár Montoya hjá liðinu en á næsta ári mun hann keppa fyrir McLaren. „Þegar ég er í bíl frá BMW-Williams er ég ökumað- ur BMW-Williams og mun telja mig hluta af því liði. Við eigum raunhæfa möguleika á að sigra í keppninni og enginn í liðinu vill missa af því. Ég ætla að gera at- lögu að titlinum hvort sem ég þarf að sigra McLaren eða Ferr- ari. Við erum einfaldlega í þessu til að vinna og ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að vinna.“ „Markmiðið er að takast það sem okkur hefur ekki tekist síðan 1997,“ sagði tæknistjórinn Patrick Head en liðið hefur ekki átt heimsmeistara síðan 1997. „Þetta hefur verið lengsta tímabilið í sögu Williams án meistaratitils og allir hjá Williams eru staðráðnir í að koma þessu í rétt horf. Mark- mið okkar er augljóslega báðir meistaratitlarnir,“ sagði Head. Nýi bíllinn FW26 var kynntur í Valencia á Spáni í gær. BMW- Williams liðið telur að hönnun hans muni færa þeim það sem hefur vantað á til að tryggja þeim titilinn. „Ef nýjasti bíllinn er ekki sá besti eigum við í alvarlegum vandamálum. En við verðum að vera varkárir með yfirlýsingar þar til við höfum ekið bílnum. Við höfum tekið það lengi þátt í keppninni að við vitum að við þurfum að bíða og sjá hvernig bíllinn er á brautinni,“ sagði Head. ■ BMW WILLIAMS Ralf Schumacher og Juan Pablo Montoya við nýja FW26 bílinn sem var kynntur í gær. KEFLAVÍK ÍA, KR og sænska félagið Örgryte keppa á Iceland Express-móti Keflvíkinga í lok mánaðarins. FÓTBOLTI Sænska úrvalsdeildar- félagið Örgryte IS kemur hingað til lands í lok mánaðarins og tek- ur þátt í Iceland Express-mótinu sem Keflvíkingar halda. Kefl- víkingar leika við Skagamenn og KR-ingar við Örgryte í Egilshöll föstudaginn 30. janúar en daginn eftir leika tapliðin um þriðja sætið og sigurliðin til úrslita. Leikir laugardagsins verða háðir í Reykjaneshöllinni. Örgryte hefur tólf sinnum orðið sænskur meistari, síðast árið 1985, en félagið varð í fjórða sæti í Allsvenskan í sum- ar. Nokkrir Íslendingar hafa leikið með félaginu á undanförn- um árum, til dæmis Eyjamaður- inn Örn Óskarsson og KR-ing- arnir Rúnar Kristinsson og Brynjar Björn Gunnarsson. Ak- ureyringurinn Atli Sveinn Þórarinsson hefur verið á mála hjá Örgryte undanfarin fjögur ár og í sumar lék hann fjórtán af 26 deildarleikjum félagsins. Finninn Jukka Ikäläinen tók við þjálfun Örgryte í haust af Erik Hamrén, sem fór til danska félagsins AaB í Álaborg. Ikäläinen lék með Örgryte á ár- unum 1981-85 og sagðist ekki hafa verið í vafa þegar honum bauðst starfið. „Örgryte er framsækið félag og það er frá- bært að vera með í framtíð félagsins.“ Mótið á Íslandi er einn liður- inn í undirbúningi Örgryte fyrir keppnina í Allsvenskan í sumar. Félagið leikur gegn dönsku fé- lögunum AaB, AB, OB og Rand- ers á hraðmóti í Álaborg 18. jan- úar og leikmenn liðsins verða í æfingabúðum hjá brasilíska samstarfsfélagi sínu Atletico Mineiro frá 22. febrúar til 12. mars. Sænska deildakeppnin hefst í byrjun apríl. ■ DAGSKRÁ ICELAND EXPRESS CUP Egilshöll, föstudaginn 31. janúar Keflavík - ÍA 18.00 KR - Örgryte IS 20.15 Reykjaneshöll, laugardaginn 31. janúar Leikur um þriðja sætið 16.00 Úrslitaleikur 18.15 HANDBOLTI Einn frægasti hand- boltaþjálfari heims, Spánverjinn Valero Rivera, hefur gefið það út að hann muni hætta að þjálfa spænsku meistarana í Barcelona þegar tímabilinu lýkur. Rivera hefur þjálfað lið Barcelona síð- ustu 20 árin og á þeim tíma hefur félagið unnið 69 titla og unnið Evrópukeppni meistaraliða sex sinnum. Á árinu 2003 vann Barcelona undir hans stjórn fimm af sjö titlum í boði og tapaði úr- slitaleikjunum í hinum tveimur mótunum. Árangur Börsunga á síðustu mánuðinum hefur aftur á móti verið af allt öðrum toga enda hefur allt gengið á afturfótunum síðan Viggó Sigurðsson og læri- sveinar hans í Haukum urðu fyrsta liðið í sex ár til að taka stig af Börsungum á þeirra eigin heimavelli þegar Haukar gerðu 27-27 jafntefli í Barcelona í riðla- keppni meistaradeildarinnar. Síð- an hefur Barcelona-liðið, sem vann Hauka með tíu mörkum á Ásvöllum í október, dottið út úr 8 liða úr- slitum Meist- aradeildarinnar fyrir ungverska liðinu Fotex Veszprém og tapað úrslita- leik spænska deildabikarsins fyrir Ciudad Real með 11 marka mun, 18-29. Auk þess er Ciudad Real komið með þriggja stiga forskot í deildinni og allt stefnir í að Ólafur Stefánsson og félagar hans í Ciudad stöðvi enn og aftur sigurgöngu Börsunga á Spáni. Það má því segja að Íslend- ingar hafi átt sinn þátt í því að einn sigursælasti handboltaþjálf- ari sögunnar, sem nú stendur á fimmtugu, hafi ákveðið að láta af störfum en hann þjálfaði einmitt Viggó Sigurðsson þegar Viggó lék með Barcelona á sínum tíma. ■ VIGGÓ SIGURÐSSON Átti hann þátt í falli gamla lærimeistar- ans í Barcelona?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.