Fréttablaðið - 06.01.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 06.01.2004, Blaðsíða 19
19ÞRIÐJUDAGUR 6. janúar 2004 Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð: Létt snerting sem losar spennu Við byrjum á að finna hreyf-ingu í mænuvökvanum með því að þreifa eftir henni á nokkrum stöðum í líkamanum. Eftir þeirri hreyfingu getum við fundið hvernig spennan liggur. Meðferðin byggir á ákveðinni tækni sem felst í léttri snertingu til að losa spennu á þessum stöð- um,“ segir Birgir Hilmarsson nuddfræðingur aðspurður um hvað felist í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð. „Með- ferðin miðar að því að losa um spennu sem hindrar eðlilega starfsemi miðtaugakerfisins.“ Birgir segir að auk ýmissa al- gengra líkamlegra kvilla, eins og háls- og bakvandamála, sé höfuðbeina- og spjaldhryggjar- meðferð afar áhrifarík gegn of- virkni og námsörðugleikum. Um næstu helgi verður haldið námskeið þar sem höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð er kynnt. „Við erum að kynna að- ferð sem dr. John Upledger hef- ur þróað en Upledger er upp- hafsmaður þessarar meðferðar,“ segir Birgir en námskeiðið er ætlað þeim sem vilja kynna sér hvað felst í meðferðinni. „Þeir geta notað það sem þeir læra fyrir sína nánustu,“ segir Birgir en námskeiðið nýtist líka sem grunnur að formlegu námi í höf- uðbeina- og spjaldhryggjarmeð- ferð.“ Námskeiðið verður haldið í húsnæði Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra við Háaleitisbraut en helgina á eftir verður sama nám- skeið haldið á Akureyri. Í febrú- ar verður þetta kynningarnám- skeið endurtekið í Reykjavík og haldið á einum stað úti á landi. Hægt er að skrá sig á net- fangið cranio@strik.is og hjá Birgi í síma 822 7896. ■ Hjálpartæki sem inniheldur nikótín sem kemur í stað nikótíns við reykingar og dregur þannig úr fráhvarfseinkennum og auðveldar fólki að hætta að reykja eða draga úr reykingum. Gæta verður varúðar við notkun lyfjanna hjá sjúklingum með alvarlega hjarta- og æðasjúkdóma. Reykingar geta aukið hættu á blóðtappamyndun og það sama á við ef nikótínlyf eru notuð samtímis lyfjum sem innihalda gestagen/östrógen (t.d. getnaðarvarnartöflur). Þungaðar konur og konur með barn á brjósti ættu ekki að nota nikótínlyf. Þeir sem eru með sykursýki, ofstarfsemi skjaldkirtils eða krómfíklaæxli eiga að fara varlega í að nota Nicorette tungurótartöflur. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 15 ára nema í samráði við lækni. Nicorette er til sem tyggigúmmí, forðaplástur sem er límdur á húð, nefúði, töflur sem settar eru undir tungu og sem sogrör. Skömmtun lyfjanna er einstaklingsbundin. Leiðbeiningar um rétta notkun eru í fylgiseðli með lyfjunum. Brýnt er að lyfið sé notað rétt og í tilætlaðan tíma til að sem bestur árangur náist. Með hverri pakkningu lyfsins er fylgiseðill með nákvæmum upplýsingum um hvernig nota á lyfin, hvaða aukaverkanir þau geta haft og fleira. Lestu fylgiseðilinn vandlega áður en þú byrjar að nota lyfið. Markaðsleyfishafi: Pfizer ApS. Innflytjandi: PharmaNor hf., Hörgatúni 2, 210 Garðabæ. Nýtt líf með Nicorette Taktu þátt í litlum leik í næsta apóteki og þú getur unnið ferð til Parísar fyrir tvo í 3 daga. Byrjaðu nýtt líf með Nicorette. www.nicorette.is Nicorette tvöfaldar möguleika þína á að hætta að reykja SÆÐISFRUMUR Útkoma breskrar rannsóknar veldur áhyggjum. Rannsóknir á ófrjósemi: Sæðisfrum- um breskra karla fækkar Sæðisfrumum breskra karl-manna hefur fækkað um nær þriðjung síðan 1989. Þetta eru nið- urstöður einnar stærstu rann- sóknar af þessu tagi sem gerð hef- ur verið. Sérfræðingar í Aber- deen í Bretlandi segja að niður- stöðurnar, sem byggja á 16 þús- und sýnum teknum úr 7.500 karl- mönnum, valdi þeim nokkrum áhyggjum. Svo virðist sem meðal- sáðfrumumagn hafi farið úr 87 milljón frumum árið 1989 í 62 milljónir árið 2002. Hins vegar er talið að frekari rannsókna sé þörf áður en hægt sé að draga áreiðan- legar ályktanir. Verið er að kanna hvort svipuð þróun hafi orðið í heilbrigði sæð- isfrumanna. Ef svo er virðast lík- ur breskra karla á að geta börn hafa minnkað verulega. Breskir karlmenn virðast reyndar koma verr út úr rann- sóknum af þessu tagi en karlar í öðrum Evrópulöndum. Karlar í Finnlandi virðast hins vegar vera með flestar sáðfrumur. ■ Frakkland: Reykingar drepa flesta 66.000 deyja árlega af völdumreykinga í Frakklandi. Reyk- ingar eru þannig algengasta dán- arorsök þar í landi sem rekja má til lífsstíls fólks. „Einn af hverj- um tveimur reykingarmönnum deyr af völdum reykinga ... helm- ingur þeirra sem deyja er á aldr- inum 35-69 ára,“ segir í yfirlýs- ingu frönsku heilbrigðismála- stofnunarinnar. Um þriðjungur krabba- meinstilfella í Frakklandi á rætur sínar að rekja til reykinga. Ýmis lög sem takmarka reykingar á op- inberum stöðum hafa undanfarin ár verið sett í Frakklandi en hlýðni við lögin er ekki mjög mik- il. Því var mikilli herferð ýtt úr vör í mars á síðasta ári, en mark- mið hennar er að draga verulega úr reykingum, um 20% á meðal fullorðinna og 30% á meðal ung- linga. Engum sögum fer þó af ár- angrinum en meðal þess sem grip- ið hefur verið til er að eyða meira í forvarnir. ■ BIRGIR HILMARSSON OG ERLA ÓLAFSDÓTTIR Þau eru leiðbeinendur á námskeiði um höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.