Fréttablaðið - 06.01.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 06.01.2004, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 6. janúar 2004 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 HMV LISTI YFIR PLÖTUR ÁRSINS - UNNIN ÚR ÁRSLISTUM BRESKRA TÓN- LISTARGAGNRÝNENDA 1. Outkast Speakerboxx/The Love Below 2. Dizzee Rascal Boy in da Corner 3. Mars Volta De-loused In The Comatorium 4. White Stripes Elephant 5. The Darkness Permission To Land 6. Radiohead Hail To The Thief 7. Rapture Echoes 8. Blur Think Tank 9. Four Tet Rounds 10. The Strokes Room On Fire Vinsælustu plöturnar F í t o n F I 0 0 8 5 1 8 Leiðinleg læknamistök Maður sem hafði borið stolturtattú á fæti sér með áletrun- inni „I Love Women“, eða „Ég elska konur“, varð fyrir fremur leiðinlegri lífsreynslu þegar hann vaknaði eftir uppskurð. Maðurinn fór í uppskurð vegna hjartaveik- inda en sá að læknarnir höfðu þurft að sækja hluta af æð hans í fótinn. Læknirinn skar á því svæði þar sem tattúið er. Þegar svo kom að því að sauma sárið saman aftur hurfu stafirnir „Wo“ með þeim afleiðingum að núna stendur á fæti mannsins „I Love Men“, eða „Ég elska karlmenn“. Sjúklingurinn segist ekki hafa þorað að fara í stuttbuxur aftur eftir að hafa uppgötvað þetta. Blaðið The British Medical Journal birti mynd af tattúinu með aðvörun til lækna um að vanda til verka þegar kæmi að því að sauma saman húðflúrað skinn eftir uppskurð. ■ Breskir gagnrýnendur hrifnastir af Outkast Hiphopdúóið í Outkast kom bestút úr árslistauppgjöri breskra gagnrýnenda. Það tilheyrði undan- tekningum ef tvöfalda platan Speakerboxxx/The Love Below var ekki á listum. Platan er, eins og flestir ættu að vita núna, í raun tvær sólóplötur þeirra André 3000 og Big Boi. Það var tónlistarverslunarkeðj- an HMV sem tók saman árslistana. Mercury-verðlaunahafinn Dizzee Rascal hafnaði í öðru sæti með plötu sína Boy in da Corner en plata ársins að mati gagnrýnenda Frétta- blaðsins, De-loused in the Comator- ium, í því þriðja. „Plata Outkast er blanda af mörgum tónlistarstílum og á rétti- lega skilið það hrós og hæp sem hef- ur umkringt hana,“ sagði Gennaro Castaldo, talsmaður HMV. ■ Skrýtnafréttin TATTÚ ■ Maður sem hafði tattúverað setn- inguna I Love Women á fót sinn lenti í leiðinlegum málum eftir uppskurð. TATTÚ Læknar verða að passa sig þegar þeir sauma saman tattúverað skinn. GENGUR VEL Það eru ekki bara íslenskir gagnrýnendur sem fíla Outkast, heldur hefur plötunni gengið vel á breskum listum líka.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.