Fréttablaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 10
10 8. janúar 2004 FIMMTUDAGUR RÚSSNESK JÓL Samkvæmt gamla júlíanska tímatalinu, sem grísk-kaþólska rétttrúnaðarkirkjan fer eftir, eru jólin haldin 7. janúar. Hér á myndinni sjáum við rússneska konu kveikja á kerti í tilefni dagsins í Kazansky- dómkirkjunni í Pétursborg. R-listinn gagnrýndur: Skortir lóðir fyrir sérbýli BORGARMÁL Borgarstjórnarflokk- ur Sjálfstæðisflokksins gagn- rýnir að á síðustu þremur árum hafi einungis verið seldur bygg- ingarréttur fyrir 115 einbýlis- hús í Reykjavík. Sjálfstæðismenn telja að þetta staðfesti rangar áherslur R-listans í skipulagsmálum. Máli sínu til stuðnings benda þeir á að í nýlegri skýrslu um húsnæðis- og búsetuóskir Reyk- víkinga komi fram að borgar- búar vilji mun meira framboð af lóðum fyrir sérbýli með góðar aðstæður fyrir bíla og bíla- umferð. Sjálfstæðismenn hvetja borg- aryfirvöld til að nýta sér skýrsl- una og niðurstöður hennar við ákvarðanatöku í skipulags- og byggingarmálum. Anna Kristinsdóttir, borgar- fulltrúi R-listans, sem situr í skipulags- og byggingarnefnd, vísar gagnrýni um rangar áherslur í skipulagsmálum á bug. Hún segir R-listann leggja áherslu á blandaða byggð frem- ur en að skipuleggja stór svæði einungis með sérbýli í huga. Um skort á lóðum segi hún að nýlega verði seldar lóðir í Grafarholti og framundan sé uppbygging í Norðlingaholti við hlíðar Úlfars- fells. ■ Lagabreyting kærð til Evrópudómstóls Náttúruverndarsamtök Íslands segja að fyrirhugaðar breytingar á lögum um umhverfismat séu stórt skref aftur á bak. Stríða gegn Árósarsamningnum um þátttöku almennings sem Ísland hyggst fullgilda 2006. Verði lögin að veruleika hyggjast samtökin kæra málið til Evrópudómstólsins. NÁTTÚRUVERNDARMÁL Verði frumvörp til laga um breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum og skipu- lags- og byggingarlögum samþykkt hyggjast Náttúruverndarsamtök Íslands kæra málið til Evrópudóm- stólsins árið 2006. Hilmar J. Malmquist, stjórnar- maður í samtökunum, segir að markmið og inntak frumvarpanna stríði einnig gegn Árósarsamningn- um sem umhverfisráðherra hafi heitið að fullgilda fyrir árið 2006. Þar með stríði frumvörpin gegn til- skipunum Evrópusambandsins um fullgildingu þeirra ákvæða samn- ingsins sem fjalla um aðgengi almennings að upplýsingum og þátttöku hans í ákvörðunartöku. Á grundvelli þessa muni samtökin kæra stjórnvöld. Náttúruverndarsamtök Íslands telja að ef frumvörpin verði að veruleika sé löggjafinn að stíga stórt skref aftur á bak í umhverfis- málum. Í umsögn, sem samtökin hafa sent umhverfisnefnd Alþingis, segir að með frumvörpunum sé verið að skerða aðgengi og áhrif almennings að ákvörðunartöku í mikilvægum umhverfismálum verulega. Þá sé það einnig alvarleg- ur galli á frumvörpunum að stjórn- völd þurfi ekki að taka tillit til meg- inniðurstöðu í mati á umhverfis- áhrifum við veitingu framkvæmda- leyfis. Hilmar segir að þetta sé mjög alvarlegt. Samkvæmt núgildandi lögum þurfi stjórnvöld að veita leyfi í samræmi við úrskurð Skipu- lagsstofnunar en með breytingun- um sé það orðalag tekið út og stjórnvöld geti því hunsað niður- stöðu stofnunarinnar. Hilmar segir ekki eðlilegt að Skipulagsstofnun fari alfarið með úrskurðarvald í svona málum. Það sé hins vegar mat Náttúruverndarsamtakanna að stjórnvöld verði að taki tillit til meginniðurstöðu stofnunarinnar. Fyrirhuguð lagabreyting bjóði upp á það að allt vinnuferlið um mat á umhverfisáhrifum sé nánast til málamynda. Náttúruverndarsamtökin fara fram á að umhverfisráðherra dragi frumvörpin annaðhvort til baka eða að umhverfisnefnd breyti þeim með róttækum hætti. trausti@frettabladid.is Laugavegi 53, simi. 552 3737 ÚTSALA ÚTSALA NÝTT KORTATÍMABIL OPIÐ 9-19 Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • 562 8501 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is BIC Atlantis penni Verð 90 kr/stk PILOT SUPER GRIP Verð 75 kt/stk Ljósritunarpappír frá 359 kr/pakkningin og upp í 397 kr Skilblöð númeruð, lituð, stafróf eða eftir mánuðum.Geisladiskar þar sem gæðin skara framúr í 10-25-50 og 100 stk einingum NOVUS B 425 4ra gata, gatar 25 síður. Verð 2.925 kr TILBOÐ Á EGLA BRÉFABINDUM - VERÐ 339 KR / STK. Tilboðið gildir til 31. janúar 2003 Ljósritunarglærur, 100 stk í pakka. Verð 1.594 kr/pk Bleksprautu 50 stk í pakka 2.694 kr/pk STABILO BOSS Verð 78 kr/stk Umhverfisráðherra um lagabreytingar: Stangast ekki á við Árósarsamninginn NÁTTÚRUVERNDARMÁL Siv Friðleifs- dóttir umhverfisráðherra segir að fyrirhugaðar breytingar á lögum um mat á umhverfisáhrifum og skipulags- og byggingarlögum séu ekki skref aftur á bak í umhverfis- málum. Náttúruverndarsamtök Íslands segja að með breytingunni sé verið að skerða aðgengi og áhrif almenn- ings á ákvörðunartöku í umhverfis- málum. Breytingin bjóði ennfremur upp á það að allt vinnuferlið um mat á umhverfisáhrifum verði bara til málamynda þar sem stjórnvöldum sé ekki gert að taka tillit til niður- stöðu Skipulagsstofnunar. Siv segir þetta ekki rétt. Með fyrirhuguðum lagabreytingunum sé verið að laga löggjöfina að því sem gengur og gerist í Evrópu. Það þekkist til að mynda ekki neins staðar að ákveðin stofnun hafi úr- skurðarvald í umhverfismálum. Náttúruverndarsamtökin segja að lagabreytingarnar stríði gegn Árós- arsamningnum. Siv segir það mat lögfræðinga umhverfisráðuneytis- ins að svo sé ekki. ■ Siðræn neysla: Íslendingar skera sig úr NEYTENDUR Íslenskir neytendur hafa minnsta vitund um svo- kallaða siðræna neyslu af Norð- urlandabúum. Þetta kemur fram í nýrri norrænni skýrslu sem fjallað er um á heimasíðu Neytendasamtakanna. Siðræn neysla felst í að kaupa aðeins vöru ef framleið- endur hennar og seljendur star- fa í samræmi við siðferðileg grundvallargildi í félagi manna og í umgengni við náttúruna. Í stuttu máli má segja að siðræn neysla sé að neyta með góðri samvisku. Samkvæmt skýrslunni virð- ast Íslendingar ekki fá nokkrar upplýsingar um siðræna neyslu og skera sig verulega úr bornir saman við hin Norðurlöndin. ■ GRAFARHOLT Annar Kristinsdóttir, borgarfulltrúi R-listans, segir að uppbygging standi enn yfir í Grafarholti og að ráðgert sé að byggja upp í Norðlingaholti og í hlíðar Úlfarsfells. SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Umhverfisráðherra segir að með fyrirhug- uðum lagabreytingunum sé verið að laga löggjöfina að því sem gengur og gerist í Evrópu. KÁRAHNJÚKAVIRKJUN MÓTMÆLT Náttúruverndarsamtök Íslands segja að með frumvörpunum sé verið að skerða aðgengi og áhrif almennings á ákvörðunartöku í mikilvægum umhverfismálum verulega. Borgarbúar: Vilja flytja í sérbýli HÚSNÆÐISMÁL Nær þrír af hverjum fjórum borgarbúum, nánar tiltekið 74%, vilja fremur búa í sérbýli en annars konar húsnæði samkvæmt könnun á húsnæðis- og búsetu- óskum Reykvíkinga. Þegar þeir sem gera ráð fyrir að flytja á næstu þremur til fimm árum eru spurðir út í hvernig húsnæði þeir flytji lík- lega í nefna hins vegar einungis 41% sérbýli en jafn margir fjölbýli. Ellefu prósent borgarbúa vilja helst flytja í sambýli en 18% þeirra sem flytja á næstu árum gera ráð fyrir að flytja í slíkt hús- næði. 15% borgarbúa vilja helst búa í fjölbýli. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.