Fréttablaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 16
Eftir að hafa hlustað á Davíð Odds-son forsætisráðherra fara í gær enn einu sinni niðrandi orðum um Fréttablaðið, starfsfólk þess og að- standendur – að þessu sinni í kjafta- þætti Ingva Hrafns á Útvarpi Sögu – var ég hálfhryggur. Það er nú einu sinni svo að það er alltaf hryggilegt að heyra því hallmælt sem manni þykir vænt um – hversu innihaldslaus sem ummælin eru. En það er líka hryggi- legt að fólk sem stundar vinnu sína af elju og heiðarleika – og hefur fengið að uppskera glæsilegan árangur af erfiði sínu – skuli þurfa að lifa við það að forsætisráðherra landsins skuli æ ofan í æ níða það niður með stór- karlalegum hrakyrðum. Davíð telur sig ekki þurfa að umgangast okkur á Fréttablaðinu af sömu virðingu og sanngirni og aðra borgara þessa lands sem hann er forsætisráðherra fyrir. Davíð hélt því fram að Fréttablað- inu væri haldið úti með handstýrðum auglýsingum; að eigendur blaðsins neyddu fyrirtæki sín til að auglýsa í blaðinu svo það gæti haldið áfram of- sóknum á hendur ráðherranum. Fréttablaðið er sem kunnugt er mest lesna dagblað á Íslandi. Lesendahóp- ur þess er 24 prósentum fjölmennari en Morgunblaðsins samkvæmt fjöl- miðlakönnun Gallups frá nóvember 2003. Samkvæmt fjölmiðlaskýrslu ABS-fjölmiðlahúss birti Fréttablaðið 24 prósentum meira magn af almenn- um auglýsingum þennan sama nóv- ember en Morgunblaðið. Hlutdeild Fréttablaðsins á markaðnum er því í takt við yfirburði þess í lestri. Þennan mánuð auglýstu 16 af 50 stærstu auglýsendunum meira í Morgunblaðinu en Fréttablaðinu, 33 auglýstu meira í Fréttablaðinu en einn auglýsandi – Samtök iðnaðarins – skipti sínum auglýsingum hnífjafnt milli blaðanna. Þau fyrirtæki sem auglýstu meira í Morgunblaðinu en Fréttablaðinu í nóvember voru (raðað eftir heildar- magni auglýsinga í dagblöðum): Ís- landsbanki, Gula línan, Sjónarhóll, Intersport, Betra bak, Húsgagnahöll- in, Myndform, Nóatún, Samband sparisjóða, EJS, Byko, Trocadero, Mjólkursamsalan, Garðheimar, Suzuki-bílar og Debenhams. Þau fyrirtæki sem auglýstu meira í Fréttablaðinu en Morgunblaðinu í nóvember voru (raðað með sama hætti): Edda, Hagkaup, JPV, BT, Skíf- an, Expert, Europris, Icelandair, Tölvulistinn, Landsbankinn, Bónus, Blómaval, Brimborg, Bræðurnir Ormsson, Iceland Express, Húsa- smiðjan, B&L, Íslensk getspá, Kringl- an, Steinar Waage, Nettó, DV, Harpa Sjöfn, Ingvar Helgason, Útilíf, Freyja, Lystadún Snæland, Síminn, Smáralind, Sjónvarpsmiðstöðin, Skrudda, Bónusvídeó og Söluskóli Gunnars Andra. Svona er sú veröld sem við lifum og störfum í. Davíð Oddsson vaknar á hverjum morgni í einhverjum allt öðrum heimi eða tekst að lesa út úr þessari stöðu einhverja pólitíska merkingu. ■ Hjálmar Árnason gefur greini-lega ekki mikið fyrir sann- leikann í grein sinni um þróun húsnæðismála. Allavega þolir hann illa að heyra sannleikann um hvernig framsóknarmenn hafa haft lag á því að klúðra húsnæðis- málum landsmanna. Sannleikurinn um fortíðina Hjálmar viðurkennir að vísu að biðraðakerfið frá 1986 sem fram- sóknarmenn komu á hafi verið ónýtt kerfi, en það hafi ekki verið þeim að kenna, heldur markaðnum. Engu að síður héngu þeir á því kerfi eins og hundur á roði, þó bið eftir lánum væri orðin 2-3 ár og af- föllin iðulega 30-50% m.a. vegna skammtímalána og ýmiss kostnað- ar sem fólk lenti í vegna langrar biðar eftir lánum. Það tók mig sem félagsmálaráðherra fleiri mánuði að fá framsóknarmenn til að fallast á húsbréfakerfið og þá með alls konar skilyrðum, sem leiddi m.a. til verulegra affalla af húsbréfum í upphafi þess kerfis. Hjálmar dirf- ist líka að skrökva því að ég hafi verið á móti breytingum sem orðið hafa á fjármálamarkaðnum, þegar ekkert eitt atriði hefur orðið til að efla eins verðbréfa- og fjármála- markaðinn og húsbréfakerfið, auk þess sem við jafnaðarmenn vorum í forystu fyrir þeirri opnun sem orð- ið hefur á fjármagnsflæði milli landa sem treysta fjármálamarkað- inn. Neyðarástand á leigumarkaði Framsóknarmenn hafa haldið þannig á málum að neyðarástand ríkir nú á leigumarkaðnum. Á biðlista eru á þriðja þúsund manns og í Reykjavík einni eru um 1.100 manns á biðlista, sem er nær þre- föld aukning frá árinu 1999. Á þess- um biðlistum er fátækasta fólkið- fólk sem oft býr við algjöra neyð og er á götunni með fjölskyldur sínar. Meðalbiðtími er á þriðja ár eftir íbúðum og getur lengst nú farið í 7 ár. Aldrei nefna framsóknarmenn í umræðunni að þeir hafa haft for- ystu um að hækka vexti á leigu- íbúðum úr 1% í allt að 4,9%, sem nú er að sliga lágtekjufólkið. Vextir á félagslegum eignaríbúðum voru 2,4% áður og veitt var allt að 100% lán á þeim kjörum. Nú er aðeins veitt allt að 25% viðbótarlán til fólks innan tiltekinna tekjumarka og það á vöxtum sem lengst af hafa verið 5,6% en húsbréfavextir eru 5,1%. Afföllin í nýja kerfinu Afföll eru ekki úr sögunni, eins og Hjálmar heldur fram með því peningalánakerfi sem nú er boðað. Ef þetta nýja kerfi hefði gilt á ár- inu 2001, þá hefði fólk þurft að borga 6,12% í vexti, auk áhættu- álags, og á árinu 2002 hefðu vextir í nýja kerfinu verið 5,79% auk áhættuálags á sama tíma og vextir í húsbréfakerfinu voru 5,1%. Þetta eru þau kjör sem fengust í útboði á húsnæðisbréfum vegna viðbótarlána á þessum tímum, en lánakjör íbúðarkaupenda munu í nýju kerfi verða markaðskjör, að teknu tilliti til áhættu og kostnað- ar. Lánskjörin fyrir íbúðarkaup- endur gætu því hæglega orðið lak- ari en þau eru nú í húsbréfakerf- inu, auk þess sem uppgreiðsla lána og aukaafborganir verða kostnað- arsamar í nýju kerfi en kosta ekk- ert í húsbréfakerfinu. Af þessum peningalánum geta því orðið mikil afföll vegna sveiflna í vaxtakjör- um frá einum tíma til annars og áhættuálag sem ekki er í núver- andi kerfi. Biðtími eftir húsnæðis- lánum gæti líka lengst ef útboð mistakast, auk þess sem verð- myndun á húsnæði getur skekkst verulega vegna mismunandi láns- kjara á sambærilegum eignum. Húsbréfakerfið ekki heilagt Húsbréfakerfið er ekkert heil- agt, en forsendan fyrir því að leggja það niður og útgangspunkt- ur er að nýtt kerfi þjóni betur fólk- inu, en ekki bönkunum og gróða- öflunum sem nú fagna mjög þess- ari breytingu. Full ástæða er til að óttast að verið sé að búa í haginn fyrir að flytja húsnæðiskerfið til bankanna, sem þýddi verulegar vaxtahækkanir, aukinn kostnað og lántökugjöld. Brigslyrði Hjálmars læt ég mér í léttu rúmi liggja, en ekki velferð fólksins í húsnæðis- málum. Þingmönnum ber skylda til að skoða þetta nýja kerfi með gagnrýnum augum, því óvissu- þættirnir eru enn margir. Fólk ætti a.m.k. ekki að gleypa hráar þær nýjungar sem framsóknar- menn boða í húsnæðismálum. Þar er sagan ólygnust. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ kvartar undan síendurteknum hrakyrðum forsætisráðherra. 16 8. janúar 2004 FIMMTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Menn ættu að leggja viðhlustir, þegar reyndur og virtur fréttamaður lýsir þeim þrýstingi, sem hann var beittur fyrir nokkru til að reyna að fá hann til að hverfa frá því að gera kvikmynd um virkjunarfram- kvæmdirnar við Kárahnjúka. En Ómar Ragnarsson lét sér ekki segjast, þótt fáir þyrðu að leggja honum lið, heldur lagði allt und- ir til að geta gert myndina fyrir eigin reikning. Myndin var sýnd og vakti athygli. Menn tóku þó varla eftir lýsingu Ómars á þrýstingnum, sem hann var beittur – ekki fyrr en frásögn um málið birtist í erlendu blaði. Þá sperrtu menn eyrun. Og nú er ríkissjónvarpið búið að sýna fyrstu heimildarmyndina af níu um gerð Kárahnjúkavirkjunar – í boði Landsvirkjunar. Gýligjafir Skoðum annað dæmi af öðr- um vettvangi. Í máli Valdimars Jóhannessonar gegn ríkinu dæmdi Hæstiréttur Valdimar í vil og taldi synjun sjávarút- vegsráðuneytisins á umsókn hans um leyfi til fiskveiða brjóta gegn jafnræðisákvæðum stjórnarskrárinnar. Dómurinn gekk í desember 1998. Oddvitar framkvæmdavaldsins gagn- rýndu dóminn í fjölmiðlum. Flest- um prófessorum í Háskóla Íslands þótti því rétt að senda frá sér sam- eiginlega yfirlýs- ingu til varnar Hæstarétti, en það hefur ekki gerzt áður, hvorki fyrr né síðar, að 105 prófessorar Háskóla Ís- lands af 150 snúi bökum saman með þessu móti á þjóðmálavett- vangi: það er ekki í okkar verka- hring. Hæstiréttur kvittaði fyrir framtak okkar prófessor- anna með því að snúa dómi sín- um við nokkru síðar í öðru skyldu dómsmáli og sá þá ekk- ert athugavert við ókeypis af- hendingu verðmætra aflaheim- ilda til fáeinna útvalinna. Tveir dómarar skiluðu að vísu séráliti í síðara málinu í samræmi við fyrri dóminn. Þeir prófessorar, sem skrif- uðu ekki undir yfirlýsinguna til varnar Hæstarétti, höfðu ýmsar góðar og gildar ástæður til þess, en þó ekki allir. Fáeinir lýstu því, að þeir óttuðust beinlínis um hag sinn, ef þeir skrifuðu undir. Einn þeirra lýsti því í smáatriðum, hvernig með hann kynni að verða farið, ef hann skrifaði undir: hann sá fram á að missa bæði tekjur og tækifæri. Um þessa angist sagði Halldór Kilj- an Laxness af öðru tilefni í hátíðarræðu 1. desember 1955: ,,Það er hörmulegt þegar menn fara að líta á embætti sín, stöður eða lánstraust sem gýligjafir sér til handa fyrir að fylgja fram því sem þeir vita að er rángt.“ Óttizt eigi Þannig var Ísland í þá daga. En síðan skánaði ástandið smám saman, enda þótt spilling skömmtunaráranna fyrir 1960 héldi áfram að loða við landið: hún hlaut að fylgja því búskap- arlagi, sem þjóðinni hafði ekki tekizt að hrista af sér nema til hálfs. Ótæpileg afskipti ríkisins af atvinnulífinu gerðu það að verkum, að samfélagið var enn sem fyrr gagnsýrt af stjórnmál- um og stjórnmálaflokkum, sem höfðu alla þræði þjóðlífsins í hendi sér. Þegar það tókst loks- ins að ráða niðurlögum verð- bólgunnar um 1990, mest fyrir tilstilli verklýðsfélaga og for- ustumanna þeirra, sem höfðu látið sannfærast um skaðann af völdum langvinnrar verðbólgu, þá dró úr getu stjórnmálamanna til að ráðskast með sparifé þjóð- arinnar, og frelsi almennings til orðs og æðis óx þá að því skapi. Frekari breytingar í frjáls- ræðisátt svo sem einkavæðing ríkisfyrirtækja og banka hefðu að réttu lagi átt að draga enn frekar úr veldi stjórnmálaflokk- anna, og það er að gerast smám saman, en samt ekki í þeim mæli, sem vænta mátti. Ríkis- bankarnir voru fyrir nokkru seldir nýjum eigendum á undir- verði, svo sem virðist mega ráða af því, að verðmæti bankanna á markaði hefur rokið upp eftir söluna: það var fyrirsjáanlegt, svo að söluverðið hefði þá mátt vera hærra. Ríkisstjórnarflokk- arnir eiga enn sem fyrr fulltrúa í bankaráðum beggja. Og for- sætisráðherra heldur áfram að amast við einstökum fyrirtækj- um og fjölmiðlum, sem hann hef- ur vanþóknun á. Mikilvægi þess að fá að vera í friði fyrir afskipt- um hans má e.t.v. ráða af mútun- um, sem hann sakaði formann einkavæðingarnefndar 1992- 2002 um að hafa að boðið sér á Lundúnafundinum fræga: 300 milljónir. Aðrar verðhugmyndir voru ekki ræddar. Af öllu þessu og ýmsu öðru má ráða, að oddvitar ríkisvalds- ins eru enn sem fyrr virkir þátt- takendur í atvinnulífi landsins, þótt annað sé látið í veðri vaka. Er nokkur furða, að stjórnmála- menn eða útsendarar þeirra þyk- ist þá geta haft það í hendi sér, hvort Ómar Ragnarsson gerir kvikmynd um Kárahnjúka eða ekki? En óttizt eigi: útsendarar geta haft í hótunum, en móttöku- skilyrðin fara versnandi sem betur fer. ■ Dýr veisla forsetans Ungum jafnaðarmönnum í Reykjavík, ungliðahreyfingu Sam- fylkingarinnar í Reykjavík, hefur borist svar frá embætti forseta Ís- lands, vegna fyrirspurnar UJR um kostnað við veisluhald fyrir Þýska- landsforseta í Perlunni 4. júlí síðastliðinn. Í svari forsetans kom fram að 221 gestur hefði setið veisluna. Þar á meðal var fylgdarlið Þýskalands- forseta, Íslendingar úr opinberu lífi, viðskiptalífi og af vettvangi menningar og lista, auk ýmissa forystumanna félagasamtaka sem tengjast samskiptum Þýskalands og Íslands. Til viðbótar var greitt fyrir 30 manns, öryggisverði og annað starfsfólk er að veislunni kom. Reikningur veitingahússins hljóðaði upp á 3.298.260 krónur, en að frádregnum vínskatti varð kostnaðurinn 3.139.167 krónur. Auk þess var greitt til Lúðra- sveitar verkalýðsins, Karlakórs Reykjavíkur, tónlistarfólks og fyrir blómaskreytingar, samtals 471.450 krónur. Samtals gera þetta 3.610.617 krónur. Sé miðað við 251 gest í veislunni gera það 14.385 krónur á mann. RITSTJÓRNARGEIN Á VEF UNGRA JAFNAÐARMANNA WWW.POLITIK.IS Vinstri grænir og Kárahnjúka- virkjun Á dögunum skrifaði Kristján Hreinsson langt og þungort „Opið bréf til Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs“ í Morgunblaðið og lýsti því meðal annars hvernig félagar hans í þeim flokki hefðu komið í veg fyrir að rædd yrði eða greidd atkvæði um tillögu sem hann hefði lagt fram á landsfundi vinstrigrænna í nóvember. Álykt- unartillaga Kristjáns var um ítrek- un á andstöðu vinstrigrænna við Kárahnjúkavirkjun og að því er virðist í góðu samræmi við mál- flutning flokksins í þeim málum á liðnum árum, en engu að síður rak hann sig á vegg þegar hann ætlaði að fá tillöguna rædda. „Mér til mikillar undrunar vildu menn helst af öllu láta þessa ályktun hverfa,“ segir Kristján í bréfi sínu og bætir við að meðal annars hafi verið gefin sú skýring á því að annað væri „afturhvarf til fortíð- ar.“ Nú hefur forysta vinstri græn- na sem sagt ákveðið að ekki eigi lengur að tala um Kárahnjúka- virkjun og þá er þeim umræðum þar með lokið innan flokksins. GREIN Á SÍÐU VEFÞJÓÐVILJANS WWW.ANDRIKI.IS ÞORVALDUR GYLFASON ■ skrifar um skoðanakúgun. Andsvar JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR ■ skrifar um húsnæðismál. ■ Af Netinu Er Davíð líka forsætisráðherrann minn? ■ ...oddvitar ríkis- valdsins eru enn sem fyrr virkir þátttak- endur í at- vinnulífi lands- ins, þótt annað sé látið í veðri vaka. Um daginnog veginn Vitnisburður fréttamanns Sannleiksást Hjálmars

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.