Fréttablaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 8
8 8. janúar 2004 FIMMTUDAGUR Enga menningarritskoðun „Ritskoðum ekki menningu okk- ar af misskilinni tillitssemi við útlendinga. Líki þeim ekki við hana í núverandi mynd mun þeim líka enn verr við fölsun- ina.“ Davíð Þór Jónsson í DV 7. janúar. „Ráðamenn sem tala á þann drambsama hátt til þjóðarinnar, sem Davíð Oddsson gerði á gaml- ársdag, verða að fá orð í eyra. Þeir þurfa aðhald. Þeir þurfa hreinlega á leiðsögn að halda.“ Ögmundur Jónasson í Fréttablaðinu 7. janúar. Desailly linur... „Terry er vanur svona slagsmál- um og er tilbúinn í þau. Ég átti hins vegar von á því að ég gæti látið Desailly finna fyrir mér án þess að fá alltof mikið til baka.“ Heiðar Helguson um leik Watford og Chelsea í Morgunblaðinu 7. janúar. Orðrétt Minnisvarði um fórnarlömb hryðjuverkaárásanna 11. september: Tvær laugar á grunni Tvíburaturnanna NEW YORK, AP Ísraelski arkitektinn Michael Arad fór með sigur af hólmi í alþjóðlegri samkeppni um hönnun minnisvarða um þá 2.752 einstak- linga sem létu lífið þegar tveimur flugvélum var flogið á Tvíburaturn- ana í New York 11. september 2001. Minnisvarðinn verður reistur árið 2006. „Ég vona að mér takist að heiðra minningu allra þeirra sem fórust og skapa stað þar sem við getum öll syrgt og fundið einhvern tilgang,“ sagði Arad þegar honum var tilkynnt um úrslitin. Minnismerki Arads eru tvær laugar á grunni Tvíbura- turnanna og steinsteyptur garður með furutrjám. Nöfn fórnar- lambanna verða grafin í tilviljana- kenndri röð í lágan vegg umhverfis tjarnirnar. Vatn fellur niður í holur í tjörnunum miðjum og á það að tákna fjarveru þeirra sem létust. Líkams- leifar sem ekki hefur tekist að bera kennsl á verða grafnar undir laugun- um. Þrettán manna dómnefnd skipuð listamönnum, arkitektum og opin- berum embættismönnum valdi hug- mynd Arads úr yfir 5000 innsendum tillögum frá hátt í sextíu löndum. ■ Umskurður kvenna verði refsiverður Þingmenn Vinstri grænna vilja bregðast við auknum fjölda innflytjenda frá löndum þar sem umskurður tíðkast með því að setja lög á Íslandi sem gera slíkan verknað refsiverðan. LAGAFRUMVARP „Það er skylda Ís- lendinga í samfélagi þjóðanna að leggja sitt af mörkum til að þessi forna hefð verði aflögð og komið verði í veg fyrir limlestingu fjöl- da stúlkubarna,“ segir í greinar- gerð frumvarps til laga um bann við umskurði á kynfærum kvenna sem lagt hefur verið fram. Flutn- ingsmenn þess eru Kolbrún Hall- dórsdóttir, Steingrímur J. Sigfús- son og Þuríður Backman, þing- menn Vinstri grænna. Frumvarp- ið bíður fyrstu umræðu á Alþingi en verði það að lögum er litið á það sem fyrirbyggjandi aðgerð og skýra yfirlýsingu um stuðning Ís- lendinga við baráttuna gegn þess- um hroðlegu misþyrmingum og mannréttindabrotum á börnum og konum í heiminum. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að hver sem með ásetningi eða gáleysi veldur tjóni á líkama eða heilsu stúlku eða konu með umskurði á kynfærum hennar skuli sæta allt að sex ára fangelsi. Hafi verknaðurinn haft svo alvarlegar afleiðingar að bani hafi hlotist af þá varðar brotið allt að 16 ára fangelsi og hverjum þeim sem verður var við að stúlka hafi verið umskorin eða eigi slíkt á hættu verður gert skylt að gera barnaverndarnefnd viðvart. Í einni grein frumvarpsins segir að íslenskir ríkisborgarar sem frem- ja verknaðinn erlendis skuli sæta refsingu, þótt umskurðurinn sé ekki refsiverður í landinu þar sem hann er framinn. Vegna aukins fjölda innflytj- enda frá löndum þar sem um- skurður tíðkast þykir þörfin hafa aukist á lagasetningu í Evrópu sem bannar verknaðinn. Vitað er að umskurður hefur verið fram- inn í Danmörku, Bretlandi, Frakk- landi og Spáni og því gæti þess verið skammt að bíða að siðurinn berist til Íslands. Það hefur rekið á eftir lagasetningu af þessu tagi í löndum Evrópu að stúlkubörn hafa látist í kjölfar aðgerðar, en henni fylgir mikill líkamlegur sársauki og eftirköstin geta verið slæm vegna sýkinga, blóðeitrunar og alnæmissmits. Umskurður á sér djúpar rætur og hefur tíðkast í aldir, einkum í ríkjum múslima í Afríku. Mann- réttindasamtökin Amnesty International áætla að um 135 milljónir kvenna og stúlkna hafi þolað misþyrmingar á kynfærum sínum. Taið er að um tvær millj- ónir stúlkubarna séu umskornar á hverju ári, um 6000 stúlkubörn á dag. bryndis@frettabladid.is MINNISVARÐINN Mörgum aðstandendum fórnarlamba hryðjuverkaárásanna finnst hönnun Michaels Arad of „mínímalísk“ til að geta endurspeglað þessa skelfilegu atburði. UMSKURÐUR KVENNA Áætlað er að um 135 milljónir kvenna og stúlkna hafi þolað misþyrmingar á kynfærum sínum, að um tvær milljónir stúlkubarna séu umskornar á hverju ári, um 6000 stúlkubörn á dag. Handtökur á Vesturbakkanum: Þrír Palestínumenn skotnir VESTURBAKKINN Ísraelskir hermenn skutu þrjá Palestínumenn til bana í aðgerðum á Vesturbakkanum í fyrr- inótt. Að sögn palestínskra stjórn- valda var einn hinna látnu grunaður Hamas-liði og mun hann hafa fallið þegar til skotbardaga kom í bænum Tulkarem. Hinir tveir voru skotnir til bana í bænum Nablus eftir að hafa veitt mótspyrnu við handtöku, en báðir voru þeir meðlimir Al-Aqsa-her- deildarinnar. Að sögn talsmanns ísraelska hersins voru alls 24 grunaðir liðs- menn palestínskra andstöðuhópa handteknir í aðgerðum næturinnar og þar af ellefu í Nablus. Alls tólf Palestínumenn hafa verið skotnir til bana í aðgerðum ísraelska hersins á síðustu níu dögum. ■ ÚTSALAN hefst í dag kl. 10.00 N ý t t k o r t a t í m a b i l Laugavegi 6 • S: 562 3811 LÁTNIR LIÐSMENN AL-AQSA Tólf Palestínumenn hafa verið skotnir til bana á síðustu dögum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.