Fréttablaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 2
2 8. janúar 2004 FIMMTUDAGUR „Ef það er kosningabarátta þá kemur Sveppi oftast þar nálægt. En yfirmaður minn hefur sett link inn á Popptíví og það gæti verið að hjálpa mér.“ Auðunn Blöndal hefur yfirburðastuðning netverja í kosningu á Skagfirðingi ársins á vefnum skaga- fjordur.com. Sveppi, félagi hans í 70 mínútum, rúllaði upp netkosningu fyrir tveimur árum og hlaut Edduverðlaunin sem sjónvarpsmaður ársins. Spurningdagsins Auddi, ætlarðu að fá Sveppa til að stýra kosningabaráttunni? Boðar skoðun viðskiptalífsins Viðskiptaráðherra hyggst skipa nefnd til að skoða samkeppni innan- lands og hvernig megi efla skilvirkni og traust viðskiptalífsins. Leggur áherslu á að viðskiptaumhverfið verði skoðað á breiðum grundvelli. SAMKEPPNI Valgerður Sverrisdótt- ir viðskiptaráðherra hyggst skipa nefnd sem skoða á umhverfi ís- lensks viðskiptalífs. Nefndinni er ætlað að taka fyrir hvernig bregðast megi við aukinni sam- þjöppun og með hvaða hætti skuli þróa regl- ur þannig að við- skiptalífið sé skilvirkt og njóti trausts. „Það hafa orðið gríðarleg- ar breytingar í viðskiptalífinu á tiltölulega stuttum tíma. Við höf- um haft áhrif á þær breytingar með einkavæðingu bankanna. Okkur í ráðuneytinu fannst því gott í framhaldinu að við hefðum frumkvæði að því að það færi í gang ákveðin vinna til þess að skoða alla þessa hluti,“ segir Val- gerður. Valgerður segir að vel sé hugs- anlegt að viðskiptalífið sjálft leið- rétti ójafnvægi sem kunni tíma- bundið að myndast innan þess. „Ég hef ekki ákveðið neitt fyrir fram í þessu efni. Ég vil bara að þetta sé skoðað á breiðum grund- velli. Ég vil að viðskiptalífið sé skilvirkt og njóti trausts.“ Valgerður segir mikilvægt að hafa í huga að innlent viðskiptalíf geti náð fram nauðsynlegri hag- ræðingu. „Það er ekki til neitt ein- hlítt svar við því hversu mörg fyrirtæki eigi að vera í hverri grein.“ Hún segist ekkert vilja fullyrða um hvort nýleg sam- keppnislög og Samkeppnisstofnun veiti íslensku viðskiptalífi nægj- anlegt aðhald. „Í sjálfu sér má hugsa sér þá leið að skipa ekki sérstaka nefnd, heldur styrkja Samkeppnisstofnun. Ég tel reynd- ar að það sé nauðsynlegt að styrkja hana frekar, en engu að síður finnst mér áhugavert að fara ofan í það hvernig þetta er hjá öðrum þjóðum. Þess vegna bind ég vonir við það að þetta nefndarstarf geti hjálpað okkur.“ Valgerður segir erfitt að bera okkar markað saman við markað hjá stórum þjóðum og horfa verði til þess þegar þessi mál séu skoð- uð í heild sinni. haflidi@frettabladid.is Tveir menn með dyravarðaþjónustu: Ákærðir fyrir brot á skattalögum DÓMSMÁL Tveir menn um fertugt hafa verið ákærðir af ríkislögreglu- stjóra fyrir bókhaldsbrot, skjala- brot, fyrir brot á lögum um tekju- stofna sveitarfélaga og fyrir brot á virðisaukaskattslögum, tekju- skattslögum og eignarskattslögum. Í ákæru kemur fram að annar mannanna hafi reynt að komast hjá því að greiða tæplega hálfa milljón króna í virðisaukaskatt. Hinum manninum er gefið að sök að hafa ekki greitt tæpar þrjár milljónir króna í virðisaukaskatt og rúmar fjórar milljónir í tekjuskatt og út- svar. Mennirnir, sem voru með dyra- varðaþjónustu, gáfu út reikninga til veitingastaða í nafni tveggja manna sem voru málinu óviðkomandi. Þeir sem reikningarnir voru gefnir út á eru taldir hafa fengið væga greiðslu fyrir undirskrift sína. Ákærðu neita sök og halda því fram að reikning- arnir séu til komnir vegna inn- heimtu sem þeir hafi séð um fyrir þriðja aðila. Forsvarsmenn veit- ingastaðanna segja hins vegar að þeir hafi aðeins átt viðskipti við ákærðu en ekki þann sem þeir segj- ast hafa verið að innheimta fyrir. ■ TIMES SQUARE Óvenjumiklar öryggisráðstafanir voru gerðar vegna áramótafagnaðarins á Times Square í New York. Mælingar á geislavirkni: Óttast geisla- sprengjur BANDARÍKIN Bandarískir vísinda- menn stunduðu með leynd mæling- ar á geislavirkni í helstu borgum Bandaríkjanna yfir hátíðirnar þar sem óttast var að hryðjuverkamenn ætluðu að sprengja geislasprengjur. Stjórnvöld óttuðust meðal ann- ars að hryðjuverkamenn myndu sprengja geislasprengju í New York um áramótin og gerðu því út af örk- inni hóp kjarnorkuvísindamanna með sérstakan búnað til að mæla geislavirkni. Vísindamennirnir földu búnaðinn í skjalatöskum og golftöskum til að vekja ekki á sér athygli. ■ Fólskuleg árás á mann: Árásarmenn ganga lausir LAUSIR Fjórum mönnum og einni konu var sleppt úr haldi lögreglu í fyrrakvöld en mennirnir voru staðnir að verki við fólskulega árás á rúmlega þrítugan mann aðfara- nótt þriðjudags. Heimildir blaðsins segja að handrukkarar og fíkniefna- salar hafi verið þar að verki. Sá sem varð fyrir árásinni hefur ekki lagt fram kæru. Við yfirheyrslur kom fram að fjórmenningarnir hafi ekkert átt sökótt við manninn sem þeir mis- þyrmdu heldur vildu þeir fá hann til að segja hvar vinkonu hans væri að finna. Við hana áttu þeir einhver óútkljáð mál. Að sögn Sigurbjörns Víðis Egg- ertssonar hjá lögreglunni í Reykja- vík er málið enn í rannsókn. Hins vegar hafi ekki verið ástæða til að krefjast gæsluvarðhalds yfir fjór- menningunum. ■ HANDTAKA Í ÍRAK Að minnsta kosti 10.000 fangar eru nú í haldi bandamanna í Írak. Sáttaviðleitni í Írak: Sleppa 506 föngum ÍRAK Herstjórn bandamanna í Írak hefur ákveðið að sleppa lausum 506 íröskum föngum og verður fyrstu 100 föngunum sleppt í dag. Að sögn Pauls Bremer, land- stjóra Bandaríkjamanna í Írak, er lausn fanganna liður í að ná sátt- um í landinu. „Þeir sem látnir verða lausir verða að láta af öllu ofbeldi. Þetta eru ekki ofbeldismenn með hend- urnar ataðar blóði og enginn þeirra hefur tekið beinan þátt í árásum. Við viljum gefa þeim tækifæri til þess að hefja nýtt líf með fjölskyldum sínum en við krefjumst þess að einhver ábyrgist þá,“ sagði Bremer. ■ Þriggja mánaða fangelsi: Nakinn göngugarpur LUNDÚNIR, AP Karlmaður á fimm- tugsaldri, sem gerði ítrekaðar til- raunir til að ganga allsnakinn yfir Bretland, hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að raska almannaró. Stephen Gough ætlaði að ganga frá Eastleigh í Suður-Englandi til John O’Groats í Skotlandi, án fata en í stígvélum og með bakpoka. Hann var handtekinn í Evanton 29. nóvember síðastliðinn eftir að lögreglunni barst kvörtun frá þorpsbúum. Gough hélt því fram fyrir rétti að hann hefði fullan rétt á að ganga um landið nakinn og vísaði til mannréttindaákvæða um tján- ingarfrelsi. „Það eru engin lög sem segja: Þér skulið ekki nakinn ganga,“ benti Gough réttilega á. ■ Varð fyrir voðaskoti: Stúlkan er á batavegi SLYS Stúlkunni sem varð fyrir voðaskoti á Hallormsstað líður vel að sögn læknis á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Búist var við að hún yrði útskrif- uð af gjörgæslu í dag og flutt á Barnaspítala Hringsins. ■ HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Fyrirtaka í máli tveggja manna sem eru meðal annars ákærðir fyrir brot á skatta- lögum var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Samkeppni í viðskiptalífinu: Samkeppnishæfnin mikilvægust SAMKEPPNI „Það sem okkur finnst mikilvægast er að íslenskt at- vinnulíf búi við sambærileg skil- yrði og atvinnulíf okkar ná- granna- og samkeppnislanda,“ segir Ari Edwald, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins, um boðaða nefnd viðskiptaráðherra um samkeppni í atvinnulífinu. Hann segir enga ástæðu til þess að hafa á móti því fyrir fram að fara yfir mál og skoða þau sjónar- mið sem menn hafi í þessum efn- um. „En hvort sem það verður nið- urstaðan að breytinga sé þörf á ís- lenskum samkeppnislögum eða ekki, þá held ég að mikilvægasta greinarmerkið sé að starfs- umhverfið sé sambærilegt. Við erum að opna viðskiptalífið fyrir alþjóðlegu umhverfi og erum hluti af fjölþjóðlegu viðskiptalífi. Það þarf að gæta að því við allar breytingar á reglum.“ Ari segir að almennt sé ekki meiri samþjöppun í íslensku við- skiptalífi í heild en verið hefur áður. „Ég held að þeir viðskipta- klasar sem taka þátt í íslensku viðskiptalífi og hafa fjárhagsleg- an styrk og burði til þess að láta til sín taka á ýmsum sviðum séu fleiri en nokkru sinni fyrr.“ Heim- urinn sé líka minni og landið opn- ara fyrir alþjóðlegri samkeppni. ■ ARI EDWALD Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þeim hafa fjölgað sem hafi burði til þess að láta til sín taka í viðskiptalífinu. ASÍ um sérfræðinga: Deilan leyst sem fyrst HEILBRIGÐISMÁL Miðstjórn Alþýðu- sambandsins hvetur til þess að deila sérfræðilækna og Tryggingastofn- unar verði leyst hið fyrsta. Hún bitni harðast á þeim sem síst skyldi. „Að því leyti sem kröfur sér- fræðilækna miða að því að þeir hafi sjálfdæmi um hvenær fara eigi að samningum við Tryggingastofnun og hvenær ekki, vega þær að þeirri grundvallarhugsun sem almanna- tryggingakerfið hvílir á, að allir eigi alltaf óhindraðan aðgang að þjón- ustu,“ segir í ályktun miðstjórnar. „Þessi krafa gengur þvert gegn sjónarmiðum verkalýðshreyfingar- innar.“ ■ SKILVIRK SAMKEPPNI Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra telur breytingar á viðskiptalífinu kalla á að staða samkeppnismála sé skoðuð. Hún segist ekki gefa sér neitt um niðurstöðu slíkrar skoðunar. „Í sjálfu sér má hugsa sér þá leið að skipa ekki sérstaka nefnd, heldur styrkja Sam- keppnisstofn- un. Hass í vörusendingu: Þrír í gæslu- varðhaldi HASS Þrír menn voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær vegna gruns um fíkniefnainnflutning. Talsvert af hassi fannst í vöru- sendingu sem kom til landsins og voru mennirnir handteknir eftir að sendingarinnar var vitjað. Þeir hafa ekki áður komið við sögu lögreglu vegna fíkniefnabrota. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.